Ófeigur - 01.03.1908, Page 8
8
Litlu eftir að eg fékk þetta einkennilega skjal,
var mér stefnt til málssóknar fyrir rógburð í Ófeigi
gegn kaupmönnum, en því miður var sú málssókn
látin falla niður. Loks brýzt svo gremjan út í flug-
riti A. K., svo sem kunnugt er. Petta eru tildrög
deilunnar, forspilið bak við tjöldin, Leynir það sér
ekki, að nú ætla þessir 4 kaupmenn að taka í streng-
inn, og láta ekki forgöngumönnum kaupfélagsstefn-
unnar lengur haldast uppi óátalið, að strá illgresis-
fræi félagsskapar og samvinnu í akur viðskiftalífsins,
sem þeir þykjast einir hafa rélt til að sá í sínu
kaupmensku hveiti. Til þess er flugrit A. K. sam-
ið, og því rækilega útbýtt af kaupmönnum hér á
Húsavík og líklega vfðar.
Raunar hefði nú mátt vænta þess, að úr því að A.
K. fór að gefa út bók til þess, að andmæla Ófeigi,
þá tæki hann málefni Ófeigs til umræðu, en í þess
stað ræðst hann nær eingöngu á tölurnar er eg tók
úr verzlunarskýrslunum, og ber mér blátt áfram á
brýn, að eg hafi falsað þær. Á því er svo alt ritið
bygt, og verður ekki sagt, að höf. sé vílsamur í
orðavali og framsetningu. En eins hefir A. K. ekki
gætt, þá er hann varar menn við að trúa tölum,
sem eg hafi skrifað eftir eigin geðþótta, að eg hefi
alveg sama réttinn gagnvart honum, og þó raunar
miklu meiri, því að hvor okkar mundi hafa meiri per-
sónulegar hagsmunahvatir til þess að laga tölurnar
til? Það ætla eg hverjum manni að sjá.
Eg tók sjálfur glögt fram, og færði rök fyrir,
að tölurnar gætu ekki verið nákvæmar, fremur en í