Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 52

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 52
52 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -mannlíf pósturu vf@vf.is Jólapeysu- og jólafatadagar Fjölmargir hafa látið sjá sig í skrautlegum jólapeysum nú í desember. Þannig hitt- ust starfsmenn á fjórðu hæð- inni í Krossmóa á dögunum og fengu tekna af sér mynd þar sem allir klæddust jóla- peysu eða voru með jólabindi. Starfsmenn Keilis héldu sinni jólapeysudag nýverið og þá var mikið jólastuð hjá starfs- mönnum Sýslumanns í Kefla- vík þegar þar var haldinn „jólafatadagur“. Meðfylgj- andi myndir voru teknar við þessi tækifæri. SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Iðngarða 21 | 250 Garði | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 422 7103 ATVINNA SI raflagnir ehf. auglýsa eftir rafvirkjum til starfa, næg verkefni framundan. Upplýsingar gefa Ólafur, s: 898 8061, Elías, s: 899 8061, Sigurður, s:  892-9812 - jólaspurningar Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Já, við höldum „litlu jólin“ og borðum þá saman, færum gjafir og njótum sam- verunnar á ýmsan hátt. Auk þess hitt- umst við eina kvöldstund og búum til eitthvað fallegt fyrir jólin. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Jólahefðir eru mjög sterkar hér á landi og þó þær séu misjafnar frá einni fjöl- skyldu til annarrar þá eru þær keim- líkar. Aðventan er upphaf jólahátíðar- innar og það finnst mér yndislegur tími. Þá byrjum við í minni fjölskyldu að setja upp jólaljós og fjölga kertum, og gera ýmislegt annað hefðbundið eins og t.d. að baka smákökur og fara á jóla- tónleika sem mér finnst alveg ómiss- andi þáttur í aðdraganda jóla. Hver er besta jólamyndin? Ætli það sé ekki „The Polar Express“ sem ég hef margoft horft á með dóttur- sonum mínum og okkur finnst hún ævintýraleg og falleg. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Við tendrun jólaljósanna á jólatrénu hér í Sandgerði þann 3. desember voru ýmis gömul og góð lög sem komu mér í jólaskap. Það voru lög eins og „Jóla- sveinar einn og átta“, „Nú er Gunna á nýju skónum“ og „Jólasveinar ganga um gólf “. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Það er margt sem ég geri alltaf þó ég sé ekkert sérstaklega vanaföst. Ég á t.d. erfitt með að leggja þann sið af að skrifa jólakort og senda þess í stað rafræn. Hef prófað það en fannst þá eitthvað vanta svo ég helda bara áfram að skrifa á jóla- kort og senda þau í pósti. Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Aðfangadagur er ljúfur og rólegur, ég nýt þess að stússast í eldhúsinu, fara með pakka til systkina minna eða fá þau í heimsókn. Svo á góð vinkona mín afmæli á aðfangadag og hjá henni er alltaf opið hús í hádeginu og stundum lít ég við. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Satt best að segja kemur ekkert ákveðið upp í hugann, en mér finnst alveg nauð- synlegt að fá eins og eina bók. Hvað er í matinn á aðfangadag? Núna verða rjúpur í matinn á aðfanga- dagskvöld. Rjúpurnar og allt sem þeim fylgir gera jólin enn hátíðlegri og við erum svo heppin að fá rjúpur annað árið í röð frá gömlum bekkjarfélaga mínum að austan. Eftirminnilegustu jólin? Það eru mörg jól sem eru mér eftir- minnileg frá því ég var barn, jólin með fyrsta barnabarninu, jól í Jerúsalem sem þrátt fyrir allt voru svo miklu minna „jólaleg“ en við eigum að venjast hér heima. Hvað langar þig í jólagjöf? Bók. Borðar þú skötu? Já, ég borða skötu en get ekki sagt að ég hafi sérstakt dálæti á henni. Borða hana í mesta lagi einu sinni á ári og þá bara svona til að vera með. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Það eru engar fastar hefðir á Þorláks- messu, dagurinn fer oft í að klára inn- kaup, undirbúa mat, skúra, skreyta jóla- tréð, og hitta vini eða fjölskyldu. ■■ Sigrún bæjarstjóri í Sandgerði verður með rjúpur í jólamatinn Nýtur þess að stússast í eldhúsinu Á bæjarskrifstofunni í Sandgerði eru haldin litlu jól hjá starfsmönnum. Sigrún bæjarstjóri horfir á kvikmyndina Polar Express og hlustar á gömul íslensk jólakvæði til þess að komast í jólaskapið. Sigrún notar Þorláksmessu til þess að klára innkaup, undirbúa mat, þrífa, skreyta jólatréð, og hitta vini eða fjöl- skyldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.