Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfandi á Suður- nesjum í fimm ár. Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnisstjóri útibús- ins í Reykjanesbæ, segir 300 fjöl- skyldur leita til þeirra á mánuði og fyrir síðustu jól hafi 1200 fjöl- skyldur þurft á aðstoð þeirra að halda. Nytjamarkaður er rekinn á þeirra vegum við Baldursgötuna þar sem kennir ýmissa grasa. „Við gátum ekki veitt öllum hjálp í fyrra því fjöldinn hefur aukist ár frá ári og mikið undanfarna þrjá mánuði. Fyrir utan það voru einnig margir sem ekki vissu af okkur. Við erum orðin sýnilegri á Baldursgöt- unni,“ segir Anna Valdís. Það hafi farið í taugarnar á einhverjum sem búi nálægt hjálparstöðinni eða aki um svæðið að stundum myndist biðraðir fyrir utan. „Þetta er bara hvorki einkamál þeirra sem hingað koma né okkar að þetta skuli vera til. Fátækt er raunveruleiki.“ Spurð um hvað fólkinu í röðinni finnist um að vera svona sýnilegt, þá segir Anna Valdís að því sé sagt að allir glími við einhvers konar vandamál og engin skömm sé að því að leita sér aðstoðar þegar þörfin sé brýn. Þrjár kynslóðir „Þetta fólk er kannski búið að vera atvinnulaust í einhver ár og börn þeirra sem komin eru yfir unglingsár hafa flosnað úr skóla og eru líka atvinnulaus. Stundum koma þrjár kynslóðir til okkar. Okkur finnst þó hræðilegast af öllu að gamla fólkið skuli þurfa að koma hingað. Fólkið sem átti að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Sér- staklega koma hingað margir ein- stæðingar fyrir jólin.“ Sem betur sé þó einstæðingum boðið í jólaúttekt hjá kirkjunni á vegum velferðar- sjóðs, en þeir hafa hingað til leitað til Fjölskylduhjálparinnar vegna þess að þeir fengu ekki úthlutað frá kirkjunni. Þeir séu yfirleitt at- vinnulausir, á örorkubótum eða ellilífeyri. „Starfið verður líklega miklu erfiðara fyrir þessi jól en áður. Fjölskyldurnar sem koma hingað eru íslenskar og alls ekki allt fólk sem er á bótum. Þetta er fólk sem einfaldlega nær ekki endum saman,“ segir Anna Valdís. Húsnæðið að springa utan af þeim Auk þess að vera með matarað- stoð gengur starfsemi Fjölskyldu- hjálparinnar út á að reka nytja- markað þar sem seldur ýmis konar varningur, s.s. fatnaður á börn og fullorðna, gjafavörur, ýmsar nytja- vörur mikið úrval af jólaskrauti. „Hingað kemur margt fólk að til að versla. Við vorum áður á Hafnar- götunni og í Grófinni. Fórum úr 100 fermetrum í 350 en samt er allt að springa utan af okkur. Lengi vel héldu margir að vörurnar á nytja- markaðnum væru bara fyrir skjól- stæðinga okkar. Þetta er fyrir alla og allt rennur óskipt í sjóð matar- hjálparinnar,“ segir Anna Valdís. Ekkert til spillis Yfirleitt starfa um ellefu sjálfboða- liðar hjá útibúinu í Reykjanesbæ, en það er eitt fjögurra á landinu. Hin eru í Reykjavík, Hafnarfirði og í Kópavogi. „Við útbúum gjafa- pakkningar fyrir allar stöðvarnar sem eru svo seldar. Við vinnum ekki bara fyrir okkar starfsemi hérna heldur á ég vinkonu í Kópa- vogi og til hennar fer það sem við getum ekki nýtt hérna. Hún pakkar ungbarnafatnaði til Hvíta Rúss- lands og fleiri staða. Samvinna er með Rauða krossinum þannig að ekkert fer til spillis. Það sem við getum ekki nýtt fer í tæting þar. Við höfum fengið hingað samkvæm- iskjóla sem við höfum ekki selt og höfum hér á svæðinu saumakonu sem býr til telpukjóla og drengja- skyrtur úr sparifatnaði. Hér er unnið mjög gott og óeigingjarnt starf.