Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 2

Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 2
2 L J 0 S IÐ Biblían er gamalt goð, goðið fúna hlýtur, Jón, þú sem herrans brýtur boð, börnum drottins vinnur tjón. Lýgi smá hér blindar börn, bull þú lærðir ungur, ei þú getur veitt þér vörn, vígði oflátungur! Eg ritningu skráða skil, skýrðan mann þið sjáið, á himnum er einn guð til, ei sem hefir dáið! Lýgi, sönn orð mynda morð, mín er sálin vakin, þó eg tali þúsund orð, þau ei verða hrakin. Biblían af bleki er full, bókstafurinn deyðir, hún er gamalt sögusull, syndum ekki eyðir. Drottinn læknar manna mein, mönnum vel það líki, orð ei komast ósönn nein í guðs dýrðarríki. Einn guð kristnar þessa þjóð, því er svona varið, himins til með hold og blóð, hefir enginn farið. Góður dó ei guð alvís, góð trú öllum líki, ei flær, rottur, ormar, lýs, eru Guðs í ríki. Nú skín sól við Norðurpól, næga blessun fáið, hann sem gaf oss heilög jól, hefir ekki dáið. Biskup, enga blóðfórn þú börnum átt að kenna, allir sættast eiga nú, óþarft masið brenna. Jesús Kristur hljóti hrós hér í landi fanna. Hann er allra lýða ljós, lýgi á að banna. 011 má skilja þjóð mín það, þörf mín orðin standa. María var ei móðir að mannsins kristna anda.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.