Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Styrktartónleikar Hollvinafélags Unu Guðmunds- dóttur XXHollvinafélag Unu Guð- mundsdóttur heldur skemmtun í Útskálakirkju mánudaginn 15. desember nk. til styrktar húsi Unu, Sjólyst í Garði. Húsið hefur verið opið um helgar tvö undan- farin sumur og margir komið í heimsókn og átt þar notalegar stundir. Í undirbúningi er að koma húsinu í sem upprunaleg- ast horf og hafa þar opið áfram um helgar. Tónleikarnir hefjast að loknum aðalfundi félagsins sem hefst kl. 20:00 en tónleikarnir byrja kl. 21:00 – Hollvinir eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Þau sem koma fram eru: Eivör Pálsdóttir, Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, Hilmar Örn Hilmars- son, Páll Guðmundsson frá Húsa- felli, Birna Rúnarsdóttir og Jónína Einarsdóttir, Guðrún Eva Mín- ervudóttir og Anna Hulda Júlíus- dóttir. Miðaverð er 2500 krónur. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. -mannlíf pósturX vf@vf.is VINSÆL ÞAKKAR- GJÖRÐARHÁTÍÐ Á LANGBEST „Íslendingar eru bara sólgnir í þennan mat,“ segir Ingólfur Karlsson á Lang- best, en fullt var út úr dyrum hjá honum á þakkargjörðarhátíðinni sem haldin var hátíðleg á veitingastaðnum á Ásbrú. Þakkargjörðarhátíðin er amerísk og það var vel við hæfi að bjóða upp á þakkar- gjörðarmat á veitingastaðnum en í sama húsnæði voru á tímum Varnarliðsins veit- ingastaðir fyrir bandaríska varnarliðs- menn. Ingólfur hefur boðið upp á kalkún og allt tilheyrandi undanfarin ár og segir hann að vinsældirnar séu sífellt að aukast. „Þetta er í raun bara sprungið hjá mér enda mikil og löng hefð fyrir þessum mat hér á svæðinu,“ segir Ingólfur. Hann kokkaði sjálfur ofan í svanga hermenn hér á árum áður sem og Íslendinga sem unnu á Vellinum. „Þetta er líka bara svo góður matur og mikil fjöl- skyldustemning sem fylgir þessum hátíðar- degi Bandaríkjamanna,“ sagði Ingólfur sem hefur verið í eldhúsinu með konu sinni Hel- enu á Langbest í mörg ár, lengst af á Hafnar- götu 62 en nú eingöngu á gamla Vellinum eða Ásbrú eins og svæðið heitir núna. Meðal þess sem boðið var upp á var: Kalkúnn í smjöri, hunangsgljáð skinka, svaory stuffing og alvöru gravy. Hér afgreiðir Ingólfur hjónin Fjólu og Júlíus Steinþórsson. Ásbjörn Pálsson veitingamaður í Menu afgreiddi fullt af þakkar- gjörðarkalkúnum til viðskiptavina sinna en kom sjálfur og fékk að borða hjá félaga sínum í Langbest. Bandaríkjamennirnir í körfuboltanum voru Ingó þakklátir fyrir veisl- una. Will og Damon voru virkilega sáttir. Valdimar og fleiri góðir jólagestir – hjá Kór Keflavíkurkirkju Va l dimar Gu ðmundss on verður einn af jólagestum á aðventukvöldi Kórs Keflavíkur- kirkju, en auk hans koma fram sönghópurinn Vox Felix og Davíð Þór Sveinsson. Tónleikarnir verða haldnir í Kefla- víkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20:00 og er enginn aðgangseyrir. Frjálsum framlögum verður safnað og rennur allur ágóði í orgelsjóð kirkjunnar. Á efnisskrá eru að sjálfsögðu jólalög og fallegir sálmar en allur hópurinn mun taka lagið í lokin. Íslensk jólastofa frá 1950 hefur verið sett upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er gestum í flug- stöðinni boðið að rifja upp gamla tíma. Kunnuglegir gripir eru þar, s.s. svefnsófi með útskornum örmum, s t o f u s k á p u r m e ð glerhurðum og góðu geymsluplássi. Marg- vísleg djásn er einnig að finna eins og skókassa fullan af jóla- og póstkortum eða ljósmyndum og gömul sendibréf bundin saman með borða. Vegna stað- setningarinnar á Suðurnesjum læðast með amerískir h lutir. S ófab orði ð kemur úr herstöðinni en töluvert var til af „klunnalegum“ hús- gögnum sem kölluð voru Flinstone-hús- ögn eftir samnefndum teiknimyndaseríum. Allir munir í stofunni voru fengnir að láni frá Byggðasafni Reykjanesbæjar. Jólastofa í flugstöðinni Tjarnarbraut 14, Reykjanesbæ Verð á m2 er á kr. 1600,- Innifalið er rafmagn og hiti. Dæmi: 90m2 eru þá á 144,000 (3 herbergja) 120m2 eru þá á 189,000 (4 herbergja) 140m2 eru þá á 199,000 (4 herbergja) Óska eftir að vita hvaða stærð fólk sækist eftir Ummsóknir og fyrirspurnir sendist á fasteignaskodun@internet.is TIL LEIGU NÝJAR ÍBÚÐIR Í REYKJANESBÆ Reykjanesbær auglýsir fasteignina Hafnargötu 38, Reykjanesbæ, til sölu eða leigu (þar sem nú er veitingastaðurinn Paddys). Til greina kemur að færa húsið innar í lóðina, fjær Hafnargötu, eða flytja annað ef vill. Húsið er meira en 100 ára gamalt og fellur því undir 29. grein laga nr. 80 frá 2012 um friðuð mannvirki. Margs konar starfsemi kemur til greina. Áhugasamir hafi samband við Hjört Zakaríasson, bæjarritara Reykjanesbæjar, fyrir 31. des. 2014 með því að senda tölvupóst á netfangið hjortur.zakariasson@reykjanesbaer.is TIL SÖLU Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is Sporthúsið óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Tökum vel á móti ykkur á nýju ári með troðfullri æfingartöflu og stemningu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.