“ Þurfa að vera góðir áheyrendur Eins og áður hefur komið fram fer matarúthlutunin fram í hús- næði Fjökskylduhjálparinnar við Baldursgötu. „Fólkið skráir sig í tölvu og síðan er afgreitt við borðið. Mikið og fjölbreytt starf er unnið hér í sjálfboðavinnu. Hér ríkir góður andi og starfsfólk er glatt þrátt fyrir erfiðleikana sem horft er upp á. Einnig eru margir sem vilja koma og gerast sjálfboða- liðar, þ.á.m. fólk sem hefur verið í röðinni eftir matarúthlutun. Svo eru aðrir sem vilja bara droppa við og fá sér kaffisopa og spjalla aðeins. Þetta er því félagsleg stöð líka. Við þurfum að vera góðir áheyrendur og gefa okkur tíma til að hlusta á hvern og einn. Með því bætum við kannski dag einhvers,“ segir Anna Valdís að endingu og hvetur Suðurnesjafólk til að líta við í nytja- markaðnum. -viðtal pósturu olga@vf.is ■■ Fjölbreytt og óeigingjart starf unnið hjá Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum: Gefum okkur tíma fyrir hvern og einn Þetta er bara hvorki einkamál þeirra sem hingað koma né okkar að þetta skuli vera til. Fá- tækt er raun- veruleiki Það var heldur betur fjör hjá nemendum og starfs- fólki FS í gær. Þema dagsins var jólapeysur. Kennslu lýkur nú í lok nóvember og próf hefjast í byrjun desember. Á þessum árs- tíma er fólk að komast í jólaskap og þess sér merki víða í skól- anum. Jólaskraut og ljós eru sett upp og jólalögin fá að glymja í matsalnum. Á dögunum boðuðu þess vegna sérstakir áhugamenn um jólin til jólapeysudags og kom nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í litrítum jólapeysum í tilefni dags- ins. Myndirnar eru af Facebook síðu skólans. ■■ Nemendur og starfsfólk að komast í jólaskap: Jólapeysudagur hjá FS -mannlíf pósturu vf@vf.is Ungmennafélag Njarðvíkur gaf í vikunni út veglegt af- mælisrit í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Afmælisritið var form- lega kynnt í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík að viðstöddu fjölmenni. Í ritinu er farið yfir sögu félagsins í máli og myndum. Þar má finna fróðleg viðtöl við aðila sem komið hafa við sögu hjá félaginu, sem og afreksmenn UMFN í gegnum árin. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem saga félagsins er fest á blað með slíkum hætti. Upplag er 4500 eintök og verður blaðinu dreift á öll heimili í Njarðvík á næstunni. Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár en ritnefndina skipuðu þau Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson, Haukur Jóhannesson, Jón Bjarni Helgason og Guðjón Helgason heitinn. Svanhildur Eiríksdóttir rit- stýrði blaðinu. Veglegt 70 ára afmælisrit Njarðvíkinga Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson og Svanhildur Eiríksdóttir við athöfnina þann 1. desember en sá dagur hefur skipað stóran sess í sögu- félagsins í gegnum tíðina. BÁTUR DAGSINS ™ Verð og framboð getur verið breytilegt. Auka kjötálegg og ostur er ekki innifalið í verði. Ekki er hægt að nota þetta tilboð með öðrum tilboðum. ©2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki Doctor’s Associates Inc. SUNNUDAGUR Grilluð kjúklingabringa MÁNUDAGUR Skinkubátur ÞRIÐJUDAGUR Kalkúnsbringa og skinka MIÐVIKUDAGUR Pizzabátur FIMMTUDAGUR Sterkur ítalskur FÖSTUDAGUR Subway Club LAUGARDAGUR NÝTT BRAGÐ Á HVERJUM DEGI.Subway bræðingur NÝTT NÝTT

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.