Fréttablaðið - 13.01.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 13.01.2018, Síða 16
George Weah, sem eitt sinn var besti knattspyrnumaður heims og lék meðal annars með AC Milan, Paris Saint-Germain, Chelsea, Manchester City og Monaco, tekur við embætti forseta Líberíu á mánudag. Ljóst er að ærið verkefni bíður þessa tiltölu- lega lítt reynda stjórnmálamanns. Líbería er elsta lýðveldi Afríku en ríkið fékk sjálfstæði frá Banda- ríkjunum árið 1847 og var stofnað í þeim tilgangi að gefa fyrrverandi þrælum Bandaríkjamanna heimili í heimsálfu forfeðra sinna. Ríkið á sér sögu átaka og borgarastyrjalda og er Charles Taylor vafalaust þekktasti leiðtoginn í sögu ríkisins. Sá náði völdum eftir byltingu sem hófst árið 1989 gegn ríkis- stjórn Samuels Doe, sem sjálfur hafði náð völdum í byltingu níu árum fyrr, en menn hans drápu þáverandi forseta, William R. Tolbert yngri. Taylor naut lítilla vinsælda á alþjóðavísu. Hann flutti út svokallaða blóðdem- anta og var ítrekað sakaður um bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í borgara- styrjöldinni í Síerra Leóne á tíunda áratugnum. Hann sagði af sér árið 2003 og fór í útlegð í Níger- íu. Árið 2006 óskaði fráfar- andi forseti, Ellen Johnson Sirleaf, eftir því að Taylor yrði framseldur. Hann var þá handtekinn í Síerra Leóne og fluttur til Haag í Hollandi þar sem hann var loks sakfelldur fyrir meðal annars hryðjuverk, morð og nauðgun og dæmdur í fimmtíu ára fangelsi. „Hinn ákærði er sakfelldur fyrir að skipuleggja og koma að nokkrum af verstu og ógeðfelldustu glæpum mannkynssögunnar,“ sagði dóms- forsetinn Richard Lussick við dóms- uppkvaðningu. Hamingjuóskir Vegna bakgrunns Weah sem knatt- spyrnumanns hefur hamingju- óskum rignt yfir hann frá því hann náði kjöri. „Takk kærlega, herra forseti,“ tísti Didier Drogba, fyrrverandi leik- maður Chelsea. Hinn reynslulitli Weah lofar breytingum George Weah tekur við forsetaembætti í Líberíu á næstunni. Knattspyrnusamfélagið samgleðst honum. Ríkið á sér sögu blóðugra átaka. Er með skáldaða háskólagráðu og hefur ekki útskýrt stefnu sína. Verðandi varaforseti vill dauðarefsingu við samkynhneigð. M E N N T U N Á V I N N U M A R K A Ð I Sérfræðingur í fullorðinsfræðslu - SPENNANDI STARF – Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða sérfræðing í starf á sviði fullorðinsfræðslu, einkum við hæfnigreiningar og námshönnun. Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frae.is Umsóknir sendist á frae@frae.is fyrir 22 jan. nk. Öllum umsóknum verður svarað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. er í eigu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins. Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur og sérfræðisetur aðila vinnumark- aðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir. Hjá FA vinna nú 17 starfsmenn, flestir sérfræðingar á sviði fullorðinsfræðslu. Markmið FA er að veita starfsmönnum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. • Menntun og reynslu sem nýtist í starfi. • Reynslu af fræðslumálum og almennu atvinnulífi. • Reynslu af verkefnastjórnun. • Reynslu af að vinna undir álagi og í hópi. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Ritfærni í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli. Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur: H au ku r 01 .1 8 „Til hamingju, Weah forseti!!!“ tísti Yaya Touré, leikmaður Man- chester City. „Til hamingju, herra forseti, George Weah. Stórkostlegur ferill,“ tísti Stephane Mbia, fyrrverandi leikmaður Sevilla. „Við þekktum George Weah löngu áður en hann var kjörinn forseti Líb- eríu. Við óskum þessari PSG-goð- sögn til hamingju með þennan nýja kafla,“ tísti gamla félag Weah, PSG. „Stórkostlegt mál, loksins höfum við fótboltamenn eignast einn slíkan,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og bætti við: „George er búinn að bjóða mér á innsetning- arathöfnina. Ég held ég verði upp- tekinn en kannski get ég farið ef ég verð í banni.“ Yfirburðasigur Weah fékk 61,5 prósent atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is George Weah tekur við embætti forseta Líberíu á mánudag. NordicpHotos/AFp Weah hefur lofað að skapa fleiri störf, bjóða upp á ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu en úrskýrir ekki hvernig þessum markmiðum verður náð. Ibrahim Nyei prófessor sem fór fram þann 26. desember síðastliðinn. Andstæðingurinn, fráfarandi varaforsetinn Joseph Boakai, fékk 38,5 prósent atkvæða. Fékk knattspyrnumaðurinn því flest atkvæði í báðum umferðum. Hann fékk 38,4 prósent í fyrri umferðinni samanborið við 28,8 prósent Boakai og 8,2 prósent Prince Johnson, en sá er einna helst frægur fyrir að fanga þáverandi for- setann Samuel Doe í byltingu Tayl- ors árið 1990, pynta hann og drepa. Fátækt og skortur Weah á hins vegar ærið verkefni fyrir höndum. Eftir tíðar borgara- styrjaldir