Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Helgi Arnarson tekur við Njarðvík Helgi Arnarson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu en hann tekur við af nafna sínum Bogasyni sem sagði starfi sínu lausu að lokinni síðustu leiktíð eftir sjö ára veru hjá félaginu. Helgi Arnarson mun einnig hafa yfirumsjón með 2. flokki félagsins. Helgi var aðstoðarmaður hjá Helga Bogasyni í sumar en hann er 40 ára að aldri og er með KSÍ A gráðu þjálfararétt- indi. Helgi er öllum hnútum kunnugur í Njarðvík þar sem hann þjálfaði meistaraflokk félagsins á árunum 1996-98. Þeir Eyþór Atli Einarsson og Haukur Ólafsson hafa haldið aftur til sinna félaga þar sem þeir voru í láni hjá grænum. Varnarjaxlinn Snorri Már Jónsson er líkast til hættur knattspyrnuiðkun og verður skarð hans vandfyllt í Njarð- víkurliðinu. Grannarimma í gærkvöldi Ke f l av í k o g Gr i nd av í k mættust í Icleand Express deild kvenna í gærkvöldi. VF fór í prentun áður en úrslit urðu kunn en nánar er hægt að lesa um leikinn á www.vf.is Góð byrjun Njarðvíkurkvenna Njarðv í k tekur á mót i Haukum B í 1. deild kvenna í kör f u knatt l e i k annað kvöld. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst kl. 19:15. Njarðvík hefur unnið tvo fyrstu deildarleiki sína og mæta Haukum B í hörkuleik í kvöld en þessi tvö lið eru talin vera þau sterkustu í 1. deildinni. Frítt verður á leikinn í boði Trésmíðaverkstæðis Stefáns og Ara. Sesselja og Hákon heit á pútterunum Samkaupsmót Púttklúbbs Suðurnesja fór fram þann 25. október síðastliðinn þar sem þau Hákon Þorvaldsson og Sesselja Þórðardóttir fóru með sigur af hólmi. Hákon lék á 63 höggum en Sesselja á 68 höggum. Reynismenn hala inn fyrstu stigunum Reynir nældi sér í sín fyrstu stig í 1. deild karla í körfubolta um síðustu helgi eftir 86-79 sigur á Þrótti í Vogum eftir framlengdan leik. Leikurinn var í járnum allan tímann en Reynir reyndist sterkari aðilinn í framlengingunni. Þróttur situr enn á botni deildarinnar en bæði lið eru nýliðar í 1. deildinni og ljóst að róðurinn framundan er nokkuð þungur. Slær öll gömlu metin Sundkonan Erla Dögg Har-aldsdóttur úr ÍRB hefur verið að gera það feykilega gott að undanförun og hefur hún sett fimm Íslandsmet í sundi á síðustu tveimur vikum. Tvö þessara meta hafa staðið í tæp 20 ár. Framundan eru Ólympíuleikarnir í Pek- ing 2008 og sagði Steindór Gunnarsson þjálfari Erlu hjá ÍRB að nú sé hún klár til þess að ná Ólympíulágmörk- unum enda sjóðheit um þessar mundir. Víkurfréttir tóku púlsinn á Erlu sem nú er stödd í Boston í Bandaríkj- unum þar sem hún hyggst gangast undir SAT próf til þess að reyna við nám á há- skólastigi í Bandaríkjunum. Fríður hópur sundmanna frá ÍRB er nýkominn heim frá Dan- mörku þar sem Danish Open sundmótið fór fram. Erla fór hreinlega á kostum í mótinu þar sem hún bætti tæplega 20 ára gömul met Ragnheiðar Runólfsdóttur, sundkonu frá Akranesi. Metin setti Erla í 50 og 100 m bringusundi en hún synti á tímanum 32.76 í 50 m og 1.10.16 í 100 m. Met Ragn- heiðar voru 32.93 og 1.10.66. „Ragnheiður hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með árangurinn. Við þekkjumst vel en hún hefur hvatt mig áfram í gegnum tíðina og hefur mikla trú á mér,“ sagði Erla og viður- kenndi að það væri nokkuð sér- stakt að annar sundmaður væri að hvetja sig áfram til árangurs og til þess að slá sín gömlu met. „Hún er metnaðargjörn og vill sjá framfarir í sundinu,“ sagði Erla en árangur hennar í Danmörku um helgina mun ekki duga