Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 41
Vikublað 10. nóvember 2017 9 „Við vitum ekki alveg hvernig frétta- veitan á Facebook virkar, hvað verður um öll þessi „læk“ okkar, eða hvað er gert við niðurstöður úr sakleysislegum persónuleikaprófum svo fátt eitt sé nefnt. „Pabbi reyndi að benda mér á að það væru alveg til aðrir skólar. Til dæmis Fjölbraut í Breiðholti. Þá gæti ég bara gengið í skólann. Mér fannst það ekki koma til greina. Ég treysti langömmu, fór MR og sé ekki eftir því í dag. Við völdum þennan skóla, nokkrar vinkonur úr Breiðholtinu. Áttum frábær menntaskólaár og höldum enn mjög góðu sambandi.“ Komst til manns í Suður-Kóreu Að loknu menntaskólanámi, árið 1993, hélt Lilja sem skiptinemi, alla leið til Suður-Kóreu þar sem hún lærði kóresku og stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha University í Seúl og ferðaðist svo um Kína í einn mánuð. Hún segir dvölina hafa haft gríðarlega þroskandi áhrif á sig og að mörgu leyti hafi þetta tímabil mótað heimsmynd hennar síðar meir. „Ef ég gæti þá myndi ég hvetja alla til að fara í skiptinám er- lendis. Enn þann dag í dag bý ég að þessu og reynslan hefur nýst mér alveg ótrúlega mikið. Ég tala auð- vitað ekki reiprennandi kóresku en ég skildi þó sitthvað af því sem Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þegar mér veittist sá mikli heiður að hitta hann þann tíma sem ég gegndi embætti utanríkisráðherra. Aðstoðarmaður hans varð alveg yfir sig hrifinn þegar ég benti honum kurteislega á að kannski skildi ég aðeins meira en þau áttuðu sig á. Þetta var rétt eftir að aðalritarinn hafði kallað „Yobo! Yobo!“ til konunnar sinnar. Yobo þýðir elskan mín á kóresku,“ útskýrir hún og hlær. Dáist að árangri Íslands á 20. öldinni Lilja segir reynsluna sem hún öðlaðist eftir árið í Suður-Kóreu einnig hafa nýst sér mjög vel þegar hún vann að endurreisn fjármála- kerfis þjóðarinnar með Alþjóða gjaldeyris sjóðnum. „Þá kom sér vel að eiga greiðan aðgang að hagfræðingum frá Suður- Kóreu. Þótt þjóðirnar virðist í fyrstu mjög ólíkar, rúmlega 300.000 manns hér og 51 milljón í Kóreu, er hægt að gera gagnlegan samanburð. Þetta eru nefnilega lítil og opin hagkerfi og margt sameiginlegt í sögu þessara ríkja á 20. öldinni. Svo er það samanburðurinn við Norður-Kóreu sem gerir mig alltaf fremur leiða. Þar búa til dæmis enn 25 milljónir alveg eins og árið 1953 þegar samið var um vopnahlé. Fólki hvorki fjölgar né fækkar, sem segir okkur að þetta sé ein dýrasta pólitíska tilraun með mannfjölda sem átt hefur sér stað í sögunni,“ segir hún alvarleg í bragði og bætir við að þetta undirstriki mikilvægi stjórnarfars og hagstjórnar. „Rétt stjórnarfar og opið lýðræðislegt samfélag, byggt á blönduðu hag- kerfi, skilar mesta árangrinum við stjórnun ríkja. Þetta var mitt leiðar- ljós sem utanríkisráðherra, einmitt vegna þess að ég hafði búið þarna á mínum yngri árum þar sem ég pældi endalaust í hagkerfinu og stjórnarfari landsins. Í Suður- Kóreu varð ég líka svo vör við þá miklu samheldni sem þar ríkir. Þessi þjóð ætlar sér eitthvert og stefnir þangað í mikilli samheldni. Samheldni sem er líka til á Íslandi. Árangur Íslands á tuttugustu öldinni hefur verið alveg hreint ótrúlegur. Á mjög skömmum tíma höfum við skapað okkur miklu fjölbreyttara hagkerfi en nokkurn hefði grunað að væri mögulegt. Við stækkuðum landhelgina, fjárfestum í togurunum, sköpuðum útflutnings tekjur sem gaf okkur fjölbreyttari innflutning, – við fórum frá því, að vera ein fátækasta þjóð Evrópu, yfir í að verða ein sú sem hefur hæstu þjóðartekjurnar á mann,“ segir hún og eldmóðurinn leynir sér ekki í röddinni. Efnahagsprógramm hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum – eins og að fá rauða spjaldið Lilja gerir stutt hlé á spjallinu til að útbúa snarl fyrir börnin. Tekur fram agúrku og risastóran gulróta- poka sem var keyptur af ungum íþróttaiðkendum. Sker grænmetið niður í ræmur og ber fram í skálum fyrir krakkana. Býður blaðamanni að smakka og stingur einni