Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 46
46 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -eldhús Laxatartar með ástríðualdinum - Bökuð hörpuskel með hráskinkuraspi - Óáfengt eplaglögg - Ásdís Jóhannesdóttir var búsett í Frakklandi í átta ár en hún er fædd og uppalin í Keflavík. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Tern Systems og er búsett í Reykjavík ásamt Benoit Branger, eigin- manni sínum og Jóhönnu Valdísi dóttur þeirra. Jól og áramót eru framundan og við fengum Ásdísi til að deila nokkrum hátíðlegum og huggulegum frönskum uppskriftum. Ásdís sem er mikil áhuga- manneskja um matargerð og heldur úti matarblogginu Gúrmandísir þar sem finna má matarupp- skriftir frá öllum heimshornum. Það á vel við en Ásdís er mikill flakkari sem þykir fátt skemmtilegra en að ferðast. Ásdís segir að hátíðamatseðilinn sé ekki ennþá ákveðinn hjá fjöl- skyldunni. Hann verði þó eflaust frönsk-íslensk blanda eins og flest á þeirra heimili. Ásdís segir að Íslendingar séu fastheldnir á sinn jólamat og hafi gjarna sama mat- inn ár eftir ár, á meðan Frakkar eru óhræddir við að breyta til. „Ég hugsa að við höfum ham- borgarhrygg í aðalrétt, en höfum máltíðina að öðru leyti með frönsku sniði. Það getur stundum verið erfitt að finna réttu hráefnin í franska matargerð hér á landi og það takmarkar mann aðeins. Ferðir á franska markaði fyrir jól eru ævintýralegar enda má þar finna allt á milli himins og jarðar. Tengdaforeldrar mínir halda upp á áramótin með okkur og þau koma eflaust með eitthvað matarkyns með sér, svosem geitaost úr þeirra heimabæ, sem í miklu uppáhaldi hjá mér og hann mun ég örugg- lega nota á gamlárskvöld. Jólin eru annars með frekar svipuðu sniði á Íslandi og í Frakklandi, þó þau séu öll einhvern veginn stærri og meiri hér heima,“ segir Ásdís. „Ég myndi segja að ég væri nokkuð dugleg í eldhúsinu. Ég legg áherslu á að við fjölskyldan borðum saman og að maturinn sé heimalagaður. Það tekur tíma en mér finnst þetta skemmtilegt þannig að ég verð þess ekki mikið vör,“ segir Ásdís. Hún skoðar heilmikið af matreiðslu- bókum og tímaritum. Henni finnst skemmtilegast að prófa nýjar upp- skriftir og því er yfirleitt eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum heima hjá henni. „Ég skipulegg mig vel, reyni alltaf að velja gæðahráefni og gæti þess að vanda innkaupin þannig að ekkert endi í ruslinu. Við fjölskyldan borðum heitan mat í hádeginu í vinnu og skóla og þar er iðulega kjöt eða fiskur á boð- stólnum. Á virkum kvöldum finnst mér því nóg að borða grænmetis- rétti og ég reyni að gera sem mest af því. Ég geri oftast eitthvað mjög einfalt eins og heimalagaða súpu, eggjaköku, salat og svo framvegis. Um helgar elda ég svo kjöt og fisk og við reynum þá að borða á franska vísu, þrí- eða fjórréttað. Mér finnst mjög gaman að sitja lengi til borðs og spjalla saman; þetta eru sann- kallaðar gæðastundir.“ Ásdís segir að dæmigerður franskur jólamatseðill sé afar fjölbreyttur og margir réttir bornir fram. „Með fordrykknum eru bornir fram smáréttir eins og litlar snittur með foie gras, einhvers konar pâté eða jafnvel reyktum laxi. Í forrétt gæti verið hörpuskel eða aðrir sjávarréttir, eða jafnvel sniglar. Aðalrétturinn er oft önd, kalkúnn, perluhænsni eða annað fuglakjöt en einnig villibráð svo sem héri, rándýr eða dádýr. Svo tekur vel útilátinn ostabakki við og loks er borinn fram jóladrumbur, sem er dæmigerður franskur jólaeftir- réttur. Í Suður-Frakklandi, þar sem við bjuggum lengst af, er sterk hefð fyrir því að bera á borð 13 jóla- eftirrétti þegar fólk kemur heim úr miðnæturmessu. Þeir tákna Jesú og postulana 12. Þetta eru oft þurrkaðir ávextir og hnetur, svo sem pistasíur, fíkjur, apríkósur, möndlur, döðlur og slíkt en líka núggat, mandarínur, perur og fleira. Jólahefðirnar eru því dálítið breytilegar eftir héruðum.“ Laxatartar með ástríðualdinum Í Frakklandi er laxatartar mjög vinsæll réttur og þessi útgáfa er skemmtilega exótísk. Laxinn þarf að sjálfsögðu að vera mjög ferskur og góður, enda er hann borðaður hrár. Eins þarf að kaupa ástríðu- aldinin tímanlega og leyfa þeim að þroskast við stofuhita þar til þau eru orðin vel krumpuð. Uppskriftin hentar vel fyrir fjóra í forrétt. Hráefni: 500 g ferskur lax 3 ástríðualdin 1/2 límóna 3 msk kaldpressuð jómfrúarólífuolía 1 msk dill 2 msk flatblaðasteinselja, fínt söxuð 1/2 msk engiferkrydd salt og pipar Aðferð: Skolið laxinn og þerrið. Gætið þess að hann sé beinlaus. Skerið laxinn í litla bita. Notið góðan hníf og hafið fiskinn vel kaldan þannig að það sé betra að skera hann. Hrærið saman aldinkjötinu, lím- ónusafa, rifnum límónuberki, ólífuolíu, dilli, steinselju og engifer. Saltið og piprið. Blandið laxabit- unum saman við. Leyfið þessu að standa í ísskáp í um klukkustund. Takið út úr ísskáp 5-10 mínútum áður en tartarinn er borinn fram. Mér finnst fallegt að setja dökkgrænt kál og sítrónusneið með á diskinn. Bökuð hörpuskel með hráskinkuraspi Frakkar borða gjarnan sjávarfang og fínni fisk á jólum og áramótum. Hörpuskel, ostrur, humar, krabba, skötusel og svo framvegis. Þessi for- réttur er svo fljótlegur að það er nánast með ólíkindum. Ég notaði stóra hörpuskel en það er smekksatriði. Uppskriftin hentar vel fyrir 4 í forrétt. Hráefni: 12-16 stórar hörpuskeljar 2 hráskinkusneiðar 2 hvítlauksrif 1 lítil lúka af flatblaðasteinselju 2 ristaðar brauðsneiðar smá smjörbiti salt og hvítur pipar ólífuolía Aðferð: Forhitið ofninn í 210°C. Dreypið ólífuolíu í eldfast mót og leggið skelj- arnar í mótið. Setjið hráskinku, hvítlauk, steinselju, brauð, smjör, salt og hvítan pipar í blandara og blandið nokkuð gróft saman þannig að úr verði einskonar raspur. Leggið smá rasp ofan á hverja skel og dreypið svo örlítilli ólífuolíu yfir. Bakið í ofni í 10-12 mínútur. Ásdís heldur úti matarblogginu Gúrmandísir (www.gurmandisir.blogspot.com). Nafnið gúrmandísir er íslenskun á franska orðinu gour- mandise í fleirtölu. Gourmandise þýðir græðgi. jólaveisla „a la“ Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.