Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 112
Hvernig á að titla konu eins og Ellý Ármanns? velti blaðamaður fyrir sér á leið til fundar við hana. Ellý Ármanns, nafn sem margir þekkja; fjölmiðla- kona, spákona, þula, dægurstjarna og nú myndalistarmaður. En það er einmitt síðastnefndi titillinn sem er tilefni heimsóknarinnar. Þegar blaða- maður renndi í hlað var Ellý í óðaönn að koma nýjasta sköpunarverki sínu fyrir, stóru málverki sem hafði klárast fyrr um nóttina. Við mæltum okkur mót á vinnustofu hennar, þar tók hún á móti blaðamanni og ljósmyndara með útbreiddan faðminn og hlýtt bros. „Ég kláraði þetta í nótt,“ segir Ellý aðspurð um risa málverk sem stóð úti í janúarsólinni og beið þerris. Það vakti mikla athygli þegar Ellý auglýsti málverk sín til sölu í þeim tilgangi að safna fé til að greiða skuld og forðast yfirvofandi gjaldþrot. „Ég byrjaði að mála fyrir alvöru í fyrra. Þegar ég skildi fyrir tveimur árum var húsið okkar skrifað á mig, ég hafði sofnað á verðinum. Það voru mestu mistök ævi minnar. Aldrei aftur mun ég treysta neinum þegar kemur að peningamálum, sama hvað ég elska viðkomandi mikið. Það var allavega þannig að í fyrra var ekk- Málar sig frá vandræðum Ellý lítur björtum augum á framtíðina og ætlar sér ekki í ástarsamband á næstunni. Fréttablaðið/Ernir „ég mála risastórar myndir, óhefðbundnar, með spaða og það sem gleður mig svo mikið er að salan hefur gengið vonum framar.“ Ellý er staðráðin í að forðast gjaldþrot og selur málverkin sín upp í skuldir. biðja um hjálp. Pakka stoltinu niður í tösku og kveikja í henni þar sem það fuðrar endanlega upp.“ Myndlistarsýning ekki á döfinni Málverkin hafa vakið mikla athygli og fá færri en vilja. Áhugasamir listunn- endur hafa hvatt Ellý til að setja upp sýningu með verkunum, skyldi það vera á döfinni? „Nei, ég held ekki. Verkin mín selj- ast jafnóðum og fyrir það er ég þakk- lát. Ekki sjálfgefið. Alls ekki. Sýning er ekki á dagskránni. Uppgjör við bankann er efst á to-do listanum. Svo ég geti losað þessa helvítis hlekki.“ Einn þeirra titla sem hægt er að hengja á Ellý er spákonuheitið, en hún kann þá list að leggja tarotspil fyrir fólk og rýna í hið óorðna. Ellý var mjög vinsæl spákona og fjölmargir leituðu til hennar og því er eðlilegt að spyrja hvort hún muni taka spila- stokkinn aftur upp? „Ég hef ekki tíma til í að spá í spilin og ég sakna þess. Stundum spái ég fyrir nánum vinum en ekki mikið meira en það. Ég kemst ekki yfir meira þessa dagana.“ Á endanum kemur sólin alltaf upp Það er samt einhver værð yfir henni og það er ekki að sjá að erfiðleikar síðasta árs hafi tekið sér bólfestu í sál- inni. Það er augljóst að Ellý Ármanns ætlar sér að tækla tilveruna með stæl. „Ég er ekki þekkt fyrir uppgjöf. Þegar ég lít til baka þá er ég sátt við að hafa leyft hjartanu að ráða ferðinni þrátt fyrir svo harkaleg málalok. Ég vissi ekki hvort ég næði að lenda aftur á fótunum. En ég ætla ekki að staldra við vonleysi og sorg. Það er eins og það komi alltaf eitthvað gott og ein- staklega fagurt út úr erfiðleikunum. Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram.“ Framtíðin, er hún bjartari? „Já, ég vil trúa því. Æðri máttur er með mér. Ég tók mér hlé frá MBA-náminu til að klára þessi peningamál en stefni á að hefja það að nýju og halda áfram að mála. Ég er mjög ánægð með lífið og sátt við orrustur fortíðar og ég þarfn- ast einskis.