Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 gleraugnaverslun í Leifsstöð óskar eftir að ráða starfsmann í framtíðarstarf við sölu- og þjónustu Við leitum að einstaklingi með ríka þjónustulund og jákvætt viðhorf. Hæfniskröfur:  Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri.  Reynsla af sölu- og þjónustustörfum skilyrði.  Hæfni í mannlegum samkiptum.  Áhugi á tísku og útliti kostur.  Snyrtimennska, reglusemi og stundvísi skilyrði. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á fannykolbrun@opticalstudio.is fyrir 31.desember. w w w. o p t i c a l s t u d i o . i s www.flugakademia.is Flugakademía Keilis óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í fjölbreytt og krefjandi starf þjónustufulltrúa skólans. Ráðið er í fullt starf frá byrjun árs 2015. Umsóknarfrestur er til 31. desember. Starf þjónustufulltrúa Flugakademíu Keilis Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Keilis á www.keilir.net eða í síma 578 4000. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Húsagna- og gjafavöruversl-unin Bústoð var stofnuð í mars árið 1975 og aðeins 20 manns hafa starfað þar frá upphafi. Nýr verslunarstjóri, Björgvin Árna- son og aðstoðarverslunarstjóri, Hildur Hlín Jónsdóttir, tóku við keflunum í ársbyrjun og eru hér með kynnt til leiks. Þau eiga bæði afmæli 4. október og segja það bara tilviljun í ráðningarferlinu. „Þetta fyrirtæki hefur verið vel rekið í öll þessi ár. Það skiptir miklu máli því þess vegna getum við gefið viðskiptavinum okkar betri verð. Reksturinn er svo stöð- ugur,“ segir Björgvin. Með nýjum verslunarstjórnendum hefðu verið gerðar breytingar í gjafavöruúrvali. „Við höldum gömlum og góðum merkjum en höfum tekið inn ný merki eins og Eva Solo, Leonard og Kitchen Aid. Einnig höfum við gert áherslubreytingar í húsgagna- hlutanum því með yngri stjórn- endum kemur yngri markhópur. Við höldum sérstaklega vel upp á okkar fastakúnna, sem eru á ýmsum aldri, en reynum líka að höfða til yngra fólks, bæði varðandi verð og gæði,“ segir Björgvin og bætir við að lögð sé áhersla á lægra verð í stað þess að gefa afslætti. Lægra verð en í Reykjavík Bústoð selur töluvert af vörum út á land og til höfuðborgarsvæðisins, að sögn Björgvins. „Við erum með lægra verð á flestum vörum en í Reykjavík. Við reynum að herja á okkar markað hér og kynna okkar verð fyrir Suðurnesjamönnum.“ Hildur Hlín bætir við: „Viljum fá fólkið hingað að kynna sér verð og gæði áður en það fer á höfuð- borgarsvæðið.“ Verðið sé lægra vegna þess að miklu minni um- gjörð sé hjá þeim en hjá stærri fyrirtækjum. Flytja sjálf inn 97% af varningnum Björgvin er fæddur og uppalinn í Keflavík en Hildur Hlín kemur með ferskar áherslur og hefur reynslu af verslunum með smávöru- og gjafavöru, m.a. í Kaupmannahöfn. „Hildur stýrir gjafavöruflæðinu, þar á hún heima,“ segir Björgvin og Hildur tekur hlæjandi undir það. Þau stilla öllu upp og skreyta allt sjálf í sýningarsalnum, sem er 1600 fm. á þremur hæðum. Til við- bótar er svo 900 fm. lager og þar er einn starfsmaður til viðbótar. „Við flytjum sjálf inn 97% af okkar vörum. Þannig náum við gríðar- legri hagræðingu og getum lækkað verðið,“ segja þau að lokum. ■■ Tæplega fertuga Bústoð með samtals 20 starfsmenn frá upphafi: Stöðugur rekstur lykilatriði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.