Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 23
23ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Eldri ungmennafélagar úr Reykjanesbæ náðu frá- bærum árangri á Landsmótinu í Kópavogi um síðustu helgi. Byrjað var að keppa í boccia á fimmtudagsmorguninn og Reykjanesbæingar stóðu sig með prýði og hrepptu silfur og brons. Þeir sem voru í silfurlið- inu voru Marinó Haraldsson, Soffía Guðlaugsdóttir og Jó- hann Alexandersson en bronsið hlutu Ísleifur Guðleifsson, Jóna Björg Georgsdóttir og Guð- bergur Ólafsson einnig var lið frá Reykjanesbæ í 5. sæti. Alls tóku 56 eldri ungmennafé- lagar þátt í setningu Landsmóts- ins. Mjög góður árangur náð- ist einnig í púttkeppninni. Í kvennaflokki unnu þær Gerða Halldórsdóttir silfur og Hrefna Ólafsdóttir brons en gullið fékk Valgerður Pálsdóttir Nesklúbbi. Í karlaflokki voru herrarnir frá Reykjanesbæ í öllum verðlauna- sætum Marinó Haraldsson með gull Hilmar Pétursson með silfur og Högni Oddsson með brons. Laugardagurinn byrjaði með keppni í línudansi sem fór þannig að Akranes var með gullið Reykjanesbær með silfur og lið frá Reykjavík með brons. Stjórnandi línudanshópsins er Ásta Sigurðardóttir en hópur- inn, sem samanstendur af 13 konum með meðalaldurinn 69 ár, stóð sig með mikilli prýði. Á laugardeginum voru einnig sýningaratriði, hringdansar á grasvellinum í Fífunni og leik- fimisýning í íþróttahúsinu í Sala- hverfinu. Þjálfari dans- og leikfimihóps- ins er Eygló Alexandersdóttir en hópurinn samanstendur af 28 manns sem öll gerðu sitt allra besta og hópurinn var sam- stilltur og flottur, enda búið að þjálfa mikið og vel. Á laugardagskvöldið var síðan haldin grillveisla í Hvammi þar sem sigrum mótsins var fagnað og borðaður gómsætur grill- matur. Frábær árangur eldri borgara á Landsmótinu Lið Keflavíkur í körfuknattleik hefur samið við Denis Ikovlev sem mun leika með liðinu á næsta vetri. Denis þessi er af úkraínsku bergi brotinn en lék með Nevada-Reno háskólanum í vetur þar sem liðið gerði góða hluti og var í 10. sæti á styrkleikalista háskólaliða. Hann er um tveir metrar á hæð, góður varnarmaður og sterk skytta sem er einnig notaður undir körfunni. Hann er væntanlegur hingað til lands lok ágúst og mun eflsust styrkja Keflavíkurliðið, sem ætlar sér stærri og meiri hluti en á síð- asta ári. Keflvíkingar hafa þegar styrkt hópinn með tveimur leikmönnum, þeim Sigurði Sigurbjörnssyni og Vilhjálmi Steinarssyni. Sigurður er 25 ára bakvörður, uppalinn í Keflavík, en lék með Grindavík á síð- asta tímabil. Vilhjálmur er 24 ára framherji 190 cm. á hæð og hefur allan sinn feril leikið með Haukum. Keflavík semur við Ikovlev Körfuknattleikslið Kefla-víkur í karla- og kvenna- flokki máttu sætta sig við tap í úrslitaleikjum Landsmóts UMFÍ sem fór fram um helg- ina. Engu að síður sigraði Keflavík í heildarkeppninni þar sem ekkert lið náði jafn- góðum árangri samanlagt. Kvennaliðið tapaði fyrir Hafn- firðingum í ÍBH, sem eru Ís- lands- og bikarmeistarar Hauka, 47-21, og var nokkur munur á liðunum eins og tölurnar gefa til kynna. Karlaleikurinn, þar sem Kefla- vík mætti Fjölni, var mun jafn- ari á allan hátt þar sem staðan var 39-39 eftir venjulegan leik- tíma og þurfti því að framlengja eftir flugeldasýningu Magnúss Þórs Gunnarssonar sem jafnaði leikinn fyrir Keflvíkinga. Eftir spennandi framlengingu þar sem flest stigin komu af víta- línunni voru Fjölnismenn sterk- ari og höfðu að lokum sigur, 47-45. Stigahæstur hjá Fjölni var Hörður Vilhjálmsson með 18 stig og Kristinn Jónasson setti 12. Hjá Keflavík var Magnús Gunn- arsson atkvæðamestur með 16 stig og Sigurður Gunnar Þor- steinsson skoraði 12. Þá voru Grindvíkingar í 5. sæti hjá körlum. Þeir lögðu Stjörn- una örugglega í umspili, 54-37. Keflavík landsmóts- meistari í körfu Gefins Vel með farið Chesterfield sófasett fæst gefins gegn því að vera sótt. Upplýsingar í síma: 862-3799 Sigurður Þorsteinsson átti góðan leik fyrir Keflavík í úrslitunum. Hér á hann við Kristinn Jónasson í liði Fjölnis. VF-mynd/Stefán

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.