Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 11.12.2014, Blaðsíða 37
37VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. desember 2014 Nú er ég búin með efri skáp- ana, nú er ég búin með neðri skápana Jólakortin voru opnuð jafnóðum og þau bárust og þá mátti að sögn Gísla heyra Fjólu segja „heyrðu já þessi, sendum við þessum? Þá þurfti að senda honum og athuga bókhaldið. „Mamma þreif allt hátt og lágt fyrir jólin og skipulagið var svipað og með jólakortin. Hún var byrjuð löngu fyrir jól og í dag skilur maður það ekki, að þrífa í mesta myrkrinu. Þá heyrðist í mömmu: „nú er ég búin með efri skápana, nú er ég búin með neðri skápana, nú er ég búin að fægja silfrið“. En sendir Gísli jólakort? „það hefur minnkað með árunum, í dag er ég hættur að senda jólakort. Ég var farinn að senda svo fá kort og fékk það á tilfinninguna að fólk væri að senda mér jólakort af því að ég væri að senda þeim. Þannig að fyrir einum eða tveimur árum hugsaði ég með mér: æ ég er ekkert að þessu. Ég sendi einstaka nem- endum sem ég kenni og þá sendi ég jólakort í póstkassann í skólanum“. Gísli hefur starfað sem kennari í Myllubakkaskóla í bráðum 10 ár. Hann er félagslyndur eins og for- eldrarnir, syngur í kór og tekur þátt í starfi leikfélagsins, nú síðast í revíunni Með ryk í auga eftir nokk- urt hlé. „Ég hélt að ég fengi þessa þörf að koma fram og halda tölur frá pabba en seinna fann ég það út að það er komið frá mömmu. Hún var hátt í áttrætt þegar hún stóð upp á Faxa fundi þegar konunum var boðið og flutti Gunnarshólma utan að. Elsta kortið frá 1931 Ekki var hægt að sýna öll kortin og því ákvað Gísli að setja þau niður í sex flokka. Þeir eru: jólasveinar, kirkjur, María og barnið, María og Jósef með barninu, englar og jóla- tré. Elsta kortið er frá 1933 og telja þau til dagsins í dag. Sjá má í kortunum að jólakveðjan hefur lítið breyst í tímans rás, þar má finna hina stöðluðu kveðju: “Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðið”. „Það sem mér finnst skemmtilegt við kortin er að maður sér að fyrst eru það bara hjón sem rita undir, næst eru það hjónin og eitt barn, þá þrjú eða fjögur og svo fækkar því aftur og kortin enda svo aftur á hjónunum einum“. Að sögn Gísla er hending ef tvö kort eru eins og finna má ótrúlega margar útgáfur þótt mörg kortin séu lík. Á yngri árum Fjólu prýða myndir af leikurum kortin s.s. Shirley Temple, Ingrid Bergman og fleiri þekktar kvikmyndastjörnur. Í safn- inu má finna bæði heimagerð kort og prentuð, fallegar teikningar og seinna ljósmyndir. Elsta jólakortið í safninu er frá árinu 1931 þótt ekki megi finna það í sýningunni núna. Í því er svohljóðandi ára- mótakveðja: „Sauðárkróki 1931. Elsku litla frænka mín! Guð gefi þér gott og gleðilegt nýtt ár. Þess biður þín frænka, Bubba”. Í safninu má jafnframt finna fá- gætan dýrgrip sem er jólakort hljómsveitarinnar Hljóma, með mynd af þeim félögum og eftir- farandi kveðju: Okkar beztu jóla- og nýársóskir. Þökkum liðin ár. Hljómar Keflavík og í kortinu eru áritanir þeirra. Kortið er komið til af því að Erlingur og kona hans leigðu í kjallaranum hjá for- eldrum Gísla á tímabilinu 1967 – 69. „Maður heyrði aðeins þegar Hljómar tóku létta æfingu í kjallar- anum“. Gísli segist alveg eiga efni í sýn- ingar næstu árin þar sem kortin eru mörg. „Ég gæti haft aðra flokka næst, t.d. heilan flokk frá Ísafirði eða verslun O Ellingsen. Ég ætlaði að hafa einn flokk kerti en það kemur kannski næst”. Við hvetjum sem flesta til þess að skoða sýningu Gísla í Kirkjulundi en hún verður opin á aðventunni og fram yfir áramót. ó – Jesúbarn, þú kemur nú í nótt, og nálægð þína ég í hjarta finn. Þú kemur enn, þú kemur undur- hljótt í kotin jafnt og hallir fer þú inn. J. J. SM Val á ljósahúsi Reykjanesbæjar 2014 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um ljósa-húsið hefst í dag, 11. desember kl. 18:00 og stendur til sunnudagsins 14. desember kl. 24:00. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á ljósahúsinu í ár eins og í fyrra. Jólanefnd hefur valið 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast hér og á vf.is. Bæjarbúar kjósa svo með netkosningu á vef Víkurfrétta. Hver og einn velur eitt hús. Niður- staða kosninganna verður kynnt mánudaginn 15. desember kl. 18:00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem fær flest atkvæði verður útnefnt ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá einnig viðurkenningu. Húsin sem eru tilnefnd í ár eru: Borgarvegur 20, Freyjuvellir 7, Heiðarból 19, Heiðarbrún 4, Melavegur 9, Miðgarður 2, Steinás 18, Túngata 14, Týsvellir 1 og Þverholt 18. Kjósið ljósahúsið á vf.is ÞÚ VELUR LJÓSAHÚS REYKJANESBÆJAR Heiðarból 19 í Keflavík. Melavegur 9 í Njarðvík. Heiðarbrún 4 í Keflavík. Týsvellir 1 í Keflavík. Steinás 18 í Njarðvík. Miðgarður 2 í Keflavík. Borgarvegur 20 í Njarðvík. Túngata 14 í Keflavík1. Þverholt 18 í Keflavík. Freyjuvellir 7 í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.