Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 36
36 fimmtudagurinn 11. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu hilmar@vf.is Nú stendur yfir sérstæð sýn-ing í Kirkjulundi í Reykja- nesbæ þar sem gefur að líta safn jólakorta í 80 ár. Kortin voru í eigu Fjólu Sigur- björnsdóttur sem að sögn Gísla B. Gunnarssonar sonar hennar henti aldrei jólakortum sem hún og eiginmaður hennar Gunnar Sveinsson fengu en fyrir hver jól sendu þau hátt í 70 kort til vina og ættingja. Kortin söfnuðust upp í kössum, á geymslulofti, í skápum og komm- óðuskúffum og þegar móðir Gísla lést árið 2011 voru kortin orðin um 3.600 talsins. Móðir Gísla hafði haft orð á því fyrir nokkrum árum að gaman gæti verið að sýna kortin á Ljósa- nótt. Henni gafst ekki tími til þess en Gísli kom hugmyndinni í fram- kvæmd. Leitaði hann til Kefla- víkurkirkju og óskaði eftir því að setja sýninguna þar upp, vel var tekið í erindið og verður hægt að skoða brot af jólakortunum á að- ventunni í Kirkjulundi. Sýninguna tileinkar Gísli minningu móður sinnar. Fjóla, móðir Gísla, var fædd 6. febrúar árið 1930 og eru elstu kortin send til hennar á barnsaldri. Hún var næstyngst fimm systkina en ólst upp hjá Ragnheiði Jósefs- dóttur móðursystur sinni í Hlíð í Garðahverfi og manni hennar Gísla Guðjónssyni sem Gísli er nefndur eftir. Upphaflega var hún send í fóstur á Hlíð í nokkra mán- uði vegna veikinda móður hennar en hún ílengdist þar. „Þegar hún átti að fara heim þá vildi hún bara vera áfram og hún fékk það“, sagði Gísli. „Hún ólst upp í Hlíð en átti alla tíð í góðu sam- bandi við foreldra sína og systkini. Átti þarna tvær fjölskyldur eins og sjá má í gömlu afmæliskorti þar sem Ragnheiður skrifar: Hjartan- lega óska ég þér til hamingju með afmælisdaginn þinn Fjóla mín, frá mömmu í Hlíð. Svo eru þarna önnur kort frá foreldrum hennar og syskinum“. Ungur kaupfélagsstjóri á balli í Ungó Þegar Fjóla fer að vinna fyrir sér flytur hún til Reykjavíkur 17 ára og leigir þar ásamt vinkonum sínum. Hún vann m.a. í kexverksmiðjunni Esju í eigu hins fræga Sæmundar sem sparikexið er kennt við, og í Ölgerðinni Sanitas. Það var svo ör- lagaríkt kvöld þegar hún og vin- konur hennar ákváðu að skella sér á ball í Ungó í Keflavík. Þar var ungur kaupfélagsstjóri á balli og þau dönsuðu saman allt kvöldið og mæltu sér svo mót í Reykjavík helgina á eftir. Eftir það var ekki aftur snúið og Fjóla flutti búferlum til Keflavíkur en lengst af bjuggu þau hjónin á Brekkubraut 5 sem þau byggðu. Gísli er yngstur fimm barna Fjólu og Gunnars. Systkini hans eru Magnús, Ragnheiður, Sveinn, og Sigurbjörn. Magnús og Sveinn eru látnir. Að sögn Gísla var móðir hans mjög skipulögð og vildi hafa hlutina á hreinu. „Hún gat samt verið snögg að taka ákvarðanir og var ekkert að bíða með hlutina. Það gat tekið pabba þrjú ár að kaupa stól og svo loksins þegar hann lét verða af því þá var hann hundóánægður með hann. Mamma dreif hins vegar í hlutunum og framkvæmdi. Ég er eins og hún. Þegar ég tek eitthvað að mér vil ég bara klára það sem fyrst. Eins og með þetta verkefni, þá fór ég bara í það og vann þangað til ég var búinn. Ég lagði íbúðina undir þetta og tók svo lokahnykk- inn þegar ég ákvað að sýna hér í Kirkjulundi. Starfsfólkið í kirkj- unni tók vel í hugmyndina, þetta var samþykkt og nú er sýningin komin upp“. Móðir Gísla sá alfarið um jóla- kortin á heimilinu og hélt um þau á skipulegan hátt. „Hún skrifaði hjá sér nákvæmlega hverjir sendu kort, næsta ár var svo farið yfir hver sendi okkur kort og sent út samvæmt því. Þau voru bæði mjög félagslynd, við þekktum svo margt fólk bæði þar sem pabbi var kaupfélagsstjóri og mikið í fé- lagsmálum en hún líka. Pabbi er svo af stórri ætt og þekkir marga fyrir vestan sem skýrir af hverju þau sendu milli 60 og 70 jólakort um hver jól. Ég veit ekki hvort þetta var óalgengt á sínum tíma. Mamma lét pabba skrifa kort ef við- takendur voru háttsettir karlar eða menn sem tengdust vinnunni hans. Eðlilega lenti þessi vinna mikið á henni sem og undirbúningur fyrir jólin enda voru þau annasamur tími í Kaupfélaginu. Mamma var þá heimavinnandi en hún vann seinna hlutastarf í kaupfélaginu á Faxabraut, þegar við systkinin vorum öll flutt að heiman“. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Jólakort í 80 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.