Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. JANÚAR 2007 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM þeir settust í stjórn stórliðs West Ham í enska boltanum. Liðinu hefur ekki gengið eftir vænt- ingum í vetur, en sigur gegn Man Utd ætti að geta hlýjað gömlum Púllurum um hjarta- rætur. Fjöruferð ársins Flutningaskipið Wilson Muuga stímdi beint upp í fjöruna við Hvalsnes undir lok árs. Ekki þótti Sandgerðingum það mikill hvalreki en olíudæling gekk vel og ekkert varð umhverfisslysið. Eigendum skipsins datt í hug að spyrja hvort þeir vildu ekki bara halda skipinu enda mikill túristasegull og aldrei meiri um- ferð út á nesið en einmitt nú. Bæjaryfirvöld þurftu ekki lengi að íhuga þetta „kostaboð“. Nei, takk! Friðardúfur ársins Margir hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir rákust á frétt um að bæjarstjórn Voga lýsti því yfir að engin kjarnorku- vopn væru geymd í sveitarfélag- inu hvorki nú né áður fyrr, eftir bestu vitund bæjarstjórnar. Lék nokkur vafi á þessu? Höfðu sögusagnir þess efnis gengið lengi og tími kominn til að kveða niður slúðrið? Hvað sem var er alla veganna gott að vita til þess að svona vítisvélar er ekki að finna í skúmaskotum í Vogum. Nú bíða allir spenntir eftir að hin sveitarfélögin gefi svipaða yfirlýsingu. Það ætti ekki að saka... nema einhver hafi eitthvað að fela. Getur verið að sveitarfélögin lumi á kjarnorkuvopnum? Starfskraftur ársins Sól veig Sig fús dótt ir lét af störfum í sumar eftir að hafa unnið í 44 ár hjá Apótekinu við Tjarnargötu. Þetta kallar maður tryggð við vinnnustað og aðdá- unarverða staðfestu. Það er þörf fyrir fleiri starfskrafta eins og Sólveigu á vinnumarkaðnum í dag. Gúddbæ ársins Stærsta frétt síðustu áratuga á Suðurnesjum náði hámarki þegar Kaninn hvarf endanlega úr herstöðinni. Aðdragandinn var skjótur og fruntalega að brotthvarfinu staðið en þegar upp er staðið hefur atvinnulífið svo sannarlega staðið af sér þetta mikla áfall. Í stað þess að hengja haus eða bíða eftir því að Ríkið reddaði málunum, gegnu Suðurnesjamenn og konur í verkefnið af festu og ákveðni og þarf enginn að efast um að svæðið mun í framtíðinni verða sterkara en það hefði verið með Sám frænda og félaga hans sitj- andi á heiðinni. Myrkrahöfðingjar ársins Á aðventunni þykir tilhlýðilegt að skreyta hús með litríkum ljósum til að vega upp á móti drunga skammdeginsins. Jóla- andinn hefur þó farið framhjá þeim sem hafa stund að að ræna ljósaperum úr jólaskrauti af íbúðarhúsum og vöktu fyrir það landsathygli. Ef um er að ræða börn eða óharðnaða ung- linga, sem er nú líklegast, skulu þau hins sömu skammast sín og setja sig í spor þeirra sem þurfa að þola þessi skemmdarverk. Ef, hins vegar, hér er fullorðið fólk að þykjast vera fyndið þarf það virkilega að skoða sín mál. Nafngift ársins Ekki voru all ir á eitt sátt ir þegar nafn nýja hringtorgsins á mótum Flugvallarvegar og Njarðarbrautar var opinberað. Reykjavíkurtorg var það heillin og fannst sumum sem þar væri verið að snobba fullmikið fyrir höfuðborginni. Nafnið stendur þó og er næsta víst að það mun venjast í sam- félagi þar sem stærri og meiri deilumál gleymast og hverfa eins og hendi sé veifað. Loftfar ársins Stærsta farþegaflugvél í heimi, Airbus 380, kom hingað til lands í haust og spreytti sig á ekta íslenskri veðráttu. Veð- urguðirnir minntu hressilega á sig en gesturinn risavaxni lét það ekki á sig fá og virðist fær í flestan sjó... eða loft... eða eitt- hvað í þá áttina. Áskorun ársins Hjálmar Árnason ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur lýsti hann því yfir í des- ember að hann hyggðist bjóða sig fram gegn Guðna Ágústs- syni í fyrsta sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi. Auðvitað notar Hjálmar ekki þau orð að „fara gegn“ nokkrum manni en það mátti glöggt merkja á við- brögðum varaformannsins að honum var ekki skemmt. Þar sem tveir topp ar koma saman... verður annar að víkja. Það verð ur fróð legt að sjá hvernig fer í prófkjörinu. Fréttafárið á Suðurnesjum í máli og myndum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.