Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 44
44 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu eythor@vf.is „Ég fór að skoða hvaða mögu- leikar væru í boði og miðaustur- lönd voru álitlegur kostur sökum góðviðris og betri launakjara en gengur og gerist annars staðar í heiminum,“ Einar segir að ferlið hafi gengið eins og oft vill verða þegar leitað er eftir nýju starfi. Maður þekkir mann og að lokum fór það svo að vinur Einars gaf honum samband við slökkviliðs- stjóra hjá Shell í Qatar. „Þetta ger- ist í september 2013 og í kjölfarið hófst eitt erfiðasta ráðningarferli sem ég hef upplifað, sem var við- tal eftir viðtal, læknisskoðanir og allskonar hindranir sem maður þurfti að komast yfir. Það var svo í desember sem ég fékk að vita að ég fengi stöðuna. Þetta gerðist því allt saman mjög hratt og í febrúar 2014 var ég fluttur út. Ég er mikill fjölskyldumaður og gat því ekki verið án fjölskyldunnar í allt of langan tíma. Þegar að ég sá fram á að þetta væri fjölskylduvænn staður fór ég á fullt í ferlið að fá þau út. Um miðjan júní vorum við svo sameinuð á ný,“ segir Suðurnesjamaðurinn Einar en Rúna Lís Emilsdóttir kona hans og Einar Aron sonur þeirra flutt- ust þá til Qatar. Erlent vinnuafl í meirihluta Landið Qatar saman stendur aðal- lega af einni stórri borg sem heitir Doha og nokkrum hverfum sem umliggja hana. Doha er uppfull af stórhýsum og glæsibílum líkt og úr einhverri bíómynd að sögn Einars. „Þar eru frábærar strendur og þar sem þetta er nú eyðimörk þá er fullt af sandi. Landið er ekki stórt eða með íbúafjölda upp á 2,1 milljónir. Þar af eru heimamenn einungis um 450 þúsund talsins. Annars er um að ræða svokallaða expats (erlent vinnuafl) sem búa og vinna í landinu. Uppbyggingu á þessu landi mætti líkja við tölvu- leikinn Sim City því hér rísa stór- hýsi og leikvangar á hverjum degi,“ segir Einar en sem dæmi má nefna að íbúum í landinu fjölgaði um heil fimm prósent í septembermánuði s.l.. Heimsmeistarakeppnin í fót- bolta verður svo haldin í landinu árið 2022 og því eru miklar fram- kvæmdir í gangi. Heimamenn góðir og gjafmildir Einar segist kunna vel við heima- menn sem séu gjafmildir góðhjart- aðir. „Qatarí, eins og þeir eru kallaðir hér, geta verið við fyrstu sýn frekar hrokafullir. Það er bara þeirra siður að vera í sínum Thobe (nokk- urskonar kufl) með sólgleraugu innandyra og líta á mann eins og maður sé nýbúinn með síðasta Rolo molann þeirra. Á þessum tíu mánuðum sem ég hef búið hér, hef ég ennþá ekki hitt heimabúa sem er annað en frábær. Þeir vilja allt fyrir mann gera. Þú skalt ekki dirfast að reyna borga nokkurn skapaðan hlut þegar farið er með Qatarí einhvert, það er óvirðing við þá. Heima á klakanum berjumst við öll við að enda ekki með reikning- inn í enda kvölds,“ segir Einar um heimamennina sem kallast Qatarí. Slökkviliðsmenn frá öllum heimshornum Einar starfar hjá stórfyrirtækinu Shell í stærstu eldsneytisvinnslu í heiminum. Um er að ræða svo- kallaða Gas To Liquid verksmiðju. Einar starfar í hóp sem kallast FIT, First Intervention Team, sem sjá um alhliða slökkvi- og björgunar- vinnu á vinnusvæðinu. Þannig geta slökkviliðsmennirnir fengist við allt frá eldsvoðum, eiturefnaútkalla, sigbjörgun til sjúkraflutninga. „Við erum að fást við margar gerðir af útköllum og er þetta rosalega gott í reynslubankann hjá manni,“ Einar byrjaði sem almennur slökkviliðs- maður en eftir sjö mánaða starf fékk hann stöðuhækkun og er núna svokallaður Leading firefig- hter, sem er eins konar hópstjóri á sinni vakt. Hann segir það frá- bæra reynslu að vinna með fólki frá öllum heimshornum, en í hans hóp er fólk frá 11 mismunandi löndum. Fjölskylduvæn menning Einar og fjölskylda kunna ákaf- lega vel við sig í Qatar og eru afar þakklát fyrir að fá gullið tækifæri til að kynnast heiminum og annarri menningum. Þegar Einar á svo frí nýtur hann lífsins með fjölskyld- unni. „Möguleikarnir eru enda- lausir hér í þessu magnaða landi. Við eigum 18 feta hraðbát ásamt vinafólki og það er ekki leiðin- Paradís við Persaflóa Slökkviliðsmaðurinn Einar Már og fjölskylda búa í smáríkinu Qatar í Mið-Austurlöndum. Slökkviliðsmaðurinn Einar Már Jóhannesson hefur ásamt fjölskyldu sinni komið sér vel fyrir í í Qatar, smáríki í Mið-Austurlöndum, sem er eitt efnaðasta land heims. Fjölskyldan upplifir þar framandi menningu og steikjandi hita sem Íslendingar eiga erfitt með að afbera. Einar segir að það hafi alltaf heillað hann að vinna erlendis en hann starfar nú hjá olíurisanum Shell. Eftir tíu ár í starfi slökkviliðsmanns á Íslandi langaði hann að öðlast frekari reynslu í starfi og ákvað að halda á vit ævintýranna við Persaflóa. Flatmagað í sundlauginni. Feðgarnir Einar Már og Einar Aron ásamt hundinum Loka, nýjasta fjölskyldumeðliminum. Einar ásamt Faisal vini sínum, þegar sá síðarnefndi hélt upp á afmæli sitt á glæsilegri snekkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.