Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 60
60 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -eldhús pósturu eythor@vf.is Jóhann segir að þegar jólin eru haldin hjá tengdaforeldrum sínum, sé jafnan léttreyktur ham- borgarhryggur í matinn sem Jóhann fær að matreiða. „Hjá foreldrum mínum er það svo annað mál. Ég, bróðir minn og pabbi erum allir matreiðslumenn og erum vanalega komnir með nóg af matargerð á aðfangadag,“ segir Jóhann en hann segir það ansi misjafnt hvað boðið sé upp á á þeim degi og nánast aldrei um hefðbundinn jólamat að ræða. „Á jóladag er svo alltaf hangikjöt og kalkúnn á gamlársdag.“ Þegar kemur að jólamatnum í Nor- egi þá segist Jóhann vera hrifinn af svokölluðu pinnekjöti, sem er söltuð þurrkuð lambasíða sem skorin er í sneiðar og borin fram með rófustöppu, kartöflum, jóla- pylsum og pinnefitu. - hátíðarmatseðill Jóhanns Reynissonar matreiðslumanns í Noregi Keflvíkingurinn Jóhann Reynisson starfar sem kokkur fyrir hótelkeðjuna Scandic í borginni Molde í Noregi þar sem hann hefur búið undanfarin sex ár. Jóhann var á dögunum valinn sendiherra franskrar matargerðar í Skandinavíu, en hann hefur verið að gera það gott í heimi matreiðslunnar að undanförnu. Við fengum Jóhann til þess að hrista fram glæsilegan jólamatseðil sem hann deilir hér með lesendum. Hægeldaður hjörtur og önd Hægelduð önd Innihald 2stk andarbringa Salt og pipar Aðferð Skerið tígla í fituna á bringuni og steikið með fituna niður á volgri pönnu, þangað til að bringan er vel brún. Setjið svo í ofn á 56°C þangað til að bringan verður 56°C í kjarn- hita, notið kjötmæli til að mæla hitann. Blómkálsmauk Innihald ½ stk blómkálshöfuð, skorið í bita 2dl rjómi 1stk vanillustöng 1tsk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Settu blómkál, rjóma og vanillustöng sem búið er að skera endilanga í pott og sjóðið við vægan hita í 5-7 mínútur, eða þar til blóm- kálið er mauksoðið. Taktu þá vanillustöngina úr pottinum og maukaðu afganginn í mat- vinnsluvél. Smakkaðu til með salti, pipar og sítrónusafa. Kældu í kæli. Fíkju kompott Innihald 200gr fíkjur, þurrkaðar 200gr laukur 50gr smjör 2msk brún sykur 1dl balsamik edik Stjörnuanís Aðferð Bræðið smjör og sykur saman í potti, setjið stjörnuanís og fíkjunar saman við og leyfið að sjóða rólega í 10 til 15 mínútur. Takið stjörnuanísinn úr og maukið fíkjurnar. Hægeldað hjartafile Innihald 800gr hjartafile 1msk maldon salt 1msk svört piparkorn, mulin 1msk timjan og rósmarín Aðferð Snyrtið file og kryddið, brúnið á pönnu og klárið á lágum hita í ofni þangað til að kjötið nær 56°C í kjarnhita. Passið að leyfa kjötinu að hvíla sig í 5 mínútur áður en það er skorið svo að safinn í kjötinu haldist inn. Grænmeti Innihald 150gr rófa í teningum 150gr steinseljurót í teningum 100gr rósakál, léttsoðið og skorið í tvennt 150gr beikon í teningum Aðferð Skerið grænmetið í teninga og skerið rósakálið í tvennt, steikið beikonið fyrst á pönnu upp úr smjöri, bætið svo restinni út í og kryddið með salti og pipar Gulrótamauk Innihald 200gr gulrætur 1/2búnt estragon 2dl rjómi 1dl mjólk 2msk smjör Aðferð Afhýðið og skerið gulrætunar í stóra bita. Sjóðið gulræturnar í potti með rjóma og mjólk. Sigtið og geymið vökvan. Maukið gul- ræturnar í matvinnsluvél og bætið estragoni út í með vélina stillta á mesta hraða. Bætið mjólkurvökvanum út í. Magnið fer eftir því hvað þið viljið hafa maukið þykkt. Bætið smjöri saman við og kryddið með salti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.