Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 47
47VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 pósturu eythor@vf.is Óáfengt eplaglögg Glögg sem fjölskyldan getur notið saman í desemberkuldanum. Hráefni: 1 l hreinn eplasafi. Ég notaði hér lífrænan Chegworth Valley safa sem ég keypti í hverfisversluninni minni, Frú Laugu. 3 kanilstangir 5 negulnaglar 2 stjörnuanís 1 lífræn appelsína hnífsoddur af kanil, múskati, negul og engiferkryddi Aðferð: Börkurinn er r if inn gróft af appelsínunni og settur í pott ásamt eplasafa, kanilstöngum, neglunöglum og stjörnuanís. Suð- unni er leyft að koma upp og þá er lækkað undir og þessu leyft að malla varlega í 20 mínútur. Þá er kryddað með kanil, múskati, negul og engifer. Safinn er svo síaður og borinn með fram appelsínusneið og svo er gaman að leyfa kanilstöng og stjörnuanís að fljóta með upp á stemmninguna. Franskar makkarónur Það er svo hátíðlegt að bera franskar makkarónur fram með kampavíninu á áramótum. Hrein dásemd. Hráefni: 200 g möndlumjöl (Ég reyni að finna hvítt möndlumjöl af afhýddum möndlum. Það er líka mjög gott að setja möndlumjölið í blandarann til að það sé eins fínt og hægt er.) 200 g flórsykur 5 cl vatn 200 g sykur 2x75 g eggjahvítur (við stofuhita) matarlitur að eigin vali Í fyllinguna notaði ég tilbúið núgat og súkkulaðikrem í sprautupoka frá Odense marsipan. Það þarf 2 poka í þessa uppskrift. Aðferð: Hitið ofninn í 170° g. Það er mjög gott að setja möndl- umjölið og flórsykurinn í blandarann í 30 sekúndur til að hafa þetta eins og fínt og mögulegt er. Útbúið ítalskan marengs: 1/ Útbúið síróp: Setjið vatn og sykur í pott og hitið við meðalhita. Notið hitamæli til að fylgjast með hita- stiginu. 2/ Setjið 75 g af eggjahvítum í matvinnsluvél. Þegar hitastigið á sírópinu er 114°C er matvinnsluvélin sett á fullan hraða til að stífþeyta eggjahvíturnar. Þegar hitastigið á sírópinu hefur náð 118°C, er hraði mat- vinnsluvélarinnar minnkaður og sírópinu hellt varlega saman við í mjórri bunu. Matarlit er bætt út í og hrað- inn aukinn til að kæla marengsinn og þar til hann er glansandi og sléttur. Athugið hitastigið með fingrunum. Marengsinn á að vera örlítið heitur viðkomu. Útbúið möndlumassa: Takið fram aðra skál. Blandið saman 75 g af eggja- hvítum, möndlumjöli og flórsykri með sleif. Úr þessu á að koma frekar þéttur möndlumassi, eins og marsipan. Útbúið makkarónurnar: Takið ítalska marengsinn úr matvinnsluvélinni og byrjið á því að hræra smávegis af honum saman við möndlumassann. Bætið svo öllum marengsnum saman við, hrærið vel en varlega og þar til komin er einsleit, hálfblaut blanda. Setjið deigið í sprautupoka. Notið sléttan 8 mm spraut- ustút. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu eða notið þar til gerðan silikondúk fyrir makkarónur. Sprautið litlar kúlur með reglulegu millibili á dúkinn eða pappírinn. Þegar því er lokið þarf að slá með nokkrum krafti undir plötuna þannig að deigið fletjist örlítið út og yfirborðið sléttist. Svo fer þetta inn í miðjan ofn í um 12 mínútur. Makkarónurnar þurfa að kólna alveg áður en kremið er sett á. Kremið frá Odense Marsipan kemur í sprautu- poka sem er mjög hentugt. Sprautið á makkarónu og þrýstið svo annarri makkarónu saman við. Kremið þarf að ná alveg út að jaðri. Ásdís var búsett í Frakklandi í átta ár. Í S-Frakklandi er sterk hefð fyrir því að bera á borð 13 jólaeftirrétti þegar fólk kemur heim úr miðnæturmessu. Þeir tákna Jesú og postulana 12. Þetta eru oft þurrkaðir ávextir og hnetur, svo sem pistasíur, fíkjur, apríkósur, möndlur, döðlur og slíkt en líka núgat, mandarínur, perur og fleira. Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári. Opnunartíminn yfir hátíðarnar: Virkadaga kl. 7:00 - 18:00. Laugardaga kl. 8:00 - 16:00 og sunnudaga kl. 9:00 - 16:00. Þorláksmessa  kl. 7:00 - 18:00. Aðfangadagur jóla kl. 7:00 - 13:00 . Lokað verður jóladag og annan í jólum. Óska öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra hátíðar og velferðar á nýju ári. Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is Sporthúsið óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Tökum vel á móti ykkur á nýju ári með troðfullri æfingartöflu og stemningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.