henni inn á Ólympíu- leikana. Samkvæmt reglunum verða Ólympíulágmörkin að nást í 50 m laug en mótið í Danmörku fór fram í 25 m laug. Erla setur engu að síður markið hátt og ætlar sér að komast til Peking á næsta ári. „Næsti séns til þess að ná Ólympíulágmörkunum er í byrjun desember, þá fer ég með landsliðinu til Hollands og mun reyna við lágmarkið í 200m fjórsundi. Ef það gengur engan veginn upp þá kannski reyni ég við lágmarkið í öðru sundi,“ sagði Erla sem hyggur á nám í Bandaríkjunum þegar hún hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Mig langar til Kaliforníu en maður sækir um í marga skóla. Það heillar mig mest að fara í fjármálaverkfræði eða aðrar viðskiptagreinar þar sem er mikil stærðfræði,“ sagði Erla en það er eitt af hennar uppá- halds fögum í náminu. „Það væri gott að komast út á skóla- styrk og komast að hjá sterku sundliði. Það þýðir bara meiri tími í lauginni,“ sagði Erla sem næst mun keppa á Íslandsmeist- aramótinu hér heima innan nokkurra vikna. Erla er vafalítið ein sterkasta sundkona landsins og að und- anförnu segist hún vart hafa gert sér grein fyrir því að margir hafi verið til kallaðir í metabækurnar en fáir komist að. Hún segist þó ekki enn vera komin á hátind ferils síns. „Nei, ég er ekki alveg á há- tindinum. Ég er að eiga gott tímabil núna og komin með fimm Íslandsmet í röð en ég vil samt gera betur, komast inn á Ólympíuleikana og standa mig vel þar. Þá verð ég kannski komin á toppinn.“ Met Erlu síðustu tvær vikurnar 13. október Íslandsmet í 200m flugsundi, tími 2.18.22, gamla metið var frá 2006 og það átti Sigrún Brá Sverrisdóttir sundkona úr Fjölni 2.19.34 14. október Íslandsmet í 100m fjórsundi, tími 1.03.48, gamla metið var frá 2006 og var í eigu Ragnheiðar Ragnarsdóttur sundkonu úr KR 1.03.66. 25. október Íslandsmet í 50 og 100m bringusundi í einu og sama sundinu, tímar 32.76 og 1.10.16. Metin voru frá 1989 og voru í eigu Ragn- heiðar Runólfsdóttur sundkonu frá Akranesi. 32.93 og 1.10.66. 28. október Íslandsmet í 50m bringusundi tími 32.35. Bætti eigið meti frá fimmtudeginum 32.76. Keflvíkingar á toppnum Keflvíkingar sitja einir á toppi Iceland Express deildar karla í körfuknatt- leik eftir góðan sigur í grannarimmunni gegn Njarð- vík síðasta sunnudag. Allt annað er að sjá til Keflvíkinga á þessari leiktíð en þeirri síð- ustu og ljóst að þeir verða í harðri baráttu um alla þá titla sem í boði verða í vetur. Bikar- meistarar ÍR mæta í heimsókn í Sláturhúsið í kvöld kl. 19:15. Erlendu leikmenn l iðsins hafa verið að finna sig vel að undanförnu og virðast falla vel inn í leik Keflavíkurliðsins. Ó n e i t a n l e g a e r k o m i n n meistarabragur á lærisveina Sigurðar Ingimundarsonar sem réðu lögum og lofum í leiknum gegn Njarðvík frá upphafi til enda. Þá mætast Njarðvík og KR í sínum fyrsta deildarleik í kvöld síðan KR tryggði sér Íslands- meistaratitilinn en leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Reykja- vík og Grindvíkingar mæta Tindastól á Sauðárkróki. Síðasta tímabil var bikarlaust á Suðurnesjunum og verður það vafalítið mikið keppikefli hjá þjálfurum þessara toppliða að reyna að endurheimta einhvern skerf af dollunum sem hurfu til Reykjavíkur í fyrsta sinn í langan tíma. Tekst það eða eru Suðurnesin farin að gefa eftir sem helsta vígi íþróttarinnar? Erla Dögg Haraldsdóttir Tommy Johnson hefur verið að leika vel í Keflavíkurliðinu. Hann setti 18 stig yfir græna á sunnudag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.