Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 36
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Margrét Edda og Guðmundur Árni ásamt sonum sínum, Hrafnkeli Árna og Daníel Sölva. Fjölskyldan dembdi sér í heimsreisu í haust. „Okkur langaði til að vera frjáls án allra utanaðkomandi skuldbindinga.“ Fjölskyldan fór í eyðimerkursafarí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Við undirbjuggum þetta í raun ekki neitt, sem er mjög ólíkt okkur þar sem við höfum allt- af planað næstu skref í okkar lífi,“ segir Margrét Edda Ragnarsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Guð- mundur Árni Árnason, skelltu sér í margra mánaða heimsreisu í haust með syni sína tvo, Hrafnkel Árna 12 ára og Daníel Sölva 10 ára. Fyrirvarinn var stuttur en tíma- setningin góð. Margrét segir þau hafa staðið á tímamótum og ákveð- ið að láta gamlan draum rætast. Fullkomið frelsi „Við elskum bæði að ferðast og höfum fylgst með nokkrum fjöl- skyldum sem farið hafa í svipaða ferð og dauðöfundað þau. Þegar við stóðum bæði á ákveðnum tímamót- um í vinnunni vorum við tilbúin í breytingar. Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir voru farnir að líða skuggalega hratt og við vildum stoppa aðeins þennan hraða. Okkur langaði líka til að vera fullkomlega frjáls sem fjölskylda án allra utan- aðkomandi skuldbindinga,“ segir Margrét. Þau hafi íhugað tvo kosti, að flytja til Bandaríkjanna þar sem þau hafa bæði atvinnuleyfi þar, eða heims- reisu. Þremur vikum fyrir brottför var endanleg ákvörðun tekin og undirbúningur fór á fullt. Slow travel „Við ákváðum bara fyrsta áfanga- staðinn, Víetnam, með viku milli- lendingu í Dúbaí. Svo myndum við bara láta þetta ráðast og tökum svokallað „slow travel“ á þetta og erum lengur á hverjum stað/landi í senn, eða 1-2 mánuði. Eftir mán- aðarferðalag leið okkur eins og við værum búin að vera í fjóra mánuði á ferðalagi! Það tók okkur svolítinn tíma að venjast þessu hæga tempói. Planið er að vera á ferðalagi fram til haustsins 2018,“ segir hún. Að mörgu hafi þurft að huga fyrir brottför, eins og bólusetningum og námi strákanna. „Við fórum öll í þrjár sprautur, við lifrarbólgu A og B og svo taugaveiki. Við hjónin fengum svo „boost“ á barnabólusetningarnar okkar. Við þurftum að sækja um leyfi frá skóla strákanna og eftir að leyfi var veitt funduðum við með umsjónarkenn- urum og fengum bunka af skóla- bókum að láni með okkur út. Við kennum þeim alla virka daga, með undantekningum ef við erum að ferðast á milli staða, og reynum að vera búin fyrir hádegi. Það gengur reyndar ekki alltaf eftir þar sem strákunum finnst voða gott að kúra. Við leggjum mesta áherslu á stærð- fræði og íslensku og oftast veitir ekkert af því að við sitjum bæði yfir strákunum til að hjálpa þeim og halda þeim við efnið. Ég get engan veginn skilið hvernig kennarar fara að þessu með 20-30 krakka bekki, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ segir Margrét. Hvaða lönd hafið þið þegar heim- sótt? „Við höfum nú þegar ferðast til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem við fórum í skemmtilegt eyðimerkursafarí. Við fórum til Kúala Lúmpúr í Malasíu þar sem við vorum í eina viku, vorum þrjár vikur í Víetnam og ætluðum að vera lengur en styttum ferðina þar sem við vorum komin mitt inn í mesta rigningatímann. Við kolféllum fyrir Víetnam með sinni einstöku höfuðborg, Hanoí, og öllum gómsæta götumatnum og geggjuðu umferðarmenningunni. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni vespu og þú kemst ekki yfir götu nema að bókstaflega labba fyrir umferðina. Við vorum einnig heilluð af bænum HoiAn, töfrandi bæ með sínum litríku ljóskerum hvert sem litið er og góðum mat- sölustöðum á hverju horni. Núna erum við í Ástralíu þar sem við verðum til janúarloka. Hér er mikil „outback“ stemning og hér er auðvelt að rekast á villt dýr þegar farið er út fyrir borgarmörkin. Þar á meðal kóalabirni og kengúrur. Skemmtilegasta atvikið hingað til er klárlega þegar við fundum kóala- björn í garðinum okkar. Við vorum stödd á eyjunni Raymond Island hér í Ástralíu og sátum úti á palli þegar við heyrðum svakalegt hrín eins og í svíni. Lætin virtust koma frá framgarði hússins og þegar við kíktum fyrir hornið var kóalabjörn í trénu beint fyrir utan húsið! Hann var mjög lágt í trénu þannig að nálægðin var mikil og yngri sonur minn spurði hvort hann mætti klappa honum. Við töldum það þó ekki ráðlegt eftir þessi dólgslæti í dýrinu. Þá fórum við í skemmtilegt „road trip“ niður Big Ocean Road þar sem keyrt er eftir fallegri strandlengju með skemmtilegum smábæjum, ekki ósvipað Big Sur í Kaliforníu. Eftir Ástralíu er stefnan tekin á Indó- nesíu, hvað við verðum lengi þar og hvert við förum næst er óráðið.“ Margrét segir fjölskylduna njóta lífsins á ferðalaginu. Svona mikil samvera geri öllum gott en geti líka verið áskorun. „Það hefur allt meira og minna gengið ótrúlega vel. Auðvitað slettist upp á samskiptin af og til, það er ekki við öðru að búast í svona ferð en þá er haldinn fjölskyldu- fundur þar sem málin eru rædd og leyst,“ segir hún sposk. „Strákarnir eru ótrúlega spakir yfir þessu öllu saman og finnst gaman að koma á nýja staði eins og okkur foreldrun- um. Þeir eru vanir að ferðast mikið með okkur og þó þeir geti rifist og slegist þá hafa þeir alltaf verið góðir vinir á ferðalögum. Þeir sakna auðvitað vina sinna og félagslífsins sem skólanum fylgir og tala mikið um það hvað þeir ætla að gera þegar þeir koma til Íslands aftur.“ Fylgjast má með ferðalagi fjöl- skyldunnar á Instagram, 4going- places. Fengu nóg af hversdeginum Fjögurra manna fjölskyldu fannst tíminn farinn að æða áfram á óhóflegum hraða og dreif sig í heimsreisu. Nú njóta þau samverunnar og frelsisins og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi. Þriggja daga námskeið 2.-4. febrúar 2018 Ritmennska Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni ásamt texta eftir aðra höfunda. Ætlunin er að nálgast skapandi skriflega lýsingu á vanlíðan og depurð og reynt verður að skoða þessa líðan utanfrá með textann sem kíki. Hópeflið og ritmennskuaðferðin eru notuð sem tæki til þess að stuðla að bættri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða o.fl. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt. Verð pr. einstakling er 59.000 kr. - Að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu. Námskeið 2.-4. feb. 2018 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . jA N úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -4 A C 0 1 E B C -4 9 8 4 1 E B C -4 8 4 8 1 E B C -4 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.