Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 75

Víkurfréttir - 18.12.2014, Blaðsíða 75
75VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 Fer í ræktina á aðfangadag Sandgerðingurinn Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, oftast kall- aður Fannar, bregður sér yfirleitt i ræktina á aðfangadag. Fannar sem er kokkur á netabátnum Erling KE, verður að fá að finna lyktina af skötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir að borða hana ekki sjálfur. Hann verður virkilega sáttur ef hann fær bók í jólagjöf. ■■ Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson: Hver er besta jólamyndin? Það er ekki hægt að halda jól án þess að horfa á Die Hard 1. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? „Þegar jólin koma“ með Á móti sól kemur mér alltaf í jólaskap, Svo eru líka lög eins og „Komdu um jólin“ með Gunnari Ólafssyni og „Ef ég nenni“ með Helga Björns. Svo er lagið „Hvít Jól“ í flutningi Klass- art systkinanna Smára og Fríðu að koma sterkt inn þessi jól. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf í alltaf í ræktina á að- fangadag og svo eru næstu dagar undirlagðir af matarboðum hjá ömmum og öfum og foreldrum og má maður helst ekki missa af neinu þeirra. Annars verða þetta fystu jólin sem ég held heima með unn- ustu minni og sonum, svo það er kominn tími á að byrja okkar eigin og nýjar hefðir. Hvernig er dæmigerður aðfanga- dagur hjá þér? Þegar við vöknum þá kíkja allir fjölskyldumeðlimir út í glugga og athuga hvað Kertasníkir hafi fært þeim í skóinn. Því næst er farið í ræktina og eftir hana eru jólakortin borin út í hús. Svo er bara slappað af og farið í jóla- baðið, krakkarnir opna einn pakka kl. 6 áður en það er borðað. Eftir matinn er klárað að opna pakkana og svo kíkt í kaffi annað hvort hjá mömmu eða tengda mömmu Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þríhjólið sem ég fékk þegar ég var ekki nema c.a. 3 eða 4 ára, Að fá pakka sem var stærri en ég sjálfur hverfur ekki úr minni mér. Líklega finnst mér ég bara muna eftir þessu útaf myndum sem voru teknar. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur með brún- uðum kartöflum, eplasalati og jóla sveppa sósunni hennar mömmu, það er mjóg mikilvægt að hafa réttu sósuna. Herlegheitunum er svo skolað með blöndu af malt og appelsín. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 2011 þegar eldri guttinn minn fór að fatta allt þetta jóla stúss og öll jól eftir það, að eignast barn breytir alveg jólunum fyrir manni, að fá að fylgjast með gleði litlu krílana og verður þetta bara skemmtilegra með hverju ári Hvað langar þig í jólagjöf? Ég verð mjög ánægður ef ég fæ góða bók til að lesa, þá eru spennu- eða ævintýra bækur efst á óska list- anum (smá hint til fjölskyldunar þá voru bæði Stefán Máni og Arn- aldur að gefa út bækur) Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Nei ég borða ekki skötu og mun líklega ekki gera það úr þessu en ég verð að fá að finna lyktina á þor- láksmessu og fer því heim til pabba þar sem hann býður ættingjum og vinum í skötu. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI Bílaver ÁK óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla WWW.SHIPOHOJ.IS ALLT SEM ÞARF FYRIR JÓLIN HJÁ OKKUR JÓLAHUMARINN, HUMARSÚPAN GÓÐA, SKATA OG SALTFISKUR. JÓLASÍLDIN, LAX, ÍSLENSKT HREINDÝRAKJÖT FERSKT OG GRAFIÐ, NAUTARIBEYE, NAUTALUNDIR OG MARGT FL. KÍKIÐ VIÐ ÓSKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM GLEÐILEGRA JÓLA OG ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA   Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ að fá Skyrgám í heimsókn á Þorláksmessu niður í bæ. Hann og bræður hans munu gefa börnunum nammipoka og með jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda uppi fjöri og jólastemmningu rétt áður en jólin ganga í garð. Opið í verslunum 18., 19., 20., 21. og 22. desember til kl. 22:00, Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00. Gleðileg jól í Betri bæ Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru: Skyrgámur og félagar hans mæta á Hafnargötuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.