Víkurfréttir - 27.10.2016, Blaðsíða 29
29fimmtudagur 27. október 2016 VÍKURFRÉTTIR
Keflvíkingurinn Íris Sigtryggsdóttir
tók við stöðu verslunarstjóra hjá
BYKO Suðurnesjum fyrir um tveimur
árum en áður hafði hún verið svæðis-
stjóri hjá upplýsingaveitunni JÁ í
Reykjanesbæ í átta ár og reyndi svo
fyrir sér hjá hugbúnaðarfyrirtæki áður
en starfið hjá BYKO bauðst henni.
„Ég stýrði áður þjónustu- og upplýs-
ingafyrirtæki þar sem nánast störf-
uðu eingöngu kvenmenn og fyrir-
tækið kvenlægt líka sem var mjög
skemmtilegt. Það var því áskorun að
fara hingað. Ég var hins vegar á tíma-
mótum og datt niður á þetta verslunar-
stjórastarf, sótti um og fékk starfið.
Áskoranir af ýmsum toga heilla alltaf,
þetta hljómaði sem spennandi starf
hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki og allt-
af gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði
Íris þegar Víkurfréttir ræddu við hana
skömmu eftir að hún tók við starfi
verslunarstjórans.
Íris þekkir vel til aðeins til starfa iðn-
anarmanna því hún hóf störf hjá Kefla-
víkurverktökum fyrir tæpum tveimur
áratugum og starfaði þar í tíu ár.
„Það kom mér skemmtilega á óvart
hvað BYKO er flott fyirtæki. Það er
eitthvað svo notalegt við þetta fyrir-
tæki sem ég þekkti lítið til, samstaða
og samhugur sem kemur fram hjá
starfsfólkinu. Hér hefur sama starfs-
fólkið verið til margra ára, margir í
tugi ára. Þegar ég kom fyrst til fyrir-
tækisins fór ég í meiriháttar starfs-
þjálfun hjá BYKO bæði í Reykjavík,
Selfossi og víðar. Þar var ég í timbur-
deildunum og lagnadeildunum
og fékk í raun kynningu inn á allar
deildir fyrirtækisins. Þar var ég að
hitta fólk sem hefur starfað hjá BYKO
í 30 ár og 40 ár. Það er hending ef það
er einhver búinn að starfa hér minna
en 15 ár,“ segir Íris og brosir þegar hún
var spurð hvernig það hafi verið að
koma til BYKO. „Það sagði mér ýmis-
legt um fyrirtækið. Þetta er fjölskyldu-
fyrirtæki og andrúmloftið notalegt
sem skýrir þennan háa starfsaldur hjá
fyrirtækinu. Þetta kom mér skemmti-
lega á óvart“.
Hér er gríðarleg reynsla og þekking
„Hér er starfsfólk sem býr að gríðar-
legri reynslu og þekkingu. Þjónustu-
lundin og metnaðurinn er einnig svo
mikill hjá þessu fólki. Að koma inn
í þetta starf með litla og enga þekk-
ingu á vöruflokkunum er áskorun,“
segir Íris en hjá BYKO eru á milli 35-
40.000 vöruflokkar. „Ég mun aldrei
verða sérfræðingur í þessu öllu en það
bætist við þekkinguna á hverjum degi.
Starfsfólkið hér er orðið sérfræðingar
hver á sínu sviði“.
Sveinbjörg Sigurðardóttir, eða Systa,
eins og hún er alltaf kölluð, hefur
starfað hjá BYKO í 20 ár og segir
vinnustaðinn eins og eina litla fjöl-
skyldu. „Ætli það sé ekki bara fólkið,“
svarar Systa þegar hún er spurð að
því hvað hafi haldið henni í starfinu
í öll þessi ár. „Við erum mörg hérna
búin að vera í meira en 10 ár. Það
segir manni hvað það er gott að vinna
hérna. Við erum bara lítil fjölskylda.
Kúnnahópurinn er líka skemmtilegur,
maður er farinn að kannast við flesta.“
Systa starfaði hjá Járn & Skip áður, en
var í fæðingarorlofi þegar bruninn átti
sér stað. Hún kom þó fljótlega eftir
og hjálpaði til við að þurrka nótur og
rýna í hluti eftir brunann.
Aðspurð hvort salan sé sveiflukennd
eftir ástandinu í samfélaginu svarar
Systa játandi, „Já, salan hrundi í krepp-
unni og það þurfti að skera niður alls
staðar. Nú er verið að bæta í aftur. Svo
eru jólin líka að koma og við erum að
byrja að setja upp jólavörur. Þær verða
komnar upp í næstu viku. Það er alltaf
eitthvað.“
Unnið hjá BYKO frá fyrsta degi
●● Við●erum●bara●lítil●fjölskylda●og●kúnnahópurinn●er●líka●skemmtilegur
Fyrsti viðskiptavinurinn og enn að
Lúðvík Gunnarsson pípulagningameistari var fyrsti viðskiptavinur BYKO þegar verslunin opnaði haustið 1996. Lúðvík er
enn daglegur viðskiptavinur BYKO og mætti í afmæliskaffi verslunarinnar sl. föstudag. Þar var hann leystur út með gjöf. Á
myndinni eru þau Íris Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri BYKO Suðurnes, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Systa, sem hefur starfað hjá
BYKO Suðurnes frá því verslunin opnaði og Lúðvík Gunnarsson. VF-mynd: Hilmar Bragi
Eitthvað svo notalegt við þetta fyrirtæki
●● segir●Íris●Sigtryggsdóttir●verslunarstjóri●BYKO●Suðurnes
Kaka og drykkur
Fjölmargir lögðu leið sína í afmæliskaffi í verslun BYKO við Víkurbraut sl. föstu-
dag þegar 20 ára afmælinu var fagnað.
Verslun Járn & Skip gjöreyðilagðist í brunanum.
Í rústunum eftir brunann. Byggingin var gjörónýt.
Í frétt Víkurfrétta frá þessum tíma
segir að talið er að hitinn inni í
húsinu hafi verið 1200 gráður
þegar það var að brenna. Hitinn í
eldhafinu hlífði engu. Málningar-
fötur sprungu í loft upp og eldfim
málningin fuðraði upp á augabragði.