Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 92
Það má færa rök fyrir því að Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafs-firði sé nútímalegasti framhaldsskóli lands-ins. Þó að mennta- skólinn sé í tiltölulega fámennu sveitarfélagi starfar þar fjölmargt metnaðarfullt starfsfólk með Láru Stefánsdóttur skólameistara í farar- broddi. Stór hluti nemenda er í fjar- námi, kennsluaðferðir í skólanum vekja athygli út fyrir landsteinana og árangurinn, en í skólanum er brotthvarf með minnsta móti, eða á bilinu 5-7 prósent í staðnámi og 6-8 prósent í fjarnámi. „Okkar sérstaða felst í kennsluað- ferðafræðinni og námsframboðinu. Við nýtum okkur þau tækifæri sem felast í nýrri námskrá og undirbúum nemendur okkar undir breyttan vinnumarkað og þá staðreynd að mörg þeirra starfa sem eru til í dag verða það ekki eftir 10-15 ár,“ segir Lára um áherslur skólans. Nem- endur fara ekki í lokapróf heldur er frammistaðan metin jafnt og þétt yfir veturinn í verkefnavinnu. Í lok annar halda nemendur sýningu á vinnu annarinnar. „Stöðug verk- efnavinna leiðir að okkar mati til meiri hæfni og árangurs,“ segir Lára. „Sköpun og frumkvæði eru veiga- mikill þáttur í okkar námi. Virkni og sjálfstæði. Námið er í sífelldri þróun,“ segir hún og nefnir dæmi um nám í skólanum. „Vélmenna- fræði, tölvuleikjafræði og áfangar þar sem við blöndum saman við- fangsefnum, til dæmis tungumála- námi og íþróttum eða mat og menn- ingu,“ segir Lára frá og útskýrir nánar: „Við höfum fengið hingað erlenda listamenn sem elda með nemendum og um leið læra þeir um menningu viðkomandi. Nýverið fóru nemendur til Akureyrar og eld- uðu með sýrlenskri fjölskyldu sem kom hingað sem flóttafólk. Þá gafst þeim tækifæri til að læra um menn- ingu og sögu þessa fólks í návígi við það. Þau geta sett sig í spor þess. Sýr- lendingarnir komu með börnin sín með sér, nemendur sáu að þau eru nútímalegt fólk eins og við. Þá get ég nefnt dæmi um áfanga í spænsku og íþróttum sem þótti vel heppn- aður og hvetjandi. Nemendur lærðu saman spænsku og íþróttir og áfang- anum lauk með ferðalagi til Spánar þar sem hvort tveggja var stundað, íþróttir og tungumálanám.“ Skila alltaf á sunnudögum Meginhluti námsefnis er í kennslukerfi skólans, þar eru öll fyrirmæli og upplýsingar um verk- efni ásamt leiðbeiningum um hvernig nálgast skal námsefni sem ekki er í kennslubókum eða inni í kennslukerfinu. Nemendur hafa skýr markmið í hverri viku og skila ávallt verkefnum á sama tíma, eða á sunnudagskvöldum. Þetta gildir um allt námsefni í skólanum. „Þetta skipulag er svipað og á góðum vinnustöðum. Nemendur vita allt- af til hvers er ætlast og hvenær þeir þurfa að skila verkefnum sínum. Þeir mega aldrei skila of seint. Skipulagið styður einnig við virkni nemenda,“ segir Lára og segir bæði nemendur og kennara hæstánægða með fyrirkomulagið. Stærstur hluti nemenda er í fjar- Sköpun í öndvegi í námi Áslaug Thorlacius skólameistari Myndlistaskólans með nemendum og kenn- ara í litafræðiáfanga sem heitir Merking og skynjun. FréTTablaðið/Eyþór Nemendum í Menntaskólanum á Tröllaskaga býðst að stunda margs konar óhefðbundið nám. Hér læra nemendur til dæmis björgun. MyNd/GíSli KriSTiNSSoN Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is námi við skólann. Alls eru 380 nemendur í námi við skólann og 260 þeirra eru fjarnemendur. Þrátt fyrir þessa skiptingu eru nemendur ekki aðskildir í verkefnavinnu í skólanum. „Stað- og fjarnemendur vinna saman í hópavinnu. Það er ekkert aukaprógramm í boði fyrir fjarnema, sama nám er í boði fyrir alla nemendur. Við erum með sam- starfsverkefni og fara nemendur til Danmerkur, Grikklands og Kanarí- eyja á þessari önn, svo dæmi séu tekin,“ segir Lára. „Fjarnemarnir eru margs konar. Við erum með ungmenni á aldr- inum 18-25 ára sem ljúka stúdents- prófi hjá okkur. Hér er líka afreks- fólk í íþróttum við nám. Þá erum við í samstarfi við þjálfara þeirra. Stað- nemar eru flestir úr nágrenninu og við tengjum við nærumhverfið. Við viljum ekki mennta fólk í burtu og bjóðum nemendum því nám í fjalla- skíðamennsku og frumkvöðlafræði enda eru atvinnutækifæri víða um land með tilkomu aukins fjölda ferðamanna,“ bendir Lára á. Hún nefnir að í námsframboði Námsframboð er óðum að breytast á Íslandi og áhersl- urnar eru í auknum mæli á sköpun og virkni, gagnrýna hugsun og frum- kvæði. skólans sé megináhersla á bóknám, nám í íþróttum og útivist ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tón- list. Sköpun og frumkvæði sé miðja allra áfanga í skólanum. allir læra frumkvöðlafræði „Allir nemendur skólans þurfa að læra frumkvöðlafræði og taka áfanga um inngang í listum. Á hverri önn búum við til nýja áfanga. Horfum fram á veginn,“ segir Lára og nefnir sem dæmi um hversu vel starfsfólk fylgist með framþróun að í náminu á Tröllaskaga séu notuð að minnsta kosti 150 öpp og forrit í kennslu. „Við erum í sífelldri vinnu við þróun náms og það er mögulegt því hér starfar einstaklega vel menntað og hæft starfsfólk. Sumu fólki finnst það ótrúlegt, að það hafi tekist á stað eins og Ólafsfirði. En þannig er það og skólinn hefur ítrekað verið stofnun ársins í könnun SFR sem endurspeglar ánægju starfsfólksins. Við brjótum einnig upp kennsluna á miðri önn. Þá fáum við gestakenn- ara í eina viku, frá Reykjavík eða að utan. Við höfum fengið erlendan ljósmyndara frá Bandaríkjunum, kennara í popptónlist frá London, listkennara frá Hong Kong, kenn- ara frá Listaháskólanum, Háskóla Íslands, íþróttakennara og fleiri. Við teygjum stundum skólann út.“ Lára segir árangur skólans góðan. „Um 60 prósent nemenda ljúka námi á þremur árum. En það er vax- andi hópur sem við útskrifum eftir 2 og ½ ár. Þá eru grunnskólanemar í auknum mæli í námi í einstökum áföngum. Við erum að fara að halda alþjóðlega ráðstefnu: ecoMEDI- Aeurope. Þátttakendur verða frá mörgum Evrópuríkjum og alls staðar að af landinu. Málefnið er þróun og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta verður þrettánda ecoMEDIA europe-ráðstefnan sem haldin verður í heiminum og varð Menntaskólinn á Tröllaskaga fyrir 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -0 5 A 0 1 E B C -0 4 6 4 1 E B C -0 3 2 8 1 E B C -0 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.