Víkurfréttir - 27.10.2016, Side 2
2 fimmtudagur 27. október 2016VÍKURFRÉTTIR
Kostnaður við lagningu Suðurnes-
jalínu 2 sem jarðstrengs er töluvert
hærri en sem loftlínu, samkvæmt ný-
legri skýrslu Landsnets þar sem bornir
eru saman þrír valkostir; jarðstrengur
samhliða þeim háspennulínum sem
fyrir eru, jarðstrengur að mestu með-
fram Reykjanesbraut og loftlína sem
liggur meðfram Suðurnesjalínu 1.
Í skýrslunni eru möguleikarnir bornir
saman á ýmsan hátt, þar á meðal
kostnaður við framkvæmdina sem
nær frá Hrauntungum í Hafnarfirði
að Rauðamel. Niðurstaðan er sú að
stofnkostnaður við jarðstreng með-
fram Suðurnesjalínu 1 er metinn um
3,5 milljarðar króna, 3,7 milljarðar við
jarðstreng meðfram Reykjanesbraut
og 1,7 milljarðar við loftlínu. Í skýrsl-
unni segir að allar tölur um kostnað
séu nokkurri óvissu undirorpnar en
að meiri reynsla sé komin af byggingu
loftlína en lagningu jarðstrengja og
tölur um kostnað við þær því áreiðan-
legri. Varfærið mat gerir ráð fyrir því
að loftlínurnar endist í 60 ár. Almennt
mæla framleiðendur jarðstrengja með
því að gert sé ráð fyrir að þeir endist
í 40 ár.
Í áætlunum sínum hefur Landsnet
gert ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 verði
loftlína við hlið þeirrar eldri, Suður-
nesjalínu 1. Ekki fékkst samþykki allra
landeigenda á Vatnsleysuströnd fyrir
lagningu loftlínunnar og hafa áætlanir
um framkvæmdina verið umdeildar
og öll skref í ferlinu verið kærð, annað
hvort til dómsstóla eða úrskurðar-
nefnda. Nú síðast féll dómur í Hæsta-
rétti þann 13. október þar sem ógild
var ákvörðun Orkustofnunar um að
veita Landsneti leyfi til að reisa og reka
Suðurnesjalínu 2.
Út frá tölfræði um truflanir í rekstri
jarðstrengja er líklegt að yfir 40 ára
tímabil gætu orðið 3 til 4 bilanir og
samtals gæti jarðstrengur verið úr
rekstri í um 1.200 klukkustundir eða
í um tvo mánuði. Í skýrslunni segir að
verulegur kostnaður verði af bilunum
af þessari stærðargráðu og því mikil-
vægt að til staðar sé önnur raflína til
að minnka áhrif þeirra. Þá kemur
fram að líklegt sé talið að yfir 40 ára
tímabil gætu orðið fjórar til fimm bil-
anir á loftlínu og að hún gæti verið úr
rekstri í tæpan sólarhring.
Raforkuspá fyrir Suðurnesin gerir ráð
fyrir að álag aukist um 100 prósent
frá árinu 2014 til 2050. Í skýrslunni
kemur fram að á Suðurnesjum þurfi
Landsnet að bregðast við nokkrum
áformum stjórnvalda og sjá til þess að
flutningskerfi raforku hafi flutnings-
getu í samræmi við áætlanir. Meðal
þessarra áætlana eru kísilver Thorsil
og stækkun á kísilveri United Silicon.
Þá kunna stór gagnaver að bætast við.
Skýrsluna má nálgast á vef Landsnets.
Viðurkennt gúmmíkurl er komið á
sparkvelli í Grindavík sem áður voru
með úrgangsdekkjakurli sem læknar
höfðu varað við.
Í Grindavík voru tveir sparkvellir með
úrgangsdekkjakurli sem læknar hafa
varað við, annar völlurinn er frá árinu
2006 og hinn 2010. Grindavíkurbær
ákvað við gerð fjárhagsáætlunar í
fyrra að vera til fyrirmyndar og leyfa
börnunum að njóta vafans og skipta
gúmmíkurlinu út í ár, sem er í sam-
ræmi við beiðni stjórnar Heimilis og
skóla og ályktun umboðsmanns barna
og Læknafélags Íslands.
Í sumar var skipt bæði um gervigras
og gúmmíkurl á eldri vellinum. Á
nýrri vellinum var dekkjakurlið ryk-
sugað burt og gúmmí af viðurkenndri
gerð sett í staðinn, þ.e. ljóst að lit og
án efna sem teljast skaðleg heilsu eða
mengandi. Er það í samræmi við sam-
þykkt stjórnar KSÍ frá því í fyrrahaust.
Frístunda- og menningarnefnd
Grindavíkur fagnar því að börnin í
Grindavík hafi fengið að njóta vafans,
segir í gögnum nefndarinnar frá síð-
asta fundi hennar.
Samsung Galaxy Note 7
bannaður í ferðum frá Keflavík
■ Íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hafa bætt sér í hóp fjölda
flugfélaga sem banna farþegum sínum að koma með Samsung Galaxy
Note 7 síma um borð véla sinna, hvort sem farþeginn er með símann á sér,
í handfarangri eða tösku sem sett er í farangursrými.
RÚV vitnar í heimasíðu Icelandair, sem segir á heimasíðu sinni að þeim sem
reyni vísvitandi að ferðast með slíka síma til Bandaríkjanna og Kanada verði
vísað frá borði.
Áætla að kostnaður við jarð-
streng sé meiri en við loftlínu
●● Landsnet●hefur●borið●saman●þrjá●kosti●Suðurnesjalínu●2
Tvær til fjórar vikur getur
tekið að bíða eftir bókuðum
tíma hjá lækni á dagtíma á
Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja í Reykjanesbæ þegar
álagið er hvað mest. Um
þessar mundir er biðtíminn
um tvær vikur en eftir síma-
tíma ein vika. Að sögn Hall-
dórs Jónssonar, forstjóra
HSS, er biðtíminn tölu-
vert breytilegur og fer eftir
því hvernig mönnun er á
hverjum tíma og eftirspurn
eftir þjónustu. Biðtíminn var
stuttur síðasta sumar á HSS í Reykja-
nesbæ og er almennt stuttur í Grinda-
vík.
Halldór segir haustin yfirleitt vera
álagstíma á HSS. „Um mánaðamótin
ágúst/september hættir sumarstarfs-
fólk, þar á meðal læknar og lækna-
nemar, sem leiðir af sér einhverja
fækkun. Auk þess eru alltaf einhverjar
hreyfingar á læknum og/eða lengri
leyfi. Þannig hefur það verið og því
færri læknar við störf en verið hefur.
Almennur skortur er á læknum og
framboð því minna en eftirspurn,“
segir Halldór. Þá þurfa sérnámslæknar
á HSS að taka hluta af sínu námi á
Landspítala og eru því fjarverandi frá
námi og störfum á HSS þann tíma.
Það á við um einn sérnámslækni á
HSS um þessar mundir.
Boðið er upp á tíu mínútna
hraðtíma á dagtíma á HSS í
Reykjanesbæ sem bókað er
í samdægurs. Að sögn Hall-
dórs eru þeir tímar í boði
flesta virka daga ársins. Þá
er síðdegisvakt á virkum
dögum og um helgar en þar
er gert ráð fyrir um það bil
tíu mínútna tímum sem ekki
er bókað í fyrirfram. Þeir
tímar kosta 1.900 krónum
meira en bókaður tími, sé
miðað við almennt verð.
Auk þess að bjóða upp á heilbrigðis-
þjónustu í Reykjanesbæ og Grinda-
vík er opið einu sinni í viku hjá HSS í
Vogum. Að þjónustu HSS koma ýmsar
fagstéttir, svo sem læknar, hjúkrunar-
fræðingar, ljósmæður, sálfræðingar,
sjúkraliðar, geislafræðingar, lífeinda-
fræðingar og fleiri. Bráðamóttaka á
HSS Reykjanesbæ er opin alla daga
fyrir bráðatilfelli. Halldór segir alltaf
verið að leita leiða til að tryggja næga
mönnun og styrkja þannig þjónust-
una. „Það er hins vegar verkefni sem
á sér engan endi og viðleitni okkar og
vinna heldur því áfram með það að
leiðarljósi að styrkja og bæta þjónustu
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við
íbúa svæðisins.“
Tveggja til fjögurra vikna
bið eftir tíma hjá lækni
●● Haustin●alltaf●álagstími●hjá●HSS
●● Biðtími●eftir●símatíma●er●ein●vika
Halldór Jónsson,
forstjóri HSS.
Börnin fengu að njóta vafans
●● viðurkennt●gúmmíkurl●í●stað●úrgangsdekkjakurls●á●gervigrasvelli
VIÐREISN | www.vidreisn.is
Viðreisn á Kjördag
Kosningavaka Viðreisnar verður á Ránni í Reykjanesbæ
Kaffi og kökur verða frá 14-17
Kosningavaka byrjar kl 21:00
Frambjóðendur verða á staðnum
Allir velkomnir
- fyrir frjálslynt fólk
Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu og ábyrgðarmiklu
starfsfólki á járnaverkstæði ÍAV upp á Ásbrú.
Óskað er eftir járn- og málmiðnarmönnum jafnt sem vönum
starfskröftum með eða án réttinda.
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf í þjónustu-,
viðhalds- og nýframkvæmdum á Suðurnesjum og Flugstöð Leifs
Eiríkssonar.
Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson
í síma 617 8943 eða í tölvupósti
einar.ragnarsson@iav.is
ATVINNA