Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 10. nóvember 2017fréttir H æstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að hafna kröfum LÍN sem sjóðurinn hafði uppi á hendur einstak­ lingi, sem hafði tekið námslán á sín­ um tíma sem ekki var fullgreitt, og hafði svo farið í gjaldþrot. Skiptum á búi hans lauk án þess að LÍN hefði fengið nokkuð greitt upp í kröfur sínar vegna eftirstöðva námslána einstaklingsins. LÍN freistaði þess að fá fyrningunni slitið svo sjóður­ inn gæti haldið áfram að innheimta námslánin. Hæstiréttur féllst ekki á að skilyrði væru til þess að fá fyrningu krafnanna slitið. FOCUS Lögmenn hafa gætt hagsmuna nokkurra einstaklinga í sömu stöðu og segir eigandi stofunnar, Katrín Smári Ólafsdóttir héraðsdómslög­ maður að dómurinn muni hafa víð­ tækt fordæmisgildi. Stefndi lántaka eftir gjaldþrot Dómurinn sem féll á dögunum í Hæstarétti snýr að konu sem hafði tekið námslán hjá LÍN yfir nokkurra ára tímabil. Vegna lán­ anna voru gefin út tvö skuldabréf til LÍN árið 2005 og var heildar­ lánsfjárhæðin rúmar 3,4 milljónir króna, verðtryggt. Konan lauk námi í maímánuði árið 2006. Samkvæmt skilmálum skuldabréf­ anna hóf konan að greiða af öðru skuldabréfinu tveimur árum síð­ ar. Hún stóð í skilum allt fram til í mars 2010 þegar halla fór und­ an fæti og hún leitaði greiðslu­ aðlögunar hjá umboðsmanni skuldara. Það gekk ekki eftir og í byrjun febrúar árið eftir óskaði hún eftir gjaldþrotaskiptum á búi sínu við héraðsdóm, sem féllst á kröfuna og úrskurðaði hana gjald­ þrota í lok sama mánaðar. Lýstar kröfur í bú konunnar voru tæpar 84 milljónir króna en þar af var krafa Lánasjóðsins rúmar fimm milljónir. Skiptum á búinu lauk hálfu ári síðar án þess að Lánasjóðurinn fengi nokkuð upp í kröfu sína. Við lok skipta á búi kröfunnar hófst nýr tveggja ára fyrningartími á kröfu LÍN. Áður en tvö ár voru liðin stefndi sjóð­ urinn konunni og krafist þess að fyrningu kröfunnar yrði slitið með viðurkenningardómi. Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið LÍN Málið snerist því um tiltekið ákvæði í gjaldþrotalögunum sem gildir til bráðabirgða og var sett 2010. Í ákvæðinu segir að til þess að kröfuhafi geti átt rétt á að fá slitið fyrningu kröfu sinnar á hend­ ur einstaklingi sem fellur undir ákvæðið þurfi hann að sýna fram á að hann hafi af því sérstaka hags­ muni sem og að líkur megi telja á því að hann geti fengið fullnustu á kröfu sinni á nýjum fyrningartíma. LÍN byggði á því að sjóðurinn hefði af því sérstaka hagsmuni, um­ fram aðra kröfuhafa, og færði fyrir því fjölmargar röksemdir. Stefnur sjóðsins voru einatt hátt í 12 blað­ síður. Hæstiréttur hafnaði sjónar­ miðum LÍN og þar með kröfum sjóðsins um að fá fyrningarslitin viðurkennd. Niðurstaðan byggði einkum á því að aðstæður LÍN eða hagsmunir gætu ekki talist sérstak­ ir í samanburði við aðra kröfuhafa, til dæmis aðra lánveitendur. Þá var litið til þess að LÍN er ríkisstofnun, sem fær fé til rekstrar síns m.a. með framlögum úr ríkissjóði. Hvergi kæmi fram að LÍN væri undan­ þegið skilyrðum lagaákvæðisins. Þar sem krafan á hendur einstak­ lingnum hefði ekki orðið til vegna ólögmætrar háttsemi skuldarans væru ekki efni til að fallast á kröfur sjóðsins um fyrningarslitin. Rétt er að geta þess að árið 2010 var sett sérákvæði í lög til bráða­ birgða þar sem kveðið er á um að allar kröfur á hendur einstakling­ um, sem hafa farið í gegnum gjald­ þrotaskipti, fyrnist á tveimur árum í stað fimm áður