Ljósið - 01.02.1923, Blaðsíða 2

Ljósið - 01.02.1923, Blaðsíða 2
9 L J Ó S I Ð Prestar! Fleygið fjandanum, frjálsir menn á dögum. Upplýsist af andanum, en ei lyga sögum. Allir þurfa sannleik sjá, sönn verk bræður drýgi. Herrar eiga hrinda frá, henni gömlu lýgi. — Enginn hrekur orð mín hér á Isafróni Líki það vel lærðum Jóni, Lifandi’ þó eg mönnum þjóni. Krístíndömur. Eg, Einar Jochumsson, uppalinn í ríkiskirkjunni lút- ersku, hér á Isiandi, hefi aldrei mist þá réttu og fögru trúarvissu, að hinn eini sanni guð vor kristinna manna hafi verið og sé algóður og almáttugur. Þess vegna neita eg þeim marg-tuggna heimsku- þvættingi hinna biblíufróðu kennimanna er bjóða oss upplýstum mentavinum heimskulega. lýgi. Að vor andlegi frelsari hafi verið kvalinn og deydd- ur suður á Gyðingalandi. — Lærður gyðingur Jósep af Arimatia, beiddi Pílatus um líkaman af herra vorum; sannleikans konungur, drottinn vor Jesús Kristur var búinn að yfirgefa sálartjaldbúð sína — kominn í sitt andlega ríki, því ríki frelsara vors var ekki ríki verald- arinnar, sem konungar og páfar og sú andlega presta- stétt í þeim nafnkristna heimi hefir mætur á. Hálærðir réttlátir jafnaðarmenn eru ekki til á jörð vorri, — ójöfnuður sést altaf, — menn þurfa ekki að nota neinn sjónauka, því í stækkunargleri sést lýgin og svikin við smælingja drottins bezt, þar af sprettur stétta- rígur, öfund og hatur manna. Sá réttkristni mannvinur — höfundur kristindóms-

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.