Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 32
Vikublað 10. nóvember 2017 8 Lilja býr í snotru raðhúsi í Fossvoginum ásamt eigin-manni sínum og tveimur börnum þeirra. Heimili hennar er alþýðlegt og laust við allt sem maður myndi kalla snobb. Anddyr- ið tekur á móti manni, fullt af yfir- höfnum barnanna og uppi á vegg hangir litríkt fiðrildi, leirlistaverk eftir dóttur hennar sem leikur við besta vin sinn inni í herbergi þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Á neðri hæðinni dundar son- ur hennar sér í leikjatölvu en Lilja er á fullu að ganga frá í eldhúsinu. „Ég er að fara að halda smá kok- teilboð hérna klukkan sex. Svona er þetta líf nútímakonunnar,“ segir hún og skellir upp úr. Það er ekki að sjá að umræður um stjórnar- myndun séu að taka þessa staðföstu konu á taugum. „Ég er búin að læra að stressa mig ekki of mikið á stjórnmálunum. Það þýðir ekkert. Maður verður að halda ró sinni enda er alltaf eitthvað sem gengur á,“ segir Lilja sem segist aldrei hafa ætlað sér að fara út í pólitíkina þrátt fyrir að faðir hennar, Alfreð Þorsteinsson, hafi verið mjög áber- andi stjórnmálamaður um margra ára skeið. „Þrasið er auðvitað svo- lítið krefjandi og ætli það fæli ekki helst fólkið frá þátttöku. Ég ætlaði mér aldrei í stjórnmál en svo leiddu umfangsmikil verkefni í vinnunni til þess að það varð sjálfsagðara fyrir mig að næstu áskoranir yrðu á þessum vettvangi,“ segir Lilja en að loknum ráðgjafarstörfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum tók hún aftur við stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasam- skipta í Seðlabanka Íslands í eitt ár og var því næst verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu frá 2014, eða þangað til hún tók við embætti utanríkisráðherra árið 2016. Hún nálgaðist pólitíkina til dæmis þegar hún byrjaði að vinna að almennu skuldaleiðréttingunni og losun fjármagnshafta og þegar hún hóf störf hjá forsætisráðuneytinu varð erfitt að víkjast undan. „Áhugi minn jókst jafnt og þétt. Þegar þáverandi forsætisráðherra sagði af sér og óskaði eftir því að ég tæki að mér embætti utanríkisráðherra þá ákvað ég að mæta þeirri áskorun,“ segir hún. Stóð með villingunum í Breiðholti En hvaðan kemur þessi skelegga Framsóknarkona sem svo margir virðast bera traust til? „Ég ólst upp í Breiðholtinu og stundaði grunnskólanám í hinum goðsagnakennda Fellaskóla. Þetta var ótrúlega skapandi og skemmti- legt hverfi, iðandi af fjörugu mannlífi og mér leið alltaf vel í þessu umhverfi. Í Fellaskóla var ég meðal annars formaður nemenda- ráðs í tíunda bekk, fór í ræðulið og tók þátt í helstu spurningakeppn- um,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir að hafa ekki verið neinn Breiðholtsvillingur sjálf hafi hún alltaf staðið með sínu fólki. „Ég var allt of alvörugefinn unglingur til að bera titilinn Breiðholtsvillingur en auðvitað stóð ég alltaf með mínu fólki. Ef upp kom að krökkunum í Fellahverfinu væri kennt um eitt- hvað að ósekju þá var formannin- um að mæta,“ segir hún og hlær að minningunni. Langamma sagði að MR væri besti skólinn á landinu Frá því Lilja var fimm ára hafði langamma hennar alltaf lagt mikla áherslu á að hún færi Menntaskól- ann í Reykjavík og í hennar huga kom því ekkert annað til greina enda hafa langömmur alltaf lög að mæla. Komst til manns í Suður-Kóreu Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir varð fyrst áberandi í fjölmiðlum fyrir um ári, þegar hún tók við embætti utan­ ríkisráðherra. Segja má að leið hennar inn í stjórnmálin hafi haldist í hendur við stærðargráðu þeirra verkefna sem störf hennar hafa fært henni, en áður en hún fór í pólitíkina var hún aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Hún starfaði einnig náið með Alþjóðagjald­ eyrissjóðnum á árunum 2010–2013 og segir þá reynslu hafa haft mikil áhrif á sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.