auk þess sem skil­ yrði til þess að rjúfa fyrningu voru verulega hert. Samkvæmt lögum átti krafa LÍN þannig að fyrnast á tveimur árum frá því að skiptum lauk ef ekkert yrði að gert. Fjölmargir gáfust upp Að sögn Katrínar Smára Ólafs­ dóttur, lögmanns og eiganda hjá FOCUS Lögmönnum, stundaði LÍN það að stefna lántökum, þar sem skiptum hafði lokið á gjald­ þrotabúum innan við tveimur árum áður, til þess að fá slit á fyrn­ ingu viðurkennda fyrir dómi. „Það hafa þegar fallið nokkrir dómar í héraði þar sem dæmt var lántök­ um í vil. Fjölmörgum málum var hins vegar frestað á meðan beðið var niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Katrín Smári. Áðurnefndur dómur mun hafa talsverð áhrif, vitanlega lántakendum til hagsbóta, en að sama skapi hefur það óhjákvæmi­ lega í för með sér að Lánasjóður íslenskra námsmanna mun að öll­ um líkindum þurfa að afskrifa tölu­ verðar fjárhæðir sín megin,“ segir Katrín Smári. Hún segir þó skiljan­ legt að LÍN hafi látið reyna á þessa hagsmuni sína, annað hefði verið brot á jafnræði gangvart lántökum. „Það sem ég er fyrst og fremst að vísa til er þessi aðstöðumunur milli annars vegar lánastofnunar sem fjármögnuð er að hluta með fram­ lagi úr ríkissjóði með sérfræðinga innanborðs, andspænis einstak­ lingum sem enduðu í gjaldþroti í kjölfar hrunsins. Það leikur sér enginn að því að fara í gjaldþrot,“ segir Katrín Smári. Að hennar mati mun dómurinn hafa víðtækt fordæmisgildi fyrir öll þau mál þar sem atvik voru með hliðstæðum hætti. „Hins vegar er mér kunnugt um að all­ margir hafi verið í sömu spor­ um en „héldu ekki út“ ef svo má segja. Þannig gáfust sumir upp og gengu til samninga við LÍN eftir að sjóðurinn hafði stefnt þeim, aðrir mættu ekki í fyrirtöku síns máls í héraðsdómi og í þeim tilvikum var fallist alfarið á kröfur LÍN, lögum samkvæmt þegar aðili heldur ekki uppi neinum vörnum. Aðrir gátu ekki hugsað sér að búa við þessa óvissu og féllust á samningstil­ boð LÍN um „endurfjármögnun“ námslánanna og samþykktu að nýtt skuldabréf yrði gefið út.“ Gríðarlegur aðstöðumunur Katrín kannar nú réttarstöðu einstaklings sem tók slíku tilboði LÍN. „Það sjá það allir að aðstöðu­ munurinn milli samningsaðila er náttúrlega gríðarlegur í þessum tilvikum. Annars vegar höfum við einstakling sem hefur farið í gegn­ um gjaldþrot, misst allt sitt og fær svo greiðsluáskoranir og loks stefnuvott heim til sín með stefnu frá Lánasjóðnum. Það hafa ekki all­ ir tök á að leita ráðgjafar lögmanns. Þeir áttu því yfir höfði sér langt dómsmál með tilheyrandi kostn­ aði. Það þarf ekki að koma á óvart að margir féllust á tillögur LÍN um að klára málið, ganga frá samningi og fá skuldina „í skil“ gegn niður­ fellingu kostnaðar – andspænis kostnaðarsömum og óvissum málaferlum,“ segir Katrín Smári. n Slegið á fingur LÍN í Hæstarétti n Fjölmargir einstaklingar sömdu við sjóðinn áður en dómur féll n Sitja eftir með sárt ennið Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Katrín Smári Ólafsdóttir Segir að margir hafi ekki verið í þeirri aðstöðu að þola löng málaferli með tilheyrandi kostnaði. Þessir einstaklingar hafi samið um skuldir sínar við LÍN og sitji núna eftir með sárt ennið. Lánasjóður íslenskra námsmanna Freistaði þess að halda kröfum sínum lifandi gegn lántakendum sem farið höfðu í gegnum gjaldþrot. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur féllst á þær kröfur. myNdir SiGtryGGur ari Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.