Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR ANNO 2006 S A M A N T E K T : Þ O R G I L S J Ó N S S O N - G I L S I @ V F . I S Seinni hluti Hlaupagikkur árins Innbrot tveggja óprúttinna ná- unga í Húsasmiðjuna í sumar tók óvænta stefnu þegar þeir voru staðnir að verki og stukku á braut. Ekki komust þeir þó langt því annar þeirra féll niður vegna öndunarörðugleika og þurfti að kalla á sjúkrabíl. Mennirnir voru ekki ókunnugir laganna vörðum en hefðu átt að vera duglegri í ræktinni til að lenda ekki í svona hafaríi. Lukkutröll ársins Lukkutröll ársins er Stanley sem var rænt af stalli sínum í Kaffi Grindavík í sumar. Helgi Einar Harðarson, eigandi Stanleys, þurfti tvisvar að sækja hann út í bíl gesta á opnunarkvöldi staðarins áður en hann hvarf með öllu. Helgi fékk hann aftur næsta dag eftir að Stanley hafði gist hjá lögreglu. Eigandinn hét því að Stanley yrði héðan í frá negldur fastur á sinn stað. Ferðalangur ársins Ungabarn eitt var afgreitt um vegabréf í flýti í sumar þar sem það var á leið til að hitta for- eldra sína sem voru staddir er- lendis. Málið komst í kastljós fjölmiðla enda var vegabréfið af- greitt án þess að foreldrar væru viðstaddir og virtist sem hver sem er gæti sótt um flýtiþjón- ustu sem þessa fyrir barnið. Sýslumaður brást ókvæða við þessum fregnum og herti á öllu verkferli í þessu tilliti, en foreldr- arnir rituðu VF bréf viku síðar og útskýrðu að þau hefðu verið í sambandi við embættið og alla aðila sem komu að málinu. Fiskeldisfrömuðir ársins Bæjarfélög eru alltaf að leitast við að lokka til sín gesti með öllum ráðum og fengu Sand- gerðingar þá frumlegu hug- mynd að sleppa bleikjuseiðum í tjarnirnar við bæinn. Við nánari athugun kom í ljós að verkefnið yrði afar dýrt í vinnslu og dorg- arar verða því að geyma vöðl- urnar í skúrnum enn um sinn. Loforð ársins Flutningur Landhelgisgæzl- unnar til Keflavíkur var einn af stærstu póstunum í björgun- araðgerðum fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum sem ráðamenn lofuðu í kjölfar brotthvarfs varn- arliðsins. Þyrlur Gæzlunnar skyldu stað- settar hér suður frá var haft eftir Birni Bjarnasyni og Halldóri Ás- grímssyni. Þær eru ekki komnar enn og Suðurnesjamenn eru ekki að halda niðri í sér and- anum eftir því að þær lendi. Starfslok ársins Sigurður Jónsson hafði gegnt starfi bæjarstjóra í Garði í 16 ár þegar hann hvarf úr stóli í kjölfar hallarbyltingar í bæjar- stjórn. Ekki varð úr að starfs- lok hans yrðu friðsamleg því í sumar sprakk allt í loft upp í samskiptum hans við nýja meiri- hlutann. Hann fékk m.a. ekki að kaupa fartölvu sem hann hafði haft afnot af í starfi sínu en meirihlutinn þvertekur fyrir að bera nokkurn kala til Sigurðar. Spurning hvort „gamli meiri- hlutinn“ hlakki til að komast til áhrifa á ný til að gjalda líku líkt. Afsökunarbeiðni ársins Valgerður Sverrisdóttir var með böggum hildar yfir að tugmillj- óna tjón varð á íbúðum á Vell- inum í vatnsleka í haust. Hún tók á sig alla ábyrgð á eftir- litsleysinu og baðst afsökunar á því á hinu háa Alþingi. Hún frið- aði flesta með þessum hreina og beina málflutningi. Það vildi alla- veganna enginn drekkja henni í vatnselgnum á Vellinum. Tæknimaður ársins Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjölyrða um orð vænt- anlegs þingmanns kjördæmisins um yfirsjónir á embættismanna- ferli sínum. Þetta var allaveg- anna hrikalegur afleikur... svona tæknilega séð. Flutningamenn ársins Kaninn fór í miklu fússi. Það vita allir. Honum lá hins vegar svo mikið á að öllu sem hönd á festi var pakkað niður og sett í gáma. Verktaki einn var hepp- inn að ná aftur Bobcat-vél sem hafði verið sett í gám á meðan starfsmenn skruppu í mat. Frambjóðandi ársins Kristján Pálsson styggði marga félaga sína í hjörð Sjálfstæðis- manna með T-inu fræga fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að alllt virtist fallið í ljúfa löð var Krist- ján ekki að hljóta brautargengi í prófkjöri í haust. Hann lenti í 11. sæti af 13 frambjóðendum og má leiða að því getum að T-ið hafi verið geymt en ekki gleymt. Hver gæti annars gleymt stuðningslaginu góða? Innflytjandi ársins Í sama próf kjöri var Árni Matthiesen í efsta sæti. Sem fjármálaráðherra hefði hann getað óskað sér betri kosningar en flokksmenn í kjördæminu voru greinilega ekki hrifnari en svo af innflutningi á pólitísku kjöti. Það þarf víst meira til en að veifa Keflavíkurtrefli á fót- boltaleik. Skemmtileg staðreynd í þessu tilliti er að Hafnarfjarðargoðinn vék sæti í Suð-Vesturkjördæmi fyrir varaformanni flokksins, sem er... jú einmitt, dóttir Gunn- ars Eyjólfssonar, sem er Keflvík- ingur í húð og hár. Sakamál árins Meintur þjófnaður á flugvall- ar tækj um sem voru áður í eigu Kanans komust í hámæli skömmu eft ir brotthvarf ið. Meðal þess sem saknað var var svokallaður „töggur“, eða drátt- arbíll fyir flugvélar. Hvernig þjófarnir komu tækinu undan var mikil ráðgáta, enda hámarks- hraði þess um 20 km á klst. Enda kom í ljós að menn frá Land helg is gæzl unni höfðu tekið tögginn traustataki og sett inn í geymslu á vellinum og allar kenningar um að kagg- anum hafi verið stolið reyndust misskilningur. Fréttamenn voru teknir í Landhelgi, Töggurinn var í öruggri Gæzlu og alla veg- ana ekki farinn út fyrir 12 míl- urnar. Lóðarí ársins Deilur risu upp um lóðina á milli KFC og Frekjunnar í Njarð- vík þar sem Samkaup hafa haft í hyggju að reisa nýjar höfuð- stöðvar. Glöggir áhorfendur þessa máls voru fljótir að sjá víglínuna út þar sem Sjálfstæðismenn í meirihluta stóðu í vegi fyrir Framsóknarmönnum í Kaupfé- lagsklíkunni. Brigslað var með að Samkaupsmenn hefðu hótað að flytja burt úr bænum ef þeir fengju lóðina ekki, en nú er að sjá hvernig fer. Knattspyrnumenn ársins Keflvíkingarnir Guðmundur Oddsson og Þór Kristjánsson komust á árinu í einstaka stöðu í knattspyrnuheiminum þegar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.