Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 24
24 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Guðrún Reynisdóttir hefur rekið verslunina Gallerí Keflavík um árabil. Hún er ánægð með viðskiptavini sína og margir komi af höfuðborgarsvæðinu til hennar, jafnvel í hópum. Þá sé tískan í dag þægileg því hver og einn geti skapað sinn stíl. Tekur á móti hópum „Ég er mjög ánægð með mína kúnna, þeir hafa alltaf staðið vel með mér. Enda veit fólk að það er oft betra úrval í verslununum hérna á svæðinu. Við þurfum færri búðir til að þjóna svæðinu og þjóna breiðara aldursbili og öllum týpum,“ segir Guðrún Reynisdóttir, eða Rúna í Gallerí Keflavík. Hún segist leggja sig fram við að stíla inn á að eiga fatnað og fylgihluti fyrir 12 ára og eldri og konur upp í áttrætt hafi komið í verslunina. „Það er mis- jafnt hverju þær leita að hverju sinni. „Við viljum eiga sem allra mest til á allar konur, einnig skó og fylgihluti. Ég er með marga fasta- kúnna og það er að aukast að fólk komi af höfuðborgarsvæðinu og geri sér ferð hingað. Mér finnst það mjög gaman.“ Einnig hefur Rúna verið að taka á móti vinnustaða- og vinkvennahópum. Þau hafa bara komið með sínar veitingar, léttvín og snarl og haft það huggulegt, bæði á opnunartíma og eftir lokun. „Þá eru þær bara að dúllast hérna og hafa það notalegt. Þjónustan er á aðeins hærri staðli hér á svæðinu en víða, fólk talar a.m.k. um það.“ Færeyingar koma til Íslands að versla Rúna segir að til hennar komi einn- ig Færeyingar sem séu á heilsuhót- eli á Ásbrú. „Færeyingar virðast koma til Íslands til að versla en Ís- lendingar til útlanda,“ segir hún og brosir. Spurð um hvað sé vinsælast hjá henni segir hún ekkert eitt vera það fram yfir annað. Síðar kápur yfir kjóla séu þó mjög vinsælar núna. „Buxur, toppar og allt svona sítt yfir annað, hvort sem það er yfir kjóla, buxur, pils. Allur gangur á öllu og þægileg tíska núna. Hver og einn getur skapað sinn stíl. Það er mjög þægilegt. En samt er tölu- vert um glimmer og glamúr, það er alltaf á þessum árstíma og mikið svart. Lurex-efni og pallíettur og svona glimmer.“ Mig vantar eitthvað! Jólaverslunin byrjaði að sögn Rúnu snemma og einnig er mikið að gerast hjá fólki í desember, margir á jólahlaðborðum og við alls kyns tilefni. „Oft er fólk á síðustu stundu en það er líka bara þannig og því fylgir skemmtilegt stemning líka. Allir eru velkomnir og vonandi verður skemmtileg stemning í Keflavík í desember. Ég held að fólk viti það alveg að það er ánægt með allt sem fæst og getur nálgast hér. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að geta reddað öllum ef eitthvað vantar. Fólk kemur meira hingað og segir: Mig vantar eitt- hvað! og það fær þjónustuna og er dressað upp. Það er öðruvísi í bænum, þar sem það þarf kannski að vaða búð úr búð í einhverju stressi,“ segir Rúna að lokum. ■■ Eigandi Gallerí Keflavík segir tískuna þægilega og er ánægð með sína viðskiptavini: Hver og einn skapar sinn stíl Ég er með marga fastakúnna og það er að aukast að fólk komi af höfuðborgar- svæðinu og geri sér ferð hingað ÓSKAST TIL LEIGU 5 manna fjölskylda óskar eftir íbúð um miðjan janúar ekki seinna en mánaðarmótin jan- feb 2015 í Reykjanesbæ-Garði eða Sandgerði. Uppl, í síma 780-6923 eða 421-2106 Róleg og traust fimmtug kona óskar eftir íbúð í Reykjanesbæ. Uppls í síma:8587002 Hanna. TIL LEIGU Laust til leigu 26fm upphitað bil/geymsla í Hvalvík4 Reykja- nesbæ. Hentar fyrir smárekstur 35.000 kr uppl: agustkr@ flugskoli.is s:8200521 ÞJÓNUSTA Tek að mér að stytta buxur, skipta um rennilása ofl. Vönduð vinnubrögð. Lína Björk, klæðskeri, Njarðvíkur- braut 14, 866 2361 e.kl 16. Opna á nýju ári bónstöð að Njarðarbraut 3h þann 10 janúar. það verður nýárs áskriftarpakki sem hljóðar upp alþrif á 12.000 kr og færð tvo þvotta fría með. Gildir Jan og feb, allir velkomnir S : 421-2410 & 891-9788 - smáauglýsingar Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is WWW.VF.IS Gott úrval skartgripa fyrir útskrift afmæli skírn brúðkaup jól og önnur tækifæri. Sérsmíðum einnig eftir þínu höfði. Opið hjá okkur kl. 10:00 - 18:00 virka daga. Kl. 10:00 - 16:00 laugardaga. Njarðvíkurbraut 9 sími 4211052 - Gsm 8234228. Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðventusamkoma 13. desember kl.17:00. Söngkonan Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, syngur. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sóknarprestur flytur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. Jólaball 21. desember kl. 11:00 Jólasveinn sem heima á í fjallinu Keili mætir og gefur börnunum eitthvað gott. Aðfangadagur. Jólavaka kl. 23:30 Helgileikur í umsjá fermingarbarna og í lokin munu allir tendra kertaljós þegar sungið verður „Heims um ból“. Jóladagur kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Nýársdagur kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Erla Ásgrímsdóttir, Óskar Ingi Gíslason, Svanfríður Þóra Gísladóttir, Þórhalla Gísladóttir, Karl Hólm Gíslason, Helgi Már Gíslason, Ingibjörg Erla Þórsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Hildigunnur Gísladóttir, Páll Sólberg Eggertsson, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,   Gísla Más Marinóssonar, Sólvallagötu 12, Keflavík, Ásgeir Svan Hjelm, Elínrós E Eiríksdóttir, Eiríkur Guðni Ásgeirsson, Ragnheiður Harðardóttir, Birgitta Bjargey Ásgeirsdóttir, Birgitta Ýr Jósefsdóttir, Og syskinabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, skilning og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar, bróður, unnusta og mágs, Halldórs Inga Ásgeirssonar, Sóltúni 4, Garði, Útför hefur farið fram í kyrrþey.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.