upp í sjálfa sig. Fyrir sextán árum útskrif- aðist Lilja með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá hinum virta Columbia-háskóla í New York en áður hafði hún búið í Minnesota þar sem hún lærði þjóðhagfræði og heimspeki. Hún segist hafa mótast mikið af því að alið manninn í þremur heimsálfum, telur það meðal annars hafa kennt henni að hugsa eftir óhefðbundnari leiðum og kannski aðeins út fyrir rammann. Einnig segir hún vinnuna með Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum hafa haft gríðarleg áhrif á sig sem stjórnmálamann. „Þar skildi ég til mergjar hversu mikilvægt það er að stýra hagkerfi þjóðarinnar þannig að hún lendi ekki á efnahagsprógrammi hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá erum við búin að fá rauða spjaldið,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikil mildi hversu vel við komumst frá þessu. „Þrátt fyrir að þetta séu mikil inngrip inn í hagstjórn ríkisins þá gekk þetta vel. Viðbúnaðarlán- in fóru í gjaldeyrisforðann og voru greidd upp við fyrsta tæki- færi. Starfsfólk sjóðsins reyndist okkur vel en ég varð líka vitni að áhrifum Icesave-deilunnar. Til dæmis innan framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bretar og Hollendingar vildu absolútt að við greiddum þetta, héldu til baka lánafyrirgreiðslum …“ Hún verður alvarleg á svip og gerir skyndilega hlé á máli sínu. „Nú erum við kannski að festast í fortíðinni. Ég geri það stundum, en þetta hafði bara svo mikil áhrif á mig,“ segir hún og víkur talinu að Evrópusambandinu. „Þegar Evrópusambandsríkin voru svona harðákveðin í því að við þyrftum að taka á okkur gríðarlegar fjárhagslegar skuldbindingar sem við réðum augljóslega ekki við, þá varð mér fullljóst að Evrópusam- bandið þyrfti að endurskoða sína stefnu. Sjáið til dæmis Grikkland. Hvernig er hægt að trúa því að grískt efnahagslíf verði sjálfbært þegar skuldir þjóðarinnar eru tæplega 200 prósent af landsfram- leiðslu, eins og þetta var á tímabili, ég hef ekki trú á því. Ég trúi ekki að það sé hægt að reka hagkerfi í svona mikilli skuldasúpu. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að passa vel upp á ríkis- fjármálin. Gæta þess að við eyðum ekki um efni fram og að hagkerfi okkar sé sjálfbært.“ Unun af bókmenntum gerði Íslendinga að efnaðri þjóð Frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram að hruni hafa Íslendingar verið mikið efnishyggjufólk. Á margan hátt virðist þjóðin hafa þurft að taka út harkalegan þroska- kipp (ef svo mætti að orði komast) með hruninu til að skammast sín ekki fyrir að kaupa notaðan varning eða nota almenningssam- göngur. Eitthvað sem alltaf hefur þótt sjálfsagt á öðrum Norðurlönd- um. Hvaða hugrenningar hefur þú í þessu samhengi? „Íslendingar voru auðvitað alveg sárafátækir í margar aldir. Við áttum ekki neitt. Svo fórum við of geyst en nú held ég að við viljum aðallega hafa eitthvert bakland. Við viljum eiga okkur sjálf. Það vilja allir eiga sig sjálfir,“ segir hún og nefnir í þessu samhengi það sem hún vill meina að sé stærsti menn- ingararfur þjóðarinnar. Bóklæsi og auðugt tungumál. Hún segir, að þrátt fyrir hamfarir og sára fátækt, hafi almennt læsi og unun af bók- menntum gert okkur móttækileg og með á nótunum. „Það var enginn sem skipaði okkur að lesa og skrifa sögur, þetta er okkar þjóðareinkenni og um leið gersemi. Það er nefnilega mín staðfasta trú að almennt læsi þjóðarinnar hafi örvað skapandi hugsun og hjálpað okkur að ná tökum á ákveðnum vinnubrögðum og skipulagi sem síðar skilar sér í góðum efnahag.“ Lilja á ekki langt að sækja ást sína á bókum. Foreldr- ar hennar störfuðu bæði lengi vel á Tímanum sáluga, móðir hennar í umbroti og faðir hennar sem blaða- maður. Síðar starfaði móðir hennar hjá Odda og í Bókaprenti. „Ég hef alltaf borið mikla M yn d ir B ry n ja „Fólki hvorki fjölgar né fækkar, sem segir okkur að þetta er ein dýrasta pólitíska tilraun með mann- fjölda sem átt hefur sér stað í sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.