Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2007, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 16.05.2007, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 16. MAÍ 2007 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Nýlega fór fram skákmót í Heiðarskóla. Fjölmargir nemendur eða 62 úr 3. - 10. bekk skráðu sig til keppni. Í lok mótsins var svo kringdur Skákmeistari Heiðarskóla sem í ár var Sigurður Vignir Guð- mundsson 9. MJ. Hann fær nafn sitt letrað á farand- bikar sem geymdur verður í skól- anum ásamt því að fá eignarbikar. Það var fyrirtækið Milli himins og jarðar og Kristján Pálsson, fram- kvæmdastjóri þess, sem gaf bikar- ana en sama fyrirtæki gaf skólanum í fyrra 10 skákklukkur. Í öðru sæti varð Unnar Már Unnars- son í 7. EE. Jöfn í 3. - 8. sæti voru Hlynur Almar Sölvason 4. HT, Grétar Þór Sigurðsson 8. IS, Jón Ágúst Guðmundsson 6. ÞG, Bjarni Reyr Guðmundsson 10. RR, Evalín Hlynsdóttir 7. EE og Kristinn Ás- geir Gylfason 10. SN. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt skák- mót er haldið í Heiðarskóla og sýndi mikil þátttaka nemenda að ungmenni hafa áhuga á skáklistinni og er fyrirhugað að halda skákmót aftur að ári. Mikil þátttaka á skákmóti Skákáhugi í Heiðarskóla:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.