Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 3

Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 3
L J Ó S I Ð 3 Hugvekja til biskups Jóns Helgasonar. Eru það ei flón, biskup lands vors Jón Helgason, sem kenna þjóð vorri lygasögur frá Gyðingum? Því eiga kristinna manna börn að hafa tvo lög- gjafa, annan heiðinn lygara, sem klappaði tíu boðorð á steina, hinn sannorðan réttan mann, sem færði öllum heimi þann gleðiboðskap, að guðsríki ætti að verða á jörðinni, sem við lifum á ? Þú æðsti kennimaður drottins, ert eiðsvarinn kenni- maður eins guðs. Er ekki Jesús Kristur sannur guð okkar kristinna manna? Því eru menn, lærðir og ólærðir, að leita að því óraskanlega kærleikslögmáli, að drottinn algóður passi sitt mikla sigurverk? Þeir menn hafa hjátrú óþarfa er leita frétta hjá framliðnum náungum sínum. Þetta hefir aldrei gefist vel, sagan og reynslan sannar það. Þú átt, Jón biskup, að kenna svo hreina guðfræði, að þú getir mótmælt fálmi spiritistanna og öllum þeim villumönnum, er kenna siðspillandi heimsku í orði og verki. Eg heimta þetta af þér lærði kennimaður. Þú átt að trúa sanna manninum en kæfa þann ósanna gamla mann. Það er slæmt mein, að allir biskupar í kristnum löndum skuli vera svo viltir, að kenna frelsi guðs og manna eftir dauðri bók, er rotnar í skápum manna. Sá góði lærifaðir, Jesús Kristur, gaf blessun en ekki bölvun. Hann gaf ekki börnum höggorm né stein. Andi hans og orð var ódauðlegt. Kastaðu því fjandanum og lygasögum gömlum og nýjum. Kendu það eitt er þú getur forsvarað, Jón biskup. Ósk mín. Ósk til manna mín er sú, menn að kasti lýgi. Heimi kendi hreina trú, heimsfræðarinn nýi.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.