Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 1

Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. Reykjavik, marz 1923. 3. blað Jesús Kristur er Guð kristinna manna. Biskup landsíns jón Helgason. Eg hryggist í anda af því eg vil af hjarta vekja athygli þína á þeirri nauðsyn, að breyta þarf guðfræði okkar íslendinga. Ennþá heldur þú áfram að bjóða oss á upplýstum tíma, sköpunarsögu töfravitringsins Mósesar — þrátt fyrir það að allir kristnir mannvinir vita og skilja, að það er róman en ekki sönn viðburðasaga. Það er ekki sennilegt að ramgöldróttur villumaður eigi að leiða menn til réttrar guðs þekkingar. Saga Gyðingaþjóðar sannar að leiðtogar Gyðinga vóru stórglæpamenn og lygarar. Sannar það sagan um dómarann Samson, er drap fleiri þúsundir manna með gömlum asnakjálka og drakk sig afþyrstan af vatni úr kjálkanum, drepur sjálfan sig með því að fella turn ofan á sig með mörgu fólki í. Svona saga er hlægileg heimska og ótal sögur fleiri. — Abraham forfaðir Gyðinga gaf drotni og englum hans kálfsket og brauð að eta, og Sara, kona Abrahams