Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 26
26 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Hallbjörn Sæmundsson er mikill jólakarl. Hann býr við Túngötu í Keflavík og heim- ili hans er þekkt sem jólahús barnanna. Hann skreytir heimili sitt hátt og lágt bæði að innan og utan svo eftir er tekið. Engin breyting er á í ár, nema síður sé. Nú er kominn myndarleg dráttar- vél í innkeyrsluna að Túngötu 14 og situr jólasveinn við stýrið. Þegar tíðindamaður Víkurfrétta tók hús á Hallbirni var hann með hitablásara að huga að rafmagnstengingum. Hann segir veðrið síðustu daga og vikur hafa verið bölvanlegt fyrir jólaskreytingarnar. Mikil væta hefur farið illa í jólaljósin sem hafa verið að slá út og perur að springa. Í veðurofsanum sem gekk yfir bæinn um mánaðamótin stóð Hallbjörn í ströngu við að bjarga skrauti í skjól. Það tókst vel og hefur skrautið nú verið sett upp að nýju. Bílskúrinn að Túngötu 14 er reyndar troðfullur af skrauti þrátt fyrir að húsið sé skreytt frá jörðu og upp yfir þak. „Það má ekki vera of mikið skraut,“ segir Hallbjörn og brosir. Það vekur athygli að Hallbjörn hefur látið sér vaxa mikið skegg ■■ Tíðarfarið erfitt fyrir jólaskrautið við Jólahús barnanna: Með myndarlegt jóla- sveinaskegg að bjarga blautu jólaskrauti -viðtal pósturu hilmar@vf.is Hallbjörn Sæmundsson hefur látið sér vaxa myndarlegt skegg sem er hvítt og passar vel við rauðan búning jóla- sveinanna. Fallegt og jólalegt skraut við jólahús barnanna. Jólahús barnanna að Túngötu 14 í Keflavík. og með rauða húfu þá fellur hann í flokk með sveinunum þrettán úr fjöllunum. Það er reyndar spurning úr hvaða fjöllum þeir eru. Börnin í Grindavík segja einmitt jólasvein- ana eiga heima í Þorbirni meðan börnin í Vogum trúa því að jóla- sveinarnir búi í Keili. Hvar trúa börn í Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði. Hallbjörn segist hafa gaman af að klæða sig í rauða búninginn og dreymir um að fara niður Hafn- argötuna á dráttarvélinni klæddur í gervi jólasveinsins. Dráttarvélin er hins vegar ekki á skrá og því tekur Hallbjörn ekki áhættuna af þeim akstri. Jólahús barnanna er komið í fullan skrúða og snjór sem féll í lok síðustu viku setti extra jólaanda í skreytingarnar. Eins og undanfarin ár er stríður straumur fram hjá heimilinu enda hafa leikskólabörn gaman af að skoða jólaskrautið og marglitu perurnar. Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757 facebook.com/krummaskud Bollarnir með verkum eftir myndlistar- konuna Sveinbjörgu fást hjá okkur 2 í pk á kr. 5.990,- kr. 3.600,- stk. Thermo krúsir með loki (Til í mörgum litum) Krummabollar (Til í mörgum litum) Ný sending af vörum frá Sveinbjörgu Hafnargötu 35 - 230 Reykjanesbæ - Sími 421 5121. Opið mánudag - föstudag kl. 11:00 - 18:00. Laugardag kl. 12:00 - 16:00. Föndurvörur í úrvali

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.