Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Eftir rúma viku, nánar til-tekið laugardaginn 20. janúar, munu fram sókn ar- m en n í Su ð - ur kjör dæmi halda prófkjör fyrir alþingis- kosningarnar í vor. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Fram sókn ar flokks ins og þingmaður okkar Suðurnesja- manna, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir 1. sæti listans en hann skipaði 2. sæti listans í síðustu kosningum. Þá var kosið í fyrsta sinn í skv. nýrri kjördæmaskipan og fékk Fram- sóknarflokkurinn 2 þingmenn í Suðurkjördæmi. Þótt líklegt sé að Framsóknar- flokkurinn haldi sínum hlut í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor getur brugðið til beggja vona. Í ljósi úrslita prófkjara annarra framboðslista, þar sem enginn Suðurnesjamaður er í öruggu þingsæti, er því mikil- vægt að við Suðurnesjamenn nýtum þennan hugsanlega síð- asta séns til þess að tryggja Suð- urnesjamanni öruggt þingsæti. Það gerum við með því að taka þátt í prófkjörinu laugardaginn 20. janúar og styðja Hjálmar í 1. sætið. Að und an förnu hef ur víða mátt heyra umræður um lítinn samtakamátt okkar Suðurnesja- manna en oft verið vísað til hins gagnstæða í Vestmannaeyjum þar sem 3 og líklega 4 Eyjamenn eru í öruggum þingsætum ann- arra flokka. Suðurnesin eru miklu fleiri, eða rétt tæplega helmingur íbúa Suðurkjör- dæmis, og eiga því alla mögu- leika á að hafa verulega áhrif á uppröðun lista svo fremi þeir taki þátt í prófkjörinu, nýti at- kvæðarétt sinn og standi saman. Ég vil því skora á alla íbúa á Suð- urnesjum, 16 ára og eldri, til þess að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Hjálmar í 1. sæti. Ann- ars gæti sú staða komið upp í fyrsta sinn í áratugi að enginn þingmaður á Alþingi Íslendinga kæmi héðan af Suðurnesjum. Það þætti okkur öllum slæm nið- urstaða. Suðurnesjamenn 16 ára og eldri. Nýtum síðasta sénsinn í bili og tryggjum Hjálmari Árnasyni 1. sætið í prófkjöri Framsókn- arflokksins, sem fram fer eftir rúma viku þ.e. laugardaginn 20. janúar nk. Kær kveðja Kjartan Már Kjartansson Eins og venja er ár hvert hefur Hagstofan nú birt íbúatölur sveit- ar fé laga sem sýna þróunina á ársgrundvelli. Það gladdi mig mjög að sjá að íbúum í Garði hefur fjölgað um 110 eða um 8%. Þessar tölur sýna betur en mörg orð að sú stefna sem fyrrverandi meirihluti F-listans hafði var rétt og er nú að skila ríku- legum ávinningi í fjölgun íbúa. Þessar tölur sýna að það var rétt að viðhafa þá stefnu að hafa mjög lág byggingaleyfisgjöld. Það var stór liður í að fólk taldi hagstætt að byggja í Garðinum. Þessar tölur segja það líka að það var rétt stefna að hafa út- svarið lágt og vera ekki með það hærra en Sandgerði og Reykja- nesbær. Þessar tölur segja okkur líka það að það var jákvætt að hafa fast- eignagjöld á atvinnureksturinn mun lægri en í öðrum sveitarfé- lögum. Nú segja sumir að það sé ekki rétt að hafa lág byggingaleyfis- gjöld. Þau verði að standa undir kostnaði. Auðvitað eru það rök, en ég er sannfærður um að sú stefna hefði ekki skilað Sveitar- félaginu Garði þessum stórkost- lega árangri. F-listinn hefur aftur á móti haft þá skoðun að lág byggingaleyfisgjöld hafi átt mjög stóran þátt í þeirri miklu upp- byggingu sem átt hefur sér stað. Fjölgun íbúa um 8% og íbúðar- húsnæðis í takt við það mun skila sveitarfélaginu auknum tekjum. Þær auknu tekjur verða fljótt búnar að greiða það sem sveitarfélagið greiddi niður með byggingalóðum. Fjölgun íbúa mun styrkja sveitarfélagið til að geta veitt aukna og betri þjón- ustu. Það er ánægjulegt að sjá að stefna okkar F-listafólks er að skila góðum árangri. Farsæl- ast fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa og uppbyggingu væri að viðhalda áfram sömu stefnu. Því miður sýnist mér á fréttum úr Garðinum að blikur séu á lofti í þeim efnum. Ágætu Garðbúar og aðrir Suð- urnesjamenn mínar bestu óskir um farsælt nýtt ár og þakkir fyrir það sem liðið er. Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri Garðs. STEFNAN SANNAÐI SIG Sigurður Jónsson skrifar: SÍÐASTI SÉNS? Kjartan Már Kjartansson skrifar: FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 stoltur styrktaraðili Nýárstónleikanna Ingólfur H. Ingólfsson hjá www.spara.is verður með námskeiðið Úr mínus í plús! á veitingahúsinu Ránni í Keflavík þann 30. janúar nk. Námskeiðið hefst kl. 18:30 Í kynningu fyrir námskeiðið segir: „Það er engin ástæða til þess að bíða eftir launahækkuninni til þess að sjá fram á betri tíð í fjármálunum. Það er nefnilega hægt að gera svo miklu meira með þá peninga sem maður á nú þegar. Galdurinn er að nota þá svolítið öðruvísi en maður hefur gert hingað til. Aðferðirnar eru kenndar á námskeiðinu Úr mínus í plús sem Ingólfur H. Ingólfsson hefur haldið við miklar vinsældir undanfarin ár. . Aðferðin sem verður kennd á námskeiðinu er kölluð veltukerfi og verður hún kennd á námskeiðinu Úr mínus í plús. Nánari upplýsingar um námskeiðið Úr mínus í plús er að finna á vefsíðunni www.spara.is. Úr mínus í plús!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.