Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 01.03.1923, Blaðsíða 4
4 LJOSIÐ Til ritstjóra Bjarma. Ástvaldur, þín heimska er há, heyrðu fróði vinur minn þú berð of mikið blekið á, Bjarmans hreina pappírinn. Að því spyr eg Ástvald minn, orð mín bræður sjáið, hefir strýktur herra þinn heimi í vorum dáið. Heimi í villist hugur þinn, heimur vor er tossi. Dýrðarríkur drottinn minn, dó ekki á krossi. Sannleikur er guðleg gjöf, gjöf þá vil eg bjóða. Forðum ekki fór í gröf, frelsis orðið góða. Þó menn bókum safni og seim, syndin vaxið getur. Klerkar hér í kærum heim, kenni sannleik betur. Heimska er kend um heim allan, heimsku smælingjonum, allir kenna andskotann, enn ei kasta honum! Orudd gömul gata er breið, guðfróðir sem leiða börn. Bókfróðir sinn brjóta eið, biluð víst er þeirra vörn! Þrá er heiðna þjóðtrúin, þetta veiztu sjálfur. Mikli góði meistarinn, myrkra var ei álfur. Elska hlýt eg Ástvald þá, ef hann rétt börn fræðir, eilífur svífa andinn á upp í ljóssins hæðir. Himnaríkí. Himnaríki hér finst ei í heimi víðum, dómara góðum, drotni, hlýðum. degi’ á björtum hann ei níðum. Einar Jochumsson. Prentsmiðja Acta — 192B.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.