Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Elskuleg dóttir mín, Sigurbjörg (Sibba) Alfreðsdóttir Seattle, Bandaríkjunum áður Suðurgötu 31 í Keflavík lést á heimili sínu í Seattle þ. 23. okt. sl. Bálför fór fram í Seattle 30. okt. sl. Fyrir hönd aðstandenda Þóra Finnbogadóttir Raborn ✝ Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar, Saltfiskssetursins og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns verður laugardaginn 3. nóvember og hefst k l . 13:00. Gangan byrjar við nýja söguskiltið af Þórkötlustaðanesinu, sögusviði sjósóknar og útgerðar. Skiltið er staðsett rétt fyrir ofan gömlu bryggjuna. Genginn verður stuttur hringur á Nesinu frá skiltinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu. Gengið spölkorn með ströndinni og horft yfir Þórkötlustaðasund þar sem forn- konan Þórkatla mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast. Gengið verður að gömlu þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni og í áttina að vitanum. Ýmislegt verður skoðað sem fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn sjá um fræðsluna. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í lok göngu er boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót. Gangan tekur rúman klukkutíma með fræðslu- stoppum. Gengið er í grasi að mestu og því er gott að vera í góðum skóm. Til að sigla rétta leið inn Þórkötlustaðasundið í Grindavík var tekið mið af sundvörðum. Mynd: ÓSÁ Sögusvið sjósóknar og útgerðar í Grindavík Menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.