“ Ellý Ármannsdóttir er eins og kötturinn, kemur alltaf stand- andi niður úr öllum þeim vandræðum sem hún ratar í og á sér mörg líf. ert að ganga upp hjá mér. Ég var við það að gefast upp. Fráskilin, einstæð, húsnæðislaus, atvinnulaus og sjálfs- traustið hvergi sjáanlegt.“ Málverkasalan sló í gegn Fjármál Ellýjar fóru á hliðina eftir skilnaðinn, hún stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun og ákvað að reyna allt til að bjarga málunum. „Það var tvennt í stöðunni og það var að borga bankanum sem fór fram á ein- greiðslu eða þá kveikja í kennitölunni minni. Ég byrjaði að mála og þá var eins og eitthvað opnaðist. Ég fékk strax jákvæð viðbrögð frá ókunnugu fólki sem keypti verkin. Ég ákvað sem betur fer að drepa óttann þarna og hrópaði óttalaus út í kosmósið að ég væri að mála myndir sem ég vildi selja því ég hafði engu að tapa. Ég mála risastórar myndir, óhefðbundnar, með spaða og það sem gleður mig svo mikið er að salan hefur gengið vonum framar.“ Hjartað splundraðist og er ískalt Blái liturinn er áberandi í málverkum Ellýjar og því liggur beinast við að spyrja hvað valdi litavalinu. „Af því að hjarta mitt er kalt. Ískalt. Það er brotið. Það splundraðist í síðasta sambandi. Þess vegna mála ég bláar myndir. Ég finn ekki fyrir sársauk- anum þegar ég mála og vandamálin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég staldra ekki við leiðindi og ætla ekki að byrja á því núna. Kannski er það sjórinn sem kallar fram bláa litinn, pabbi var útgerðarmaður og afi líka. Táknar blár ekki styrk og fullkomið traust? Það er einmitt það sem ég leit- ast við að upplifa. Ég þrífst á algjöru trausti þegar kemur að mannlegum samskiptum. Ef ég finn það ekki þá læt ég mig hverfa. Annars nota ég liti sem höfða til mín hverju sinni. Blár virðist hafa yfirhöndina núna eins og kulnað hjarta mitt.“ Sambandið sem Ellý vísar í varði ekki lengi en því lauk fyrir skemmstu. „Þetta samband var helvítis mistök. En ég lærði af þeim.“ Ertu með hjartað tilbúið fyrir annan mann eða ertu enn að púsla því saman? „Ég gaf mig alla í sambandið sem ég var í. Ég varð ástfangin upp fyrir haus og hélt svo innilega að hann væri sá rétti. Annað kom hins vegar í ljós. En ég trúi enn á ástina og ég er ekki búin að missa vonina. Ég læt mig að minnsta kosti dreyma um að eign- ast sálufélaga sem er góður í gegn. Ég er samt ekki tilbúin í samband. Þarf að klára svo margt fyrst.“ Hamingjan er ekki í stóru húsi Það er ekkert leyndarmál að staðan á húsnæðismarkaðnum er erfið, leigu- íbúðir eru af skornum skammti og húsnæðisverð er hátt. Ellý er ein fjöl- margra sem stóðu í þeim sporum að eiga í vandræðum með að finna hús- næði. Leitin skilaði árangri að lokum, hún býr ásamt dóttur sinni við mjög þröngan kost í miðbæ Reykjavíkur. „Okkur mæðgum líður vel, mér líður vel og þá líður henni vel. Fer- metrar skapa ekki hamingju, trúðu mér, ég tala af reynslu. Við þá sem eru í þessum sporum, að hafa ekki í öruggt hús að venda, vil ég segja: Ekki missa trúna. Íslendingar hjálpa nefni- lega náunganum. Og ekki hika við að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir astahrafnhildur@frettabladid.is 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r52 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -2 3 4 0 1 E B C -2 2 0 4 1 E B C -2 0 C 8 1 E B C -1 F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.