Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA -viðtal pósturu vf@vf.is Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki í ófærðinni og óveðrinu að undanförnu og líklega átta sig fáir á fórnunum sem fylgja þessu starfi. Víkurfréttir hittu tvo liðsmenn Björgunar- sveitarinnar Suðurnes, Bjarna Rúnar Rafnsson, varaformann og Sigríði Ölmu Ómarsdóttur. Þau veita lesendur örlitla innsýn í út á hvað þetta allt gengur, bæði fórnir og áföll en einnig gleðina fyrir það að koma að gagni. Framundan er árleg sala flugelda sem er stærsta og mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita. „Það skiptir okkur björgunarsveitarfólk miklu máli að fjölskyldan standi þétt við bakið á manni því vegna eðlis verkefnanna sem við getum lent í að taka að okkur. Sterkt bakland heima fyrir gerir mann að betri björgunarmanni,“ segir Bjarni Rúnar, sem er giftur og á fjögur börn, þar af þrjú með núverandi konu. Hann er slökkviliðs- og sjúkraflutingamaður að mennt og starfar sem slíkur hjá Brunavörnum Suðurnesja í fullu starfi. „Um er að ræða vaktavinnu og er hver vakt um 12 klukkustundir í senn. Það skiptir gríðarlegu að vinnuveitandi sé skilningsríkur og sveigjanlegur, ann- ars væri ekki hægt að bregðast við á öllum stundum líkt og við reynum alltaf að gera.“ Dags daglega starfar Bjarni Rúnar við neyðarþjónustu sem gerir það að verkum að það er ekki réttlætanlegt fyrir hann að hlaupa úr vinnu til þess að sinna útköllum hjá björg- unarsveitinni vegna þess að skylda hans sem slökkvi- liðs-og sjúkraflutningamaður vegur þyngra. „En þar sem þetta er vaktavinna þá gefur það mér tækifæri að sinna björgunarstörfum á mínum frítíma. Það að hafa starfað sem björgunarsveitarmaður í öll þessi ár finnst mér gera mig að betri slökkviliðs- og sjúkraflutningar- manni. Ég hef starfað í björgunarsveit frá því í janúar 1989 og var þá 17 ára gamall.“ Í sjálfheldu í Raufarhólshelli Bjarni Rúnar segist starfa í björgunarsveit vegna þess að um sé að ræða gefandi sjálfboðaliðastarf og spenn- andi og góðan félagsskap. „Það er mest gefandi að geta hjálpað náunganum í neyð. Erfiðast er þegar maður nær ekki að bjarga lífi fólks sem hefur lent í ógöngum. Ef ég á að rifja upp minnistætt atvik úr björgunar- sveitarstarfinu væri það þegar ég bjargaði, ásamt öðru björgunarsveitarfólki, fólki í sjálfsheldu í Raufarhóls- helli. Þetta var hópur jarðfræðinga sem hafði farið þangað inn. Ótal fleiri útköll koma upp í hugann sem erfitt er að velja úr hvort sem það var á sjó eða í landi og gengu út á að koma fólki til bjargar.“ Bjarni Rúnar segir mjög blandaða flóru af fólki sækja í slík störf en eigi sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða og hjálpa náunganum. „Það besta við félagsskapinn er þessa sterka liðsheild og samkenndin.“ Þéttur stuðningur fjölskyldunnar Sigríður Alma Ómarsdóttir er ein með tvö börn, Ómar Helga 6 ára og Bergþóru 10 ára. Alma starfar sem bíl- stjóri hjá Skólamat. Vegna eðlis starfsins er erfitt fyrir hana að komast frá vinnu. „En þau eru mjög liðleg og styðja vel við bakið á björgunarsveitinni, meðal annars láta þau okkur hafa mat fyrir hálendisvaktina, en við tökum viku vakt yfir sumarið. Fjölskyldan stendur einnig vel við bakið á mér ef á þarf að halda og krakk- arnir eru öllu vanir hvað þetta varðar og skilja mjög vel ef ég þarf að fara í útkall.“ Alma hefur einnig starfað í björgunarsveit frá 17 ára aldri, byrjaði sama ár og Bjarni Rúnar. „Mér finnst skipta máli að láta gott af mér leiða og getað hjálpað. Þetta er spennandi og gefandi starf og hefur kennt mér mikið. Mest gefandi er þegar maður hefur bjargað/aðstoðað einhvern og veit að þú hefur skipt máli. Erfiðast er þegar útköll eru þar sem að látinn einstaklingur kemur við sögu og erfið slys.