Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 12
Dómsmál Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæsta- réttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Lands- réttar, þrátt fyrir að þeir hafi mál- flutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lög- maður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lög- mannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttar- innar. „Þetta sendir einnig þau skila- boð að allir lögmenn séu jafnir. Við sáum það áður fyrr hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þótt þeir fáist við mismunandi hluti,“ segir Reimar. Nú þurfi lögmenn að finna út hvernig þeir auðkenni sig. „Það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttind- um sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.“ – sks Lögmenn missa titlana Reimar Péturs- son, formaður Lögmannafélags Íslands. Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is Bridge gerir lífið skemmtilegra Viltu læra bridge? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 22. og 24. janúar Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið. Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni í síma 8985427 eða á gpa@simnet.isEldri borgarar spila alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13.00-17.00 í Síðumúla 37 Stórmót í Bridge Reykjavík Bridgefestival fer fram í Hörpu 25-28. janúar, skráning á bridge@bridge.is Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is Bridge sameinar aldurshópana • Bridge er gott fyrir heilsu þína • Bridge er manns gaman „Bridge er fyrir alla“ Dýralíf „Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna,“ segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum. Það var Vargurinn, Snorri Rafnsson, sem fangaði örninn á Snæfellsnesi á síðasta degi nóvem- bermánaðar. Snorri hýsti örninn, sem var mátt- farinn, og gaf honum að éta fyrstu dagana en fuglinn hefur nú verið í Húsdýragarðinum í mánuð. Jón segir að örninn sé farinn að fljúga enda á milli í búrinu, sem lofi góðu. „Maður hefur áhyggjur af því hversu spakur hann er og undarlegur í háttum,“ segir Jón. Markmiðið sé að sleppa honum á heimastöðvarnar sem fyrst. Það geti orðið eftir nokkra daga eða fáeinar vikur en ráðist meðal annars af veðri. „Hann étur mjög vel en það er spurning hvort hann er orðinn nógu öflugur,“ segir Jón. – bg Erninum sleppt sem fyrst ÞýskalanD Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjart- sýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar við- ræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og for- maður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðar- mannaflokksins, boðuðu til blaða- mannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýsk- um stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri for- gangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu sam- tals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggju- flokkurinn Valkostur fyrir Þýska- land (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjós- endur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtíma- bili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkis- stjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíku- bandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fán- anum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórn- tækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórn- arkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingar- steinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harka- lega.“ thorgnyr@frettabladid.is Sér nú fyrir endann á langri stjórnarkreppu Eftir lengstu stjórnarkreppu Þýskalands frá seinna stríði stefnir loks í að ríkis- stjórn verði mynduð. Merkel segir viðræðurnar hafa verið erfiðar og Schulz greindi frá því að þau hefðu rifist harkalega í sólarhringslöngum viðræðum. Merkel og Schulz tókust í hendur á blaðamannafundinum. NoRdicPhotoS/AFP 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -0 A 9 0 1 E B C -0 9 5 4 1 E B C -0 8 1 8 1 E B C -0 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.