Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 46
Vikublað 10. nóvember 2017 14 He lgar ma tur inn Hægelduð lambaöxl með estragonsósu Réttur sem á vel við þegar kuldaboli er mættur Guðmundur Melberg Loftsson, yfirmatreiðslu-maður á gastrópöbbnum Sæta svíninu, gefur lesendum Birtu helgaruppskriftina að þessu sinni. Hægelduð lambaöxl er réttur sem á vel við nú þegar kuldaboli er mættur í öllu sínu veldi. „Ef maður færi út í búð og bæði um lambaöxl þá fengi maður eflaust bóg enda er hann hluti af frampartinum og margir vilja meina að lömb hafi ekki axlir,“ segir Guðmundur og hlær. „Bógurinn þarf langan tíma í eldun eins og lambakjöt almennt. Það er gott að elda það alveg í gegn, byrja til dæmis snemma um morguninn eða hafa á rólegum hita yfir nóttina. Frá 80 upp í 90 gráður. Þetta fer þó allt eftir heimilisofnum enda eru þeir misgóðir,“ segir Guð- mundur sem sjálfur eldar öxlina í potti, í tólf til fjórtán klukkutíma við eins konar moðsuðu, en svo kallaðist það í gamla daga þegar mat var haldið við suðumark í langan tíma í moðbing eða moð- kassa. Ekki hægt að klúðra þessu Aðspurður hvernig maður viti nákvæmlega hversu langan tíma kjötið þarf segir kokkurinn það misjafnt eftir ofnum. „Ef maturinn dökknar meira á köntunum þá getur verið að listar séu óþéttir eða blásturinn ójafn. Flestir læra á sína eigin ofna og elda út frá því en maður þarf að fikra sig áfram. Svo er alltaf hægt að nota kjöthitamæli. Mitt mottó er eiginlega að því lengur sem maður eldar lambakjöt því betri verður rétturinn. Það er eiginlega ekki hægt að klúðra þessu. Kjötið má fara beint úr ís- skápnum og ofan í pott. Svo er það kryddað með salti og pipar, hvítlauk, rósmarín og lárviðar- laufi. Því næst er vatni hellt yfir þannig að það rétt hylur kjötið. Af þessu kemur líka gríðarlega gott soð af kjötinu sem hægt er nota í himneska kjötsósu eða frysta niður til seinni tíma,“ segir Guðmundur sem sjálfur ber réttinn fram með kaldri estragonsósu á veitinga- staðnum. upppskrift Hægelduð lambaöxl með estragonsósu n 2 stk. lambaöxl n 30 g rósmarín n 6 stk. hvítlauks geirar n 1 stk. laukur n Heill pipar n Sjávarsalt Aðferð: Axlirnar létt snyrtar. Axlirnar steiktar á pönnu með rós- marín, hvítlauk og kryddaðar með salti og pipar. Allt sett í djúpt eldfast mót ásamt lauk, heilum pipar, hvítlauk og rós- marín, fyllt upp með vatni og eldað í 12 tíma á 80–90°C. estragonsósa: n 6 stk. harðsoðin egg n 35 g ferskt estragon n 50 g kapers n 1 msk. dijon n 25 ml extra virgin n 25 ml olía n 5 g edik n Salt og pipar Aðferð: Egg, estragon og kapers saxað gróft og sett í skál. Dijon, extra virgin, olía og edik blandað saman og síðan er 1 og 2 blandað saman. Kryddað með salti og pipar. Öxlin er borin fram með meðlæti að vild. Til dæmis frönskum og grænum baunum. gott í vetrarkuldanum Hægelduð lambaöxl að hætti Guðmundar Melberg á Sæta svíninu guðmundur á gastrópöbb Guðmundur Melberg starfar sem yfirmat- reiðslumaður á Sæta svíninu. Staðurinn er það sem kallast gastrópöbb, en svo kallast pöbbar sem jafnframt selja góð- an og vel úti látinn mat á góðu verði. Mynd Brynja Hvað ertu að gera um helgina? Auður Lóa Guðnadóttir er sýn- ingarstjóri yfir myndlistarsýningu sem ber heitið Díana, að eilífu. Sýningin verður opnuð í Gallerí Port við Laugaveg 23, í dag, föstu- daginn 10. nóvember og stendur til 26. nóvember. „Ég hef verið í loftköstum með borvél frá því snemma í morgun að setja upp sýninguna Díana, að eilífu. Þetta er samsýning tólf myndlistarmanna sem fjalla hver á sinn hátt um Díönu prinsessu. Nú eru tuttugu ár liðin síðan prinessan lést í bílslysi. Nafn hennar hefur samt aldrei alveg horfið úr fjölmiðlum og á þessu dánarafmæli hefur hún orðið enn meira áberandi. Styttur af Díönu rísa og fólk leggur aftur blóm út á stétt. Minningin um Díönu virðist ekki afmarkast af konunni sem hún var, heldur goðsögninni sem varð til þegar umheimurinn eign- aði sér hana. Hún lifir sem minn- ing og hugmynd,“ útskýrir Auður en auk verkanna í Gallerí Port verður einnig hægt að sjá hluta sýningarinnar í gallerí Ekkisens á Bergstaðastræti 25b. „Í kvöld fer ég svo á minn- ingartónleika um Díönu. Þeir byrja klukkan 21.00 á Húrra, en þar koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band. Laugardagurinn og sunnudagurinn byrja örugglega rólega, bara te og hafragrautur heima á Kleppsvegi, því klukkan tvö, báða dagana, ætla ég að mæta í galleríið og taka á móti áhugasömum myndlistarunnend- um til klukkan sex. Á laugardags- kvöldið mun ég örugglega elda eitthvað gott heima, til dæmis ratatouille, sem er franskur pottréttur úr kúrbít og eggaldini og taka því svo bara rólega eftir matinn. Á sunnudagskvöldið verð ég örugglega farin að plana næstu sýningu í huganum.“ Auður Lóa og ellefu aðrir elska Díönu prinsessu, að eilífu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.