Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 08.02.2007, Blaðsíða 23
23ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 1 Newcastle-Liverpool 1 X X 2 2 Chelsea-Middlesbro 1 1 3 Everton-Blackburn 1 1 4 Man.Utd.-Charlton 1 1 X 5 Portsmouth-Man.City 1 X 2 6 Sheff.Utd.-Tottenham X 2 1 7 West Ham-Watford 1 1 2 8 Coventry-Cardiff 2 1 X 2 9 Leeds-Crystal Palace X 2 1 2 10 Luton-Norwich 1 1 11 Plymouth-Sunderland 1 X 1 12 Preston-Wolves 1 1 13 W.B.A.-Southampton 1 X 2 1 Fyrirtækjaleikur barna- og unglingaráðs Keflavíkur Þeir Kristján og Davíð sjá um seðilinn fyrir Brunavarnir Suðurnesja en Georg Kristinn Sigurðsson valdi á seðilinn fyrir Hjalta Guðmundsson. Nú er 6. leikvika en í síðustu viku mættust Stuðlaberg og Myllubakkaskóli og hafði Stuðlaberg sigur með yfirburðum. Fjögur fyrirtæki voru með 10 rétta í síðustu viku og byrjuðu því keppnina með glæsibrag. Við sjáum á laugardag hvernig leiknum vindur fram. Hjalti Guðmunds. Réttstöðumót Massa fer fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á laugardag og þar verður Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2006 á meðal þátttakenda. Sævar Ingi Borg- arsson hefur farið sigurför um lyftingaheiminn en mun ekki geta beitt sér að fullu á laugardag sökum bakmeiðsla. Sævar er keppnismaður mik- ill en ætlar að reyna að halda aftur af sér á laugardag, til að byrja með. „Það var fín hvatning að vera út- nefndur lyftingamaður Reykja- nesbæjar 2006 og það segir manni bara að halda áfram og bæta í,“ sagði Sævar sem stefnir að því að taka um 230-240 kg í réttstöðunni um helgina. Brók- arlaust, eða án hjálparbúnaðar í lyftingum, á Sævar best 245 kg í réttstöðulyftu. „2006 var næst besta árið mitt í lyftingum en 2005 varð ég heimsmeistari slökkviliðs- og lögreglumanna og Íslandsmeistari í kraftlyft- ingum og bekkpressu ásamt einhverju öðru,“ sagði Sævar hress í bragði. Á síðasta ári varð Sævar Reykjanesmeistari í bekkpressu og réttstöðu, fógeta- meistari í bekkpressu og Íslands- meistari í bekkpressu. Áður en Sævar hóf að stunda lyftingar af krafti var hann að taka þátt í fitnesskeppnum og stefnir hann að einni slíkri í haust. „Ég er búinn að bæta mig allsstaðar nema í samanburði en ég ákvað að hvíla mig aðeins á fitness- inu og fara meira út í lyftingar, þroska líkamann til að ná betri samanburði,“ sagði Sævar en í fitness eru keppendur kallaðir upp á svið og kallast það sam- anburður þegar dómarar fara vökulum augum yfir skrokk- ana. „Ég þurfti að bæta smá kjöti á mig og gerði það í lyft- ingunum. Eftir réttstöðumótið um helgina held ég áfram að byggja mig upp fyrir Icefitness í haust,“ sagði Sævar. Gera má ráð fyrir hrikalegum átökum í Massa á laugardag og hver veit nema Sævar fari örlítið fram úr sjálfum sér og setji upp smá sýningu. Mótið hefst kl. 13:00 í aðstöðu Massa í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Á góðum batavegi Gylfi Freyr Guðmunds-son, Íslandsmeistari í Motocrossi, er á góðum bata- vegi eftir aðgerð sem hann fór í á öxl í desember. Gylfi fór fyrst úr axlarlið í vinstri öxl í apríl 2006 og á bikarmóti í sept- ember á síðasta ári datt hann tvisvar á öxlina. Eftir það var öxlin að angra hann en Gylfi hélt út Íslandsmótið og fór svo í aðgerð í desember. „Hendin er góð og ég get hreyft hana núna en hún á það til að verða aum,“ sagði Gylfi sem stundar líkamsræktina af krafti til þess að koma öxlinni aftur í samt horf. Gylfi Freyr á Íslands- meistaratitil að verja en fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á keppnisárinu fer fram í apríl. Gylfi sagði ennfremur að hann ætti um mánuð eftir af bata- ferlinu og myndi koma aftur sterkur til leiks í sumar. Grindavík og Njarðvík mæt-ast í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í Iceland Express deild karla. Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 26 stig en Grindavík hefur 16 stig í 6. sæti. Í Sláturhúsinu í kvöld tekur Keflavík á móti Þór úr Þorlákshöfn. Reikna má með hörkuleik í Röstinni þegar Friðrik Ragnars- son, þjálfari Grindavíkur, tekur á móti sínu gamla félagi en Grindavík rétti vel úr kútnum með sigri á ÍR í Seljaskóla í síð- ustu umferð. Brenton Birming- ham hefur verið að leika eins og sá sem valdið hefur í röðum Njarðvíkinga og jafnan verið kveikjan að síðustu sigrum liðs- ins. Í Keflavík eru heimamenn sigurstranglegri en þeir leika að öllum líkindum án Bandaríkja- manns í kvöld. Grannaslagur í Röstinni BS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.