Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR - jólaspurningar Bæjarstjórinn í Grindavík heldur í margar jólahefðir en hann fer m.a. norður í land á aðventunni til þess að baka laufabrauð með tengdafólkinu. Ein af eftirminni- legri jólagjöfunum sem Róbert fékk í æsku var Playmobile sjó- ræningjaskip. Róbert er ekki mikið fyrir jólalög en kemst í jólaskap við að hlusta á Artic Monkeys. Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Við á bæjarskrifstofunni höfum tekið þátt í viðburðum með versl- unarfólki á Víkurbraut 62, og þá boðið upp á heitt kakó, vöfflur og bingó í fundarsal bæjarstjórnar. Undanfarin ár hefur starfsfólkið á skrifstofunni reynt að gera eitt- hvað sem skemmtilegt saman í aðdraganda jóla. Í fyrra var farið á tónleika og í ár á leiksýningu. Einn föstudag á aðventunni tekur starfsfólkið sig til og lagar sérstak- lega vel til í kringum sig, hvort sem er á skrifborðum eða í mála- skrá, og skreytir skrifstofuna. Í lok þess dag er orðin hefð að fram fari smökkun á helstu tegundum jólabjórs sem eru í boði hér á neðri hæðinni. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Við förum flest jól norður í land á aðventunni til að baka laufabrauð með tengdafólkinu. Við bræð- urnir og mamma fórum síðan með fjölskyldunum í sumar- bústað á aðventunni þar sem við spilum, föndrum og bökum stundum. Það er mjög gott að komast aðeins í burtu á aðvent- unni. Um jólahátíðina höldum við jólaboð á annan í jólum, en að öðru leyti er reynt að slaka á. Hver er besta jólamyndin? Ég á enga uppáhaldsjólamynd, en þegar ég var unglingur komu út tvær mjög skemmtilegar. Na- tional lampoons christmas vaca- tion og Home Alone. Þær eru enn mjög ferskar í minninu. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Ég er sjálfur voðalega lítið að hlusta á jólalög, en ég fékk Arc- tic Monkeys diskinn í skóinn í fyrra og kemst í jólaskap þegar ég hlusta á hann. Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Á aðfangadag er fjölskyldan saman og mest allur dagurinn fer í að undirbúa matinn og hátíðina um kvöldið. Oftast koma mamma og bróðir minn í heimsókn, en í ár verðum við bara fimm. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég fékk Playmobil sjóræningja- skip þegar ég var lítill. Það er mjög eftirminnilegt. Svo eftir- minnilegt að ég var eiginlega spenntari en sonurinn þegar við gáfum honum samskonar skip í jólagjöf hér um árið. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er mjög breytilegt hvað við höfum í matinn og erum alls ekki vanaföst. Í ár biðja strákarnir um hamborgarhrygg. Í fyrra var það kalkúnn, en við höfum líka verið með hreindýr og nautakjöt. Eftirminnilegustu jólin? Það eru fyrstu jólin með frum- burðinn. Það er allt öðruvísi að undirbúa jól þegar maður á sjálfur barn. Við fórum norður í land til tengdaforeldranna og eins og móðursjúkum nýforeldrum sæmir tókum við allt fyrir barnið með okkur norður. Bókstaflega allt! Hvað langar þig í jólagjöf? Ég veit að það er voðalega væmið, en mér finnst alltaf besta gjöfin að sjá hvað strákarnir mínir eru kátir. Borðar þú skötu? Nei, ég reyni að borða sem minnst af skemmdum mat. