Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 16.05.2007, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Með gríðarmikla reynslu á bakinu sem leikmaður tekur Teitur Örlygsson nú við körfuknattleiksliði Njarðvíkur og er þetta í fyrsta sinn sem hann verður aðalþjálfari liðs- ins upp á eigin spýtur. Teitur þjálfaði Njarðvíkinga ásamt Friðriki Ragnarssyni leiktíð- ina 2001 en þá var hann einnig leikmaður. Í gegnum tíðina hafa mörg gylliboðin borist inn á borð hjá Teit en hann hafnaði þeim öllum, uns þjálf- unarstaða var á lausu hjá lið- inu sem hann tók þátt í að gera að stórveldi. „Það hafa margir haft samband í gegnum tíðina og sem dæmi má nefna var ég nærri því bú- inn að taka við ÍR á síðustu leik- tíð en hætti svo við aðallega út af vinnunni og tímanum sem hefði farið í það að keyra á milli. Njarðvík datt svo upp í hend- urnar á mér fyrir skemmstu og ég varð að hoppa á tækifærið og gefa þessu séns,“ sagði Teitur í samtali við Víkurfréttir. Teitur er ekki mikið mennt- aður í þjálfunarfræðunum en sem leikmaður komast fáir með tærnar þar sem Teitur hefur hæl- ana. „Ég hef verið hjá fullt af góðum þjálfurum í Njarðvík í gegnum tíðina og í útlöndum en ég byggi mína þjálfun á leik- reynslu en þarf að skerpa á mér og sem dæmi má nefna höfum ég og Friðrik Ragnarsson verð að leita okkur að þjálfaranám- skeiðum til að bæta við okkur.“ Margir velta því fyrir sér hvað Teitur hafi Njarðvíkurliðinu að bjóða sem þjálfari og segir hann að áfram verði lögð áhersla á grimman varnarleik. „Ég vil að Njarðvíkurliðið verði hraðari en það hefur verið síðustu ár og ég mun leggja áherslu á það að auka hraða liðsins. Menn hafa alltaf gott af því að fá nýjan þjálfara og nýjar áherslur inn í starfið. Ég verð með aðstoð- armann á næstu leiktíð en það ræðst bráðlega hver það verður,“ sagði Teitur. Þegar hefur skarð myndast í leikmannahóp Njarð- víkinga þar sem Igor Beljanski samdi við Grindavík en þeir Brenton, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni hafa allir endur- nýjað samninga sína við félagið. „Það er spennandi kjarni í Njarð- víkurliðinu og er næsta skref að finna kana við hæfi, sú vinna fer í gang innan skamms.“ Teitur segir ennfremur að grannaliðin Grindavík og Kefla- vík séu á tánum fyrir næstu leiktíð og bætir því við að Suð- urnesjaliðin séu ekki sátt við árangur síðasta veturs og ætli sér miklu mun meira á næstu leiktíð. „Það eru allir að styrkja sig og það sést að Grindvíkingar verða með hörkulið á næstu leik- tíð,“ sagði Teitur en leikmanna- mál Njarðvíkurliðsins skýrast væntanlega á næstu vikum. Sjálfur var Teitur þekktur fyrir áræðni inni á vellinum og oft sáust lygileg skot langt utan af velli detta niður úr höndum leik- manns nr. 11. Verður mönnum kippt á bekkinn ef þeir ætla að apa eftir ærslafullan leikstíl nýja þjálfarans? „Ég mun ekki hafa þolinmæði fyrir mörgum jafn vitlausum skotum og ég átti það til að taka en ég mun ekki stoppa menn af því ég vil hafa þá æsta inni á vellinum og vil frekar þurfa að róa þá niður heldur en að æsa þá upp. Við viljum skora meira af þessum ódýru stigum og það er óneitanlega skemmtilegra að spila og horfa á sóknarbolta.“ VARÐ AÐ HOPPA Á TÆKIFÆRIÐ VF -M yn d/ Þ or gi ls Suðurnesjaliðin fara vel af stað -Ingvi Rafn kominn á kreik með Keflavík Fótb o l t a s u m a r i ð 2 0 0 7 f e r v e l a f s t a ð h j á Suðurnesjaliðunum og ber þar helst að nefna 2-1 sigur Kef lavíkur á KR síðasta mánudag í Landsbankadeild karla. Guðmundur Steinarsson og Símun Samuelsen gerðu mörk Keflavíkur í leiknum og týndi sonurinn snéri aftur í raðir Keflavíkur. Ingvi Rafn Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík á mánudag síðan snemma sumarið 2005 en hann er óðum að verða betri eftir alvarleg ökklameiðsli. Ingvi kom inn á 87. mínútu og var honum fagnað vel og innilega og komst hann vel frá sínu í leiknum. Keflvíkingar tóku öll stigin í Vesturbænum en næst á dagskrá eru Íslandsmeistarar FH. Keflavík tekur á móti FH á sunnudag á Keflavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 20:00. „Síðustu leikir FH og Keflavíkur hafa verið jafnir leikir þó við höfum ekki fengið mikið úr þeim. Nú reynir á okkur því sigurinn gegn KR sýndi að við höfum þróast sem fótboltalið því við vorum ekki að leika glimrandi bolta en við vinnum leikinn með góðri varnarvinnu hjá liðinu öllu,“ sagði Kristján G u ð m u n d s s o n , þ j á l f a r i Keflavíkur. „Nú er bara að fylgja KR leiknum eftir og taka þennan FH leik. Þeir eru erfiðir við að eiga en nú reynir á,“ sagði Kristján. Reynismenn fóru á kostum í sínum fyrsta leik í 1. deild með 3-0 sigri á Fjölni á mánudag. B r y n j a r G u ð m u n d s s o n , Björn Björnsson og Hafsteinn R ú n a r s s o n g e r ð u m ö r k Reynismanna. Grindvíkingar áttu svo ljómandi leik í Garðabæ á mánudagskvöld þar sem þeir lögðu Stjörnuna 3-1. Mörk Grindavíkur í leiknum gerðu þeir Andri Steinn Birgisson, Mounir Ahandour og Goran Vujic. Með sigrinum bættu Grindvíkingar vel fyrir 5-0 ósigurinn gegn Stjörnunni í deildarbikarnum fyrr á þessu ári. Njarðvíkingar nældu sér í stig í Reykjavík er þeir mættu Leiknismönnum. Lokatölur leiksins voru 2-2 en Alfreð Elías Jóhannsson gerði fyrsta mark Njarðvíkinga en annað mark þeirra grænu kom eftir sjálfsmark frá heimamönnum. Heil umferð fer fram í 1. deild karla á föstudag en nánar verður hægt að lesa um þá leiki á vefsíðu Víkurfrétta, www.vf.is. Á sunnudag mætast svo Keflavík og FH kl. 20:00 í Keflavík. Markaskorarar Sandgerðinga frá vinstri: Björn, Brynjar og Hafsteinn. VF -M yn d/ J ón Ö rv ar Ingvi kominn á ról með Keflavík. Fagnaðarlæti Keflvíkinga létu ekki á sér standa í Vesturbænum á mánudag. VF -M yn d/ J BÓ ..ég vil hafa þá æsta inni á vellinum og vil frekar þurfa að róa þá niður heldur en að æsa þá upp..

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.