“ Kona og ungabarn orðin köld í bíl Alma rifjar upp minnisstætt atvik þegar hún, ásamt hópi björgunarsveitarmanna, bjargaði nokkur hundruð manns af Reykjanesbrautinni í miklu óveðri fyrir nokkrum árum. „Ég var ásamt öðrum á einum af stóru bílum okkar og við ókum að einum bíl sem við vorum ekki viss um hvort að þar væri einhver í neyð. Við kíktum inn í bílinn og þar var kona með unga- barn en bíllinn hennar var búinn að drepa á sér og þau voru orðin verulega köld. Þegar ég fer svo út í búð og sé þau þá kemur þessi minning úr útkallinu alltaf upp í hugann,“ segir Alma og bætir við að í svona starf sækist mannskapur sem sannarlega vilji láta gott af sér leiða og að liðsheildin sé það besta við félagsskapinn. Þau Bjarni Rúnar og Alma segja flugeldasöluna sem framundan sé, vera þeirra stærsta fjáröflun. „Hún hjálpar okkur að halda áfram því starfi sem við sem við höfum sinnt. Þá getum haldið áfram að hjálpa al- menningi í neyð hvar sem er og hvenær sem er og á hvaða tíma sem er. Þessi stuðningur skiptir öllu máli við rekstur björgunarsveitanna á landinu,“ segja þau að lokum. ■■ Bjarni Rúnar og Alma eru reynslumikið björgunarsveitarfólk: Samkennd og sterk liðsheild Við kíktum inn í bílinn og þar var kona með ungabarn en bíllinn hennar var búinn að drepa á sér og þau voru orðin verulega köld Þegar maður eldist finnst manni tíminn líða hraðar og þetta heyrir maður jafnvel frá enn eldra fólki en sá sem hér skrifar. Margt hefur breyst á undanförnum árum og þá til batnaðar m.a. í margvíslegri tækni en líka í kröfum fólks, sem er kannski ekki alveg jafn mikið til góðs. Fólk í dag er mun kröfuharðara um flesta hluti en það var fyrir nokkrum árum og áratugum. Vonandi höfum við lært af bankahrun- inu því þá fóru margir fram úr sér. Nú í haust hefur umræða um meiri velmegun orðið háværari með meiri einkaneyslu og í því samhengi hafa margir sagt einhvern góðærisstíl vera að láta á sér kræla. Það er vissara að hafa hógværðina í huga nú þegar jólahátíð gengur í garð. Þegar við tölum um hógværð og síðan kröfur nútímamannsins er nokkuð ljóst að þar ber mikið á milli. Það má minna á að rauð jólaepli voru hjá mörgum í gamla daga vísun á að jólin væru komin. Það er nokkuð ljóst að fæstir myndu sætta sig við það í dag. Hér er ekki verið að mæta með neikvæðni því öll erum við sammála um að gera vel við okkur í mat og drykk og gefa gjafir. Hér er aðeins verið að snerpa á að það á að vera okkur eðlislægt að hugsa til þeirra sem minna mega sín nú þegar jólin er að koma. Í jólahugvekju séra Ólafs Odds Jónssonar heitins, sóknarprests í Keflavík, fyrir tuttugu árum síðan, segir hann frá því að Jesús hafi ekki fæðst í velsæld konungsfjölskyldu, heldur í fjárhúsjötu. Þar hafi birst heimur mennskunnar og Guðs blessað barn er hjarta þess. Hér að neðan er jólahugvekja Ólafs, svo góð að það er við hæfi að birta hana í heild: Ýmislegt kemur fram í hugann þegar við heyrum orðið aðventa. Að- ventukransar, jólaljós, óskalistar, gjafir og bakstur tilheyrir dögunum fyrir jólin. En hvað þýðir orðið aðventa? Það merkir koma, koma Jesú Krists. Í kristnum löndum hafa menn öldum saman undirbúið jólin á aðventu eða jólaföstu. Við hugleiðum boðskap biblíunnar um fæðingu Jesú. Við undirbúum jólin með því að lesa, syngja og ræða um fæðingu frelsarans. Í einum aðventusálmi segir: Ljómar nú jata lausnarans ljósið gefur oss nóttin hans. Ekkert myrkur það krefja kann, kristin trú býr við ljóma þann. Hann kom sem einn af okkur og birti mönnum kærleika guðs og fyrirgefningu og varð sönn fyrirmynd hins sanna lífs. Hann fæddist ekki í velsæld konungsfjölskyldu, eins og vitringarnir ætluðu í fyrstu, heldur í fjárhúsjötu. Þar birtist mönnum heimur mennskunnar og Guðs blessað barn er hjarta þess heims. Auglýsingar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi minna á að tíminn til að versla fyrir jól styttist óðum. Minnumst þess jafnframt að dögum til að láta gott af sér leiða fyrir jólahátíðina, fækkar einnig. Látum ekki okkar eftir liggja sem borgarar heimsins og þegnar þjóðar, sem sögð er hamingjusöm og trúhneigð, að rétta þjáðum bræðrum hjálpar- hönd. Þannig eigum við þátt í því að gera mannlegt líf mennskara. Kristur kom til þess og hann kemur enn í orði sínu og anda til að gera okkur rík í þekkingunni á kærleika Guðs og náð, þeim kærleika sem ætlaður er hverju mannsbarni. Hann kom til að vekja þá trú sem tendrast eins og ljós af ljósi. Gleðileg jól. Eru rauð jóla- epli jólin? -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.