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Þorláksmessa er yfirleitt venju- bundinn vinnudagur hjá mér. Þegar ég vann í félagsmálaráðu- neytinu fórum við, sem vildum ekki skötu, út og fengum okkur hamborgara á Þorláksmessu. Kölluðum það andskötuveislu! ■■ Róbert Ragnarsson: Bjórsmökkun á bæjar- skrifstofunni og ham- borgarar á Þorláksmessu Róbert Ragnarsson er ekki hrifinn af skötu Sædís Sif Jónsdóttir, tveggja barna móðir úr Garðinum hefur gefið út sína fyrstu barna- bók. Bókin ber nafnið Draumál- furinn Dísa, og á hún að hvetja börn og aðra lesendur til að hugsa um mikilvægi þess að hafa trú á sér og sínum draumum. „Hugmyndin að bókinni byrjaði í raun að myndast stuttu eftir að eldri sonur minn, Manúel Jón, fæddist árið 2009. Þá fór ég að horfa á barnaefni og lesa barna- bækur af krafti. Það er eins og að barnið innra með mér hafi vaknað upp aftur eftir að ég eignaðist börnin mín. Þó hef ég aldrei tekið lífinu of alvarlega,” segir Sædís Sif og tekur fram að mikilvægt sé að leyfa sér að dreyma og hafa trú á sjálfum sér. Hún segist sjálf vera mikil draumóramanneskja og skammast sín ekkert fyrir það. „Ætli ég sé ekki bara svolítið eins og draumálfurinn Dísa. Fólk var alltaf að segja við mig setningar eins og: Byrjar hún!, Er þetta enn ein hugmyndin?, Þú ert svo mikil draumóramanneskja!“ Komdu þér niður á jörðina! Þá hefur Sædísi Sif margoft verið bent á að koma sér aftur niður á jörðina. „En oft er það fólk sem er frekar þröngsýnt og leyfir sér ekki að eiga drauma sem kemur með slíkar ábendingar. Nú þegar ég er orðin fullorðin, veit ég það. En þetta átti til að draga úr mér kraftinn þegar ég var yngri. Í kjöl- far þess kom h u g m y n d i n að draumál- finum því mig langaði til þess að hvetja börn frá unga aldri til sjálfstæðrar hugsunar og minna á mikilvægi þess að hafa trú á sér og draumum sínum.” Sædís Sif útskrifaðist sem mark- þjálfi í maí 2013 og eignaðist svo yngri son sinn, Daníel Ísak, haustið 2013. Í fæðingarorlofinu fór hún á námskeiðið Konur til athafna hjá Sigrúnu Lilju, eiganda Gydja Col- lection. Eftir það námskeið, segist hún hafa fyllst af kraft, og ákveð- ið að drífa sig í að gefa bókina út fyrir jólin 2014. „Ég hafði samband við forlögin en enginn virtist geta hjálpað mér að koma bókinni út fyrr en árið 2015, sem er skiljan- legt, því bókartíðindi voru að koma út og ég alltof sein í þessu. En ég er svo þrjósk að ég hugsaði: Nú jæja, ég bara gef þetta bara út sjálf.” Hugmynd þróuð með syninum Bókin er fallega myndskreytt og fékk Sædís hæfileikaríkan mynd- skreyti með sér í lið, Alyssa Erin, frá Bandaríkjunum. Þær unnu saman að hugmyndum fyrir myndirnar. „Þess má til gamans geta að þessi mynd úr bókinni er teiknuð eftir Paradísarlaut í Grá- brókarhrauni nokkru neðan við fossinn Glanna í Norðurá. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og líður alltaf jafn vel þegar þangað er komið. Algjör náttúruperla í Borgarfirði.” Sædís Sif segir að út- litið á Dísu draumálfi sé í raun vel þróuð hugmynd hennar og sonar hennar, Manúels Jóns. „Ég var allt- af að teikna upp einhvers konar ský með augu, munn, hendur og fætur. Sonur minn hafði greinilega fylgst vel með mér, því eitt kvöldið kemur hann með sína útgáfu af því sem ég hafði verið að reyna krassa á blað. Mér fannst myndin hans svo falleg að ég gat ekki annað en notað hana til þess að fullkomna svo draumál- finn okkar.” Bókin 'Draumálfurinn Dísa' kom út 28. nóvember og fæst í versl- unum Hagkaupa, Pennanum Ey- mundsson, Nettó, Iðu og á vefsíðu Heimkaupa, enn sem komið er. Áhugasamir geta fylgst með fram- haldinu með því að „like-a“ síðuna á Facebook. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is ■■ Móðir úr Garðinum gaf á dögunum út sína fyrstu bók: Hvetur börn til þess að trúa á sig og drauma sína Sædís Sif Jónsdóttir ásamt sonum sínum, Daníeli Ísak og Manúel Jón. En ég er svo þrjósk að ég hugs- aði: Nú jæja, ég bara gef þetta bara út sjálf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.