Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 62
Helgarblað 10. nóvember 201738 Bækur J ón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður og fyrrverandi hæsta- réttardómari, skýtur föstum skotum að Hæstarétti í nýrri bók sinni „Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eft- ir hrun“. Í inngangi bókar- innar kemur fram að markmið Jóns sé að draga upp mynd af starfi Hæstaréttar síð- ustu ár en að sérstök áhersla sé lögð á að meta hvernig dóm- stóllinn hefur staðið sig við að fást við þau dómsmál sem tengst hafa efnahagshrun- inu árið 2008. Niður- staða Jóns er sú að dómstóllinn fái falleinkunn fyrir þau störf. Jón Steinar tekur jafnframt fram í inn- gangi bókarinnar að bókin fjalli ekki um hann sjálfan heldur um Hæstarétt. Mörg af þeim atvikum og dóm- um sem hann fjallar um eru þó tengd höf- undinum með bein- um eða óbeinum hætti og kemst lesandinn því vart hjá því tengja persónu Jóns við efn- istök bókarinnar, eink- um fyrri hluta hennar. Þannig byrjar bókin til dæmis á umfjöllun um skip- un Jóns í Hæstarétt árið 2004 og lýs- ingum á því hvernig sitjandi dómarar hafi þá beint og óbeint reynt að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður. Sú gagnrýni hefur komið fram áður sem og umfjöllun um málarekstur Jóns gegn Þorvaldi Gylfasyni fyrir dóm- stólum. Vinsældakapphlaup dómara Það breytir þó engu um það að rauði þráðurinn í bókinni er gagnrýni á störf Hæstaréttar. Og sú gagnrýni er beitt, beittari en oft áður í skrif- um Jóns. Sumt af því sem Jón tekur til hefur komið fram áður en í síð- ari hluta bókarinnar má finna ný at- riði, þar sem fjallað er um dómsmál tengd hruninu. Margt af því sem Jón nefnir þar er sláandi og hlýtur að vekja lesandann til umhugsunar. Dæmin eru mörg og verða ekki rakin nánar hér en grunnstef Jóns Steinars er að ákvarðanir Hæsta- réttar hafi fremur ráðist af hugar- ástandi dómara en lögfræðilegum rökstuðningi. Hugarástandinu lýsir Jón sem vinsældakapphlaupi, þannig að dómarar Hæstaréttar hafi ætlað sér að sýna almenningi að þeir myndu standa sig í að láta þrjótana í hruninu finna fyrir því. Þá hafi margir dómara verið vanhæfir til að dæma á málum bankamanna vegna fjármálaumsvifa þeirra sjálfra á árunum fyrir hrun. Afleiðing þessa hafi meðal annars verið sú að grunnréttindum sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið ýtt til hliðar. Kallar eftir viðbrögðum Margt af því sem Jón Steinar nefn- ir í bókinni þarf að taka með fyrir- vara enda eru margar hliðar á lög- fræðilegum álitamálum, ekki síst í jafn flóknum og viðkvæmum mál- um eins og þeim sem Jón fjallar um. Hann gætir sín þó jafnan á því, eins og hans er von og vísa, að rök- styðja sínar fullyrðingar og gagn- rýni eins og kostur er. Ef umfjöllun Jóns er rétt og sanngjörn þá blasir við að Hæstiréttur er og hefur ver- ið á rangri braut síðustu árin. Slíkt væri grafalvarlegt fyrir réttarríkið og samfélagið. Það væri því æski- legt ef þeir sem vita betur eða sjá hlutina með öðrum hætti en Jón Steinar myndu bregðast við gagn- rýni hans opinberlega og rökstyðja með einhverjum hætti að Jón Stein- ar sé á villigötum. Jón raunar kallar beinlínis eftir því enda hafi viðbrögð við gagnrýni hans á Hæstarétt síð- ustu ár verið dræm. Þaðan kemur einmitt titill bókarinnar, Með logn- ið í fangið. Það verður spennandi að sjá hvort þessi nýja samantekt Jóns, með enn beittari tóni en fyrr, muni leiða til þess að það fari að hvessa. Bókinni er skipt upp í átta kafla en í viðauka er að finna safn af greinum og pistlum sem Jón hefur birt í fjölmiðlum síðustu misserin. Í heild er bókin rúmlega 200 blað- síður, en hún er afar læsileg og vel skrifuð. Jón Steinar skrifar skemmti- legan texta og þó að umfjöllunar- efnið sé að mörgu leyti þungt þá ætti bókin að vera aðgengileg öllum hópum, ekki einungis áhugamönn- um um lögfræði. Þá er bókin brot- in upp reglulega með teiknuðum myndum, myndatextum og tilvitn- unum sem lífga upp á hana. n Beittur tónn Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is Bækur Með lognið í fangið Höfundur: Jón Steinar Gunnlaugsson Útgefandi: Almenna bókafélagið 236 bls. Jón Steinar Skrifar skemmtilegan texta. Mynd Sigtryggur Ari epli Banani greip Ávaxtaðu betur www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.