Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Á útskriftarathöfn Háskól-ans í Reykjavík nýlega tal- aði formaður há skóla ráðs um að fá orð- tæki ís lensk hafi elst jafn illa og það sem segir að bókvit verði ekki í ask- ana látið. Ég tel að flestir, stjórnmála- menn og aðrir, séu sammála for mann in um í þessu efni enda blasir víða við hversu vel menntað fólk getur áorkað í atvinnulífinu og óþarfi er að fjölyrða um það hér. Íslenskir stjórnmálamenn, og nú síðast sveitarstjórnarmenn, hafa að mér virðist ekki enn áttað sig á mikilvægi grunnmenntunar barna okkar og berja í sífellu hausnum við steininn, nú síð- ast í að gera sjálfsagðar leiðrétt- ingu á launum kennara. Ekki gefur það góðar vonir um ár- angur í þeim viðræðum sem framundan eru um nýjan kjara- samning grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga, en sem kunnugt er rennur sá samningur út um næstu ára- mót. Í lok síðustu rimmu skrif- aði ég litla grein á VF.is og var þá örlítið svekktur út í deiluað- ila - ekki síst kennara. Þeirri grein lauk með þeim orðum að nú hlytu allir að hafa áttað sig á að verkföll grunnskólakenn- ara hlytu að heyra sögunni til - þetta hefði verið í síðasta skipti sem við þyrftum að horfa á slíkan harmleik. En það virðast því miður vera ákveðnar líkur á að sama staða geti komið upp og árið 2004 - það er því rík þörf á hugarfarsbreytingu meðal sveitarstjórnarmanna í þessu landi. Ágæt vinkona mín hefur verið grunnskólakennari í um 10 ár og er í fullu starfi sem slíkur. Föst mánaðarlaun hennar nú eru um 218 þús. á mán uði eða um 150 þús. kr eftir skatt. Að mínu mati laun sem eru í engum takti við vinnu, ábyrgð og menntun. Við verðum ein- faldlega að fara að meta störf kennara að verðleikum - það er einfaldlega til hagsbóta fyrir okkur öll og skilar sér hratt til baka. Eftir að síðasta verkfalli lauk þá hef ég gert mér far um að kynna mér skólastarf og starf kennara, enda átt þar hægt um vik þar sem að dætur mínar eru nemendur í Holtaskóla í Reykja- nesbæ. Ég hef séð með eigin augum hve gott starf er unnið í þeim ágæta skóla af stjórn- endum og afar hæfum kenn- urum og ég má ekki til þess hugsa að þetta sérmenntaða fólk með þessa reynslu hverfi á önnur mið - til annarra starfa. Starf þessa fólks er svo sannar- lega ekki metið að verðleikum, ekki af yfirmönnum þess og ég leyfi mér að fullyrða í fæstum tilvikum af foreldrum sem þó gera kröfur um að fá sem besta þjónustu fyrir sín börn. Það er komið að því að við breytum þessu. Sveitarfélögin þurfa að byrja á því sjálfsagða verki að leiðrétta laun kennara skv. ákvæðum í kjarasamningi - það þarf ekki að ræða frekar. Þegar því er lokið þurfa sveitarfélögin að semja um að rík ið klári nú í eitt skipti fyrir öll yfirfærslu grunnskólans með tilheyrandi fjár framlögum. Má þar til dæmis nefna réttláta skiptingu fjármagnstekjuskatts milli ríkis og sveitarfélaga sem að nú um stundir rennur óskiptur í ríkis- kassann ef mér skjátlast ekki. Ég heiti á sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ að taka nú frum- kvæðið í þessum málum. Við þurfum á hugarfarsbreytingu að halda hjá þeim sem fara með samningamál kennara - skipta varamönnunum inná - (hugsanlega í báðum liðum). En það þýðir ekkert að hefja seinni hálfleik fyrr en að sveit- arfélögin hafa náð að tryggja það fjármagn sem þarf frá ríkis- valdinu og svo samstöðu um að gera þurfi grundvallarbreytingu á kjörum kennara. Ráðamenn sveitarfélagsins hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að liggja á liði sínu og hafa undafarið látið verkin tala í hinum ýmsu málum. Þeir hafa meðal annars áttað sig á gildi menntunar enda tók þá ekki nema örfáa mánuði að rífa upp eitt stykki íþróttaakademíu í plássinu. Ég hef því fulla trú á því að okkar ágætu bæjarstjórn- armenn, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, sem öðrum fremur hefur sýnt í verki að hann hefur trú á að menntun sé framtíðin, taki nú frumkvæðið, breyti um stefnu í þessum mála- flokki og sjái til þess að kollegar þeirra breyti um hugsunarhátt. Þorsteinn Magnússon Háholti 16 Keflavík Dagana 5.- 16. febrúar fer fram á HSS hin ár-lega leit að brjósta og leghálskrabbameini meðal kvenna á svæðinu. Aldrei verður of oft brýnt fyrir konum að sinna þessu kalli um leið og boðunarbréfið dettur inn um bréfalúguna. Hér er um að ræða ódýra fjárfestingu sem ávaxtar sig í formi vellíðan þess sem sinnir kalli en ekki síður að ef breytingar finnast er lang líkleg- ast að fjarlægja megi þær án þess að aðgerðin skilji eftir sig viðvarandi líkamslýta. Það þarf ekki að minna á að brjóstakrabbamein er al- gengasta krabbamein meðal kvenna og heggur skörð í hóp ungra einstaklinga sem eru í blóma lífsins. Þannig var því einnig varið með leghá- skrabbameinið sem tók frá okkur bráðungar konur stundum með kornabörn á framfæri. Forsenda þess að fyrirbyggjandi leitarstarf skili sér er auðvelt aðgengi að þeim líkamshlutum sem skoða á, að framkvæmdin sé tiltölulega ódýr og meðgöngutími sá er tekur eðlilega frumu að umbreytast í illkynja vöxt sé langur. Þessu er öllu til að dreifa þegar brjósta og leghálskrabbamein á í hlut. Því er auðvelt að að hvetja konur til að koma og nýta sér þessa nærþjónustu sem nú er við húsvegginn. Að þessu sinni eru tveir skoðunar- læknar við störf, Anna Salvarsdóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum kvenna, og sá er þessar línur skrifar. Við viljum sjá sem flestar konur nýta sér þessa þjónustu enda höfum við reynt að skapa þær aðstæður sem ættu að auðvelda konum þessa heimsókn á HSS. Konráð Lúðvíksson lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Bókvitið verður í askana látið Þorsteinn Magnússon skrifar: Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri HSS, skrifar: Mikilvæg leit að legháls- og brjóstakrabbameini VANTAR ÞIG SVÖR VIÐ EINHVERJU? Sendu okkur línu á Víkurfréttir á póstfangið: postur@vf.is og blaðamenn skoða málið. Ef málefnið á erindi í fjölmiðla leitum við svara hjá réttum aðilum og birtum umfjöllun um málið í blaðinu og á vf.is. 100% trúnaði heitið sé þess óskað.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.