Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 1

Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 1
LJÓSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. Reykjavik, rnarz 1923. 2. blað Jesús Kristur er Guö Jcristinna manna. Kristíndómur. Til biskups Jóns Helgasonar frá Einari Jochumssyni. Breyttu kenning biskup lands, börnum seldu’ ei lýgi, ill hún fer til andskotans, ei menn hana drýgi. Hirðir vor kom himnum frá, hann var ódauðlegur, lýgi gömul þig er þjá, þinn er rangur vegur. Kristur ei á krossi dó, þú klerkur heimsku masar, Lokadóttir, lýgin, bjó, í landi Kaífasar! Að löndum þínum lýgur þú, lýgin gröf í fellur, þín er heimsk og heiðin trú, herrans lúður gellur. Það er heiðna þjóðsagan, þú sem kennir glaður, afargamla andskotann, ertu að faðma maður! Ertu biskup fræða flón, fróni hér á köldu? Attu blinda sálarsjón, þú sinnir máli göldu? Einum drottni eið eg sór, afguð rotna hlýtur þinn, syndin elzt í klerkakór, kendu sannleik biskup minn. Guð vor sannur, góður, trúr, grafinn var ei forðum, lýgin vond er kredda klúr, kendu rétt með orðum.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.