undir lok síðustu aldar hafa borgarar það slæmt og þá er vert að minnast á að ebólufaraldur áranna 2014 til 2016 kostaði þús- undir líf sitt. Helstu útflutnings- vörur Líberíu, járn og gúmmí, eru tiltölulega ódýrar og innviðirnir eru litlir. Á lista CIA World Factbook yfir verga landsframleiðslu ríkja á mann er Líbería í 226. sæti af 230 og eru eingöngu Búrúndí, Austur-Kongó, Mið-Afríkulýðveldið og Sómalía neðar á þeim lista. Lífslíkur karla eru 61 ár og kvenna 63 ár og er ríkið í 158. sæti á þeim lista af 183. Samkvæmt Alþjóða- bankanum eru 54 prósent Líberíu- manna undir fátæktarmörkum og er því ljóst að gífurlega mikið verk bíður knattspyrnumannsins. Efasemdaraddir hafa því heyrst um verðandi forseta. Þannig sagði Victor Smith, upplýsingatækniráð- gjafi og einn viðmælenda Reuters, að hann skorti reynslu. Hefði enga alvöru stefnu og skorti þá leiðtoga- hæfni sem þörf væri á. reynsla eða ekki Spurning er hvort það sé ósann- gjarnt að segja að Weah skorti reynslu. Hann var vissulega kjör- inn í öldungadeild Líberíuþings árið 2014 með miklum meiri- hluta atkvæða. Hins vegar segir í umfjöllun The Economist um forsetakosningarnar að hann hafi sjaldan eða aldrei mætt á þingfundi. Aukinheldur hafi hann ekki verið flutningsmaður neins frumvarps eða neinnar tillögu. Þá hefur meint menntun Weah einnig verið töluvert gagnrýnd. En munur á menntun hans og Ellen Johnson Sirleaf, fráfarandi forseta, var á meðal ástæðna fyrir því að Weah tapaði forsetakosningunum 2005. Sirleaf var menntuð í Har- vard en samkvæmt framboðsvef- síðu Weah þetta sama ár hafði hann gráðu í íþróttastjórnun frá Park- wood-háskóla í Lundúnum. Yfirvöld ákváðu hins vegar að loka Parkwood árið 2003 vegna þess að eigendurnir seldu hreinlega gráður yfir internetið. Gráða Weah var því ekki raunveruleg. Engir kennarar störfuðu við Parkwood, engar skólastofur voru þar og engar kennslustundir. stefnan Boðskapur Weah á stjórnmálaferl- inum hefur verið sá að innherjar líberískra stjórnmála hafi ekkert gert fyrir fólkið í landinu og því sé kominn tími á breytingar. Hefur hann meðal annars lofað að beita sér sérstaklega fyrir því að skapa störf fyrir yngri kynslóðina en alls eru 70 prósent Líberíumanna undir 35 ára aldri. Áttatíu prósent lands- manna þurfa að lifa á sem nemur tæplega 200 krónum á dag. Erfitt er að öðru leyti að staðsetja George Weah á hinu pólitíska rófi. Kjör hans er ef til vill best hægt að útskýra með því að kjósendur hafi verið ósáttir við þá stöðnun sem ríkt hefur undir stjórn Sirleaf þar sem matarverð hefur ekki lækkað og launin ekki hækkað. Al Jazeera ræddi við líberíska prófessorinn Robtel Neajai Pailey skömmu eftir kosningarnar til að fá skýrari mynd af ástandinu. „Í Líber- íu er fámennur hópur sem lifir góðu lífi en stór meirihluti kemst varla af. Sá stóri meirihluti, sem er að mestu leyti undir 35 ára aldri, kaus Weah,“ sagði Pailey. Rætt var við líberíska stjórnmála- fræðinginn Ibrahim al-Bakri Nyei í sömu umfjöllun. Sá sagði Weah hafa lofað að skapa fleiri störf, bjóða upp á ókeypis menntun og heilbrigðis- þjónustu en aldrei hefði verið útskýrt hvernig ná ætti þessum markmiðum. Að sögn beggja er þó óljóst hversu mikið mun breytast eftir kjör Weah. Pailey sagði ýmsa dygga fylgismenn Sirleaf nú hafa tekið stöðu með Weah. Undir það tók Nyei og sagði gamalgróna stjórnmálamenn með dyggustu stuðningsmönnum Weah eftir að hann náði kjöri. Jewel Howard-Taylor verður varaforseti Líberíu Spurningamerki hafa verið sett við val Weah á varaforseta. Sú sem varð fyrir valinu heitir Jewel Howard-Taylor og er, eins og nafnið gefur til kynna, fyrr- verandi forsetafrú og fyrrverandi eiginkona stríðsglæpamannsins Charles Taylor. Howard-Taylor hefur þó sjálf meiri reynslu en Weah af stjórn- málum og var kjörin í öldunga- deild þingsins árið 2005. Þar að auki er hún menntaðri en Weah og er með gráður í bókhaldi og hagfræði. Sjálf hefur Howard-Taylor reynt að fjarlægja sig fyrr- verandi eigin- manni sínum. Í viðtali við Al Jazeera þann 12. desember var hún spurð hvernig al- menningur gæti treyst því að hún myndi ekki fylgja stefnu Charles Taylor. „Hver var sú stefna? Á meðan það ástand ríkti var ég ekki í Líberíu. Ég var í skóla erlendis. Ef ég var ekki hérna er ekki hægt að segja að ég hafi haft nokkur áhrif,“ sagði Howard-Taylor og bætti við: „Ef það væru einhverjar efasemdir um mig hefði ég aldrei verið kjörin á þing.“ Howard-Taylor er þó ekki einungis umdeild fyrir hjóna- bandið við Taylor en árið 2012 var hún fyrsti flutn- ingsmaður frumvarps sem miðaði að því að leggja dauðarefsingu við samkynhneigð. Frumvarpið var þó aldrei samþykkt eftir að Sirleaf hét því að skrifa aldrei undir slíkt frumvarp. 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B B -E 3 1 0 1 E B B -E 1 D 4 1 E B B -E 0 9 8 1 E B B -D F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.