Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.08.2007, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.08.2007, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Náttúruperlur á Reykjanesi: Ljósmyndir: Ellert Grétarsson Fés og fígúrur -kynjamyndir í náttúru Reykjanessins Íaldanna rás hefur Móðir náttúra með kröftum sínum mótað sína skúlptúra og listaverk í kletta og klungur. Í úfnu hrauni eða veðruðu móbergi má oft kom auga ýmsar kynjamyndir, and- lit og fígúrur í fjölbreyttustu myndum. Ekki er ólíklegt að þessi furðuverk hafi fyrr á árum verið kveikjan að þjóðsögum og í gegnum aldirnar haldið lífi í skáldaglóð söguþjóðarinnar um álfa, tröll og aðrar vættir. Hér er sýnishorn af ljósmyndum sem Ellert Grétarsson, ljósmynd- ari Víkurfrétta, hefur tekið á gönguferðum sínum út á Reykjanesi þar sem finna má fjölbreyttar og kynngimagnaðar kynjamyndir við hvert fótmál, þ.e. ef maður hefur augun opinn og gefur ímyndunar- aflinu lausan tauminn. Sjá fleiri myndir á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.