Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR SPORTANNO 2006 II Spaði ársins J ó h a n n Rúnar Krist- jánsson hefur verið óstöðv- andi í borð- tennisíþrótt- inni og var ú t n e f n d u r íþróttamaður fatlaðra í Reykja- nesbæ fyrir skemmstu. Hann varð þrefaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og gerði víðreist er- lendis og keppti m.a. á HM í borðtennis og stóð sig þar með miklum ágætum. Sundtök ársins ÍRB vann af- burðasigur á Aldursflokka- móti Íslands í sundi en m ó t i ð f ó r fram í Vatna- veröldinni í Reykjanesbæ. Sigurinn hjá ÍRB var sá þriðji í röð á þessu móti en að þessu sinni voru það 377 stig sem skildu ÍRB að frá næsta liði. Einnig hafa einstaklingar innan ÍRB áttu góðu gengi að fagna á síðasta ári og slegið hvert metið á fætur öðru. Okkar fólk ársins Nesarar fóru á kostum í sumar á Ís- l a n d s m ó t i ÍF þar sem þeir nældu sér í 16 gull- verðlaun og 7 silfur. Frammistaðan var sú besta hjá einu og sama félaginu í mótinu. NES er eitt sigursælasta íþróttafélag fatlaðra á Íslandi um þessar mundir. Sveifluskot ársins Árni Sigfús- son, bæjar- stjóri Reykja- nesbæjar, var v iðstaddur opnun Sport Court körfu- boltavallar- ins við Holtaskóla. Vitaskuld var hann í Keflavíkur/Njarðvík- urbúningnum en brenndi þrátt fyrir það af fyrsta skotinu. Frá- kastið reif hann sjálfur niður og skoraði úr sniðskotinu. Einnig lét hann vaða að hætti Kareem Abduls Jabbar með sveifluskoti á körfuna. Hárprýði ársins Bikarmeist- arar Kefla- víkur í knatt- spyrnu fengu f r í k a ð a r k l i p p i n g a r fyrir bikarúr- slitaleikinn gegn KR. Íþróttafréttamenn áttu í stökustu vandræðum með að þekkja leikmenn liðsins en allir vissu hvar Baldur var. Framtíðardraumur ársins Fyrsta skóflustungan að Iceland Motopark var tekin á nýliðnu ári og binda a k s t u r s í - þróttamenn sem og fleiri miklar vonir v i ð þ e s s a framkvæmd. Það er Toppurinn sem fer fyrir framkvæmdinni og enginn annar en Árni Sigfússon tók fyrstu skóflustunguna. Sjóður ársins Fyrrum leik- menn Njarð- víkinga sem æfðu undir Krsta Krist- inn Stanojev (Mile) stofn- u ð u Un g - mark í minningu gamla þjálfara síns. Markmið sjóðsins verður að efla unglingastarf UMFN og verður sérstök áhersla lögð á for- varnarstarf. Endurkoma ársins G ö m l u Keflavíkur- kempurnar S i g u r ð u r Ingimundar- son, Albert Óskarsson, Guðjón Skúla- son, Falur Harðarson og Jón Kr. Gíslason tóku fram körfubolta- skóna að nýju og léku undir merkjum Keflavíkur B í Lýsing- arbikarnum. Eftir hetjulega bar- áttu urðu þeir að sætta sig við ósigur í 16 liða úrslitum gegn ríkjandi meisturum úr Grinda- vík. Nett nostalgía í gangi þar. Formaður ársins Sigursveinn Bjarni Jónsson er formaður ársins annað árið í röð hjá Víkurfréttum. Hann fékk mótorhjólareið, nakinn, í kringum Sandgerðisvöll þegar Reynir tryggði sér sæti í 1. deild. Hvað tekur hann til bragðs á næsta ári? Óheppni ársins Knattspyrnumaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson þurfti 27 spor í vinstri lófann á sér eftir flugeldaslys á gamlárskvöld. Haraldur hefur engu að síður hafið æfingar með liði sínu Aalesund. Fall er fararheill. Grýla ársins Keflavíkurkonur unnu loks bug á meinum s ínum í Iceland Express deildinni í körfuknattleik þegar þær lögðu Hauka í Sláturhúsinu seint á síðasta ári. Víkurfréttir fengu hvatningarverðlaun ÍRB þegar Íþróttamaður Reykjanesbæjar var útnefndur á gamlársdag. Hvatningarverðlaunin fengu Víkurfréttir fyrir jákvæða og yfirgripsmikla umfjöllum un íþróttir í gegnum tíðina. Páll Ketilsson, eigandi og ritstjóri Víkurfrétta, tók við verðlaununum. Með honum á myndinni er eiginkona Páls og annar eigandi Víkurfrétta, Ásdís Pálmadóttir og sonur þeirra Páll Orri Pálsson. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar 2006 er þeir lögðu Skallagrím í úrslitum. Brenton var valinn leikmaður úrslitakeppninnar og Einar Árni Jóhannsson fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli sem þjálfari í úrvalsdeild.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.