Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 58
Helgarblað 10. nóvember 201734 Bækur U ngt fólk að feta sig inn í full- orðinsárin, ungmenni sem ná ekki takti í þjóðfélaginu sem hin eldri hafa byggt upp og draga í efa venjur og hefðir, eru kunnuglegt efni í skáldsögum allt frá því Bjargvætturinn í gras- inu, eftir J.D. Salinger, kom út árið 1951. Samt er orðið nokkuð langt síðan ég las slíka skáldsögu. Við lestur skáldsögunnar Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson er gamall kunnugleiki þessarar lestrar reynslu uppfærður inn í nú- tímasamfélag og skyndilega er les- andinn ekki ungur sjálfur held- ur gamall fauskur sem hneykslast jafnvel á persónum bókarinnar. Það er nefnilega þannig að ef lesa á ádeilu út úr sögunni þá er hún ekkert síður á unga fólkið sem fót- ar sig ekki í samfélaginu en hina eldri sem hafa byggt það upp. Aðalpersónan er María, 22 ára gömul stúlka, sem hefur flosn- að upp úr sambúð með Ragnari í Brighton á Englandi, er að flytja til föður síns sem er listamaður í Danmörku, en kemur heim til Íslands í einn sólarhring, þeirra er- inda að sækja fyrir föður sinn litatúpur sem voru í eigu Karls Kvaran listamanns. Þessi sólarhringur í lífi Maríu einkennist af áfengisneyslu og dóp- fikti, yfirborðslegum samskiptum við vini og kunningja og upp- rifjun á ástarsam- böndum hennar, misheppnaðri sambúð með Ragnari í Brighton og sambandi þar áður við starfs- mann á kaffihúsi í miðbænum. Líf Maríu er stefnulaust og í þessari stuttu heimsókn til Íslands missir hún alveg fót- anna þar sem hún ráfar frá einu öldur- húsi til annars og á innantóm samskipti við vini og fólk sem verður á vegi hennar á djamminu. Á meðan er faðir hennar sífellt að reyna að ná sam- bandi við hana sím- leiðis til að geta lagt henni lífsreglurnar og amma hennar reynir með kröftugum hætti að opna augu Maríu og tengja hana við raunveruleikann. Sýn Maríu á tilveruna er kald- hæðnisleg og afhjúpar yfirborðs- mennsku, sjálfhverfu og skort á einlægni í samskiptum fólks. Sagan lýsir sambandsleysi og átakanlegum skorti á samkennd meðal fólks. María sjálf er hins vegar engu betri en fólkið sem verður á vegi hennar og er hvorki einlæg né heiðarleg við nokkurn mann. Líf hennar er ótrúlega til- gangslaust, hún virðist ekki hafa snefil af metnaði og ástríðu og ver tíma sínum í lítið annað en dóp, drykkju og innantóm samskipti. Skarpskyggni hennar við að koma auga á innihaldsleysið og yfir- borðsmennskuna allt í kringum hana er því fremur marklaus. Persónusköpun Maríu er öðr- um þræði vel heppnuð en veldur á hinn bóginn því að skáldsagan verður ekki sérlega áleitin. Vel má vera að sumir lesendur kenni í brjósti um Maríu en mig grunar að fleiri langi til að hrista hana dug- lega til. Ýmsum verður alveg sama um hana. Millilending er afbragðsvel stíl- uð, næmni höfundar fyrir smá- atriðum er unaðsleg og vand- ræðalegar uppákomur í sögunni fá lesendur til að hlæja upphátt mörgum sinnum. Auk þess má velta fyrir sér margræðum merk- ingum – hvað táknar til dæmis titill sögunar sem fjallar um konu í upphafi fullorðinsáranna? Og hvaða merkingu hafa örlög litanna úr fórum Karls Kvaran sem fá afar myndræna meðferð í lok sögunn- ar? Lýsing á hálfkláruðu málverki seint í sögunni er líka áhrifamik- il og virðist eiga sér samsvörun í Maríu sjálfri. Jónas Reynir Gunnarsson er sléttþrítugur höfundur sem ryðst núna fram á ritvöllinn með þrjár bækur í einu. Ljóðabók hans, Stór olíuskip, fékk fyrir skömmum Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar, en auk hennar og þessarar bókar var hann að senda frá sér ljóðabókina Leiðarvísir um þorp. Það er fengur að Jónasi Reyni í hóp íslenskra rithöfunda, ekki síst fyrir stílgáfu hans. n L jóðin í Hreistri er í grunninn eins konar óður til verbúðar- lífsins og karlmennskunnar í sinni ýktustu mynd, til feg- urðarinnar sem í henni býr sem og ljótleikans sem af henni getur staf- að. Þetta umfjöllunarefni þekkja lesendur flestir vel í gegnum allt höfundarverk Bubba Morthens á tónlistarsviðinu. Í Hreistri koma fram ýmsir karakterar, þ.á.m. heljar menni með litla sál, rindlar með hjarta úr gulli og stórkarlar sem hrifsa það sem þeim finnst þeir eiga rétt á. Þannig kallast ljóðin á við rómantíska ægifegurð landslags Íslands; hættur hafsins og landsins verða eins konar sam- nefnari við karlmennskuna og allt sem henni fylgir. Þá verður karl- mennskan að nokkurs konar nátt- úruafli í ljóðunum. Fagrar sírenur og heljarmenni Karlpersónur eru margvíslegar og fjölbreyttar en þær kvenpersónur sem birtast eru því mið- ur fátt annað en einsleitar, fagrar og góðar sírenur sem lokka til sín hættu- leg karlmenn- in. Þessi einsleitni kvenpersóna endurspeglar kannski að einhverju leyti viðhorf- ið gagnvart konunum í plássunum á þessum tíma. Og á sama hátt má segja að bókin sverji sig í ætt við klassískar þjóðsögur og ævintýri. Geggjaðir fiskar Ljóðmælandinn í Hreistri er ung- ur karlmaður sem tekur breyting- um eftir því sem á líður bókina. Þroskinn er frá grænjaxli yfir í heljarmenni, en frásögnin verð- ur á sama tíma sífellt táknrænni, ævintýralegri og geðveikislegri. Bubbi spyr meira að segja á ein- um stað: „hversu mörgum fisk- um er hægt að gera að án þess að missa vitið“. Eftir því sem á líður verður maðurinn líkari fiski og fer meira að segja að vaxa á hann hreistur. Hreistrið verður að tákni fyrir karlmennskuna, eins konar gró eða mygla sem skemmir út frá sér, bæði á yfirborðinu og innra með huga mannsins. Öll tenging við raunveruleik- ann visnar og slitnar. Orðræða um verbúðarlíf Stundum þegar talað er um verbúðarlíf verður vandaverk að greina á milli þess þegar verið er að gagnrýna erf- iðar (óviðunandi) vinnuaðstæð- ur og þegar menn upphefja þá sem leggja þessa vinnu á sig ár eftir ár. Þannig er þetta að ein- hverju leyti í Hreistri, þ.e. les- andinn fær bæði megnt ógeð á þessum heimi á sama tíma og hann fyllist aðdáun á þessu fólki sem vinnur langa vinnudaga og enn lengri vinnutarnir fjarri fjöl- skyldunni. Það er þessi tvíhugs- un sem gegnumsýrir allt okkar þjóðfélag. Hinn duglegi vinnandi maður er tilbeðinn á sama tíma og honum er vorkennt fyrir að hafa ekki tíma fyrir persónu- leg sambönd. Að sumu leyti má líkja þessari orðræðu við banda- ríska umfjöllun um hermenn, sem framan af hefur einkennst af ein- hvers konar glýju í augum fólks gagnvart hugrekki og dirfsku her- manna. Í dag hafa þó umfjöllunar- efni á borð við áfallastreituröskun (e. Post Traumatic Stress Dis- order) verið æ sýnilegri hvað varð- ar hermenn sem koma heim eftir stríð. Ljóðmælandinn í Hreistri minnir ósjaldan á hermann á víg- velli, þar sem það eina sem hann getur gert í sínum aðstæðum er að taka einn dag í einu. Það sem tekur við eftir verbúðarlífið þekkjum við flest sem höfum fylgst með ferli höfundar; neysla, myrkur og doði. Að lokum má nefna að kápan og öll hönnun bókarinnar er afar skemmtilega unnin þar sem hreisturflögur koma margar saman og minna á öldur hafsins. Fjöldi alda á blaðsíðum bókarinn- ar samsvarar númerum kaflanna sem aftur samsvara fjölda daga á sjó, þ.e. 69. Hreistur er áhugaverð fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að skyggnast inn í framandi heim sjómannsins, ýktra vinnuað- stæðna og erfiðrar tarnavinnu. n Hversu mörgum fiskum er hægt að gera að án þess að missa vitið? Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Millilending Höfundur: Jónas Reynir Gunnarsson Útgefandi: Partus 171 bls. Stefnulaust líf Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Hreistur Höfundur: Bubbi Morthens Útgefandi: Mál og menning 69 kaflar Jónas Reynir Gunnarsson „Það er fengur að Jónasi Reyni í hóp íslenskra rithöfunda.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi Bubbi Morthens Ljóðmælandinn í Hreistri minnir ósjaldan á her- mann á vígvelli. Mynd BRynJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.