Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Sensa, IP samskiptalausnir, stofnuð: 2002 Fjöldi starfsmanna: 17 Músafjöldi: 53 Tölvupóstar á viku: 3467 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 36 04 4 01 /0 7 Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúanet á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi Nýstofnað alþjóðlegt fjár-festingarfélag um sjálf- bæra orku vinnslu, Geys ir Gre en E n er g y, í e i g u F L Group, Glitnis og VGK hönn- unar, stefnir að því að fjárfesta fyrir 80 milljarða íslenskra króna víða um heim í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu. Þá mun fyrir- tækið leita tækifæra í nýtingu jarðvarma og fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarma- orkuvera. Gert er ráð fyrir að Geysir taki þátt í kostnaði við uppbyggingu á orkusetri í bænum í samvinnu við Reykjanesbæ og fleiri sem þekk ingu hafa og reynslu í þessum málaflokki. Reykjanes- bær mun kaupa 2,5% hlut í félag- inu og verða höfuðstöðvar félags- ins í bæjarfélaginu. Aðilar horfa mjög til samstarfs við Hitaveitu Suðurnesja sem er framsækið og öflugt orkufyrirtæki. FL Group er leiðandi hluthafi í félaginu sem stofnað var í jan- úar á þessu ári en auk Glitnis og VGK-hönnunar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila. Geysir Green Energy mun einbeita sér að tæki- færum í nýtingu jarðvarma, fjár- festingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, annast yfir- töku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast. Mikil reynsla er nú þegar innan fyrir- tækisins á þessu sviði. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fagnar því að fá nýjan og öflugan aðila inn í atvinnulíf bæjarins. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi fyrir samfélagið hér. Ég er ekki í vafa um að þetta öfluga fyrir- tæki mun virka sem segull á önnur fyrirtæki sem sérhæfa sig á sviði rannsókna og tækni- vinnu í orkugeiranum en það mun standa með okkur að upp- byggingu orkugarðs og alþjóð- legs þekkingarsamfélags hér á Reykjanesi. Reykjanesbær, sem stærsti hluthafi í Hitaveitu Suð- urnesja, telur skynsamlegt að byggja á reynslu Hitaveitunnar í rannsóknum, vinnslu og rekstri jarðvarmavirkjana hér á landi og við viljum halda forystuhlut- verki okkar í því fyrirtæki. Með Geysi Green Energy er komið gríðarlega öflugt útrásarfyrir- tæki sem ætlar sér stóra hluti á sviði vistvænnar orku. Við erum stolt af að vera þátttakendur í verkinu og að fyrirtækið sjái þau tækifæri sem hér bjóðast.“ Hannes Smárason, stjórnarfor- maður Geysis Green Energy, segir FL Group binda miklar vonir við uppbyggingu Geysis Green Energy. ,,Orkugeirinn býður upp á spennandi framtíð og möguleika um allan heim sem Geys ir Green Energy stefnir að því að nýta sér. Við fögnum þeim áfanga sem þetta samkomulag felur í sér. Eig- endur Geysis vilja byggja félagið upp hratt og örugglega og þetta samstarf mun auðvelda okkur að ná því mark miði”, sagði Hannes og bætti því við að gert væri ráð fyrir að fjárfesta fyrir allt að 80 milljarða íslenskra króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis, segir að mikil starfsemi í kringum jarðvarma hafi byggst upp í Reykjanesbæ. „Þekking og áhugi á frekari uppbyggingu atvinnugreinarinnar er mikill í bænum og ég er mjög spenntur fyrir því samstarfi sem nú er í burðarliðnum. Við teljum að það umhverfi sem hér er fyrir hendi muni skapa Geysi Green tækifæri og hjálpa til að byggja upp það forskot sem fyrirtækið þarf að ná í harðri samkeppni á alþjóða mörkuðum. Við ætlum okkur að nýta jarðhitaauðlindir um allan heim. Nú eru t.d. mik- ilir möguleikar í Kaliforníu og vesturhluta Bandaríkjanna. Þar hafa verið gerðar miklar áætl- anir og eftirspurnin því mikil þar,“ sagði Ásgeir og bætti við að jarðhitaþróun í heiminum hafi verið mest á Íslandi síðasta áratuginn og því væru mögu- leikar okkar miklir með reynsl- una og þekkinguna. TENGLAR - sjá Vefsjónvarp á vf.is Nýstofnað fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu, Geysir Green Energy: Stefnir að 80 milljarða fjárfestingu víða um heim -verður með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. FL Group stærsti hluthafinn. Frá undirritun viljayfirlýsingar um samstarf Reykjanesbæjar og Geysir Green Energy.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.