Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2016, Síða 18

Víkurfréttir - 27.10.2016, Síða 18
18 fimmtudagur 27. október 2016VÍKURFRÉTTIR Hrekkjavakan er á næsta leiti, eða 31. október, og ekki seinna vænna að fara að huga að skreytingum og ógnvekjandi búningum. Undanfarin ár hefur þessi bandaríski siður notið vaxandi vinsælda á Íslandi og hafa nokkur hverfi á Suðurnesjum gert „grikk eða gott“ að árlegum sið. Þá skreyta þeir sem vilja taka þátt innganginn með logandi kertaljósum, oft í útskornum graskerjum og öðru draugalegu skrauti og börnin ganga í hús, bjóða grikk eða gott og fá sælgæti eða annars konar góðgæti. María Sigurðardóttir, íbúi í Heiðarhverfinu í Reykjanesbæ, segir þetta mikla fjölskylduskemmtun og vonar að sem flestir taki þátt og sleppi sínu innra barni lausu í skreyt- ingum og gleði. „Það hefur lengi blundað vilji hjá okkur vinkonunum að halda Hrekkja- vöku í hverfinu okkar en einhvern veginn varð ekkert úr því. Það var ekki fyrr en vinkona okkar, hún Svava Ósk, flutti í hverfið til okkar úr Innri Njarð- vík að hugmyndin varð að veruleika. Þessi hátíð hefur verið haldin í Innri Njarðvík í nokkur ár með mikilli þátttöku og kátínu á meðal barnanna. Við vin- konurnar höfum verið að fara til þeirra eða upp á Ásbrú með börnin okkar til að taka þátt í þessari gleði. En svo ákváðum við Svava og Þóra Kristín að hittast og skipuleggja svona við- burð í Heiðarhverfinu. Eftir að við b j u g g u m til viðburðinn og settum hann á Fa- cebook þá hefur mikil umræða farið af stað í kringum okkur. Til mikillar ánægju þá er þáttakan svakalega góð og tala margir um að skreyta heimilin sín, halda hrekkjavö- kupartý og klæða sig upp í tilefni dagsins. Við vonum bara að sem flestir taki þátt og sleppi sínu innra barni lausu í skreyt- ingum og gleði,“ segir María. Hvað finnst þínum börnum um Hrekkjavökuna? „Það er mikil gleði á heimilum okkar vinkvennanna. Það eru allir þátttak- endur í gleðinni, ungir sem aldnir. Hér er legið á Pinterest að skoða skreytingar, góðgæti, búninga og farðanir. Þetta er mikil fjölskyldu- skemmtun. Enda var það tilgangurinn með þessum viðburði, að útbúa góða fjölskylduskemmtun,“ segir María að lokum. Glæpasögur og góðir höfundar ■ Glæpasagnavika stendur nú yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar. Glæpa- sögum verður gert hátt undir höfði þessa daga, glæpagetraun verður á safninu og verður safnið að einum allsherjar glæpavettvangi. Í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. október, klukkan 20.00 koma glæpsam- lega góðir gestir í heimsókn, það eru glæpasagnahöfundarnir Lilja og Yrsa Sigurðardætur sem koma og kynna sínar nýjustu glæpasögur. Þær fjalla um áhuga sinn á glæpasögum og hvernig þeirra glæpasögur verða til. Allir góðir gestir eru glæpsamlega velkomnir, segir í tilkynningu. Senjórítur og Raggi Bjarna með tónleika ■ Senjórítukórinn mun halda haust tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju ásamt stórsöngvaranum Ragga Bjarna laugardaginn 29. október. Undir spila Birgir Bragason á bassa, Erik Róbert Qvick á trommur og Vilberg Viggósson á píanó. SKOÐA Hrekkjavöku- hugmyndir Á PINTEREST ●● Skreytingar,●góðgæti,●búningar●og●andlitsfarðanir María Sigurðardóttir, íbúi í Heiðarhverf- inu í Reykjanesbæ Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899-6317. Kjörstjórn Sandgerðisbæjar. ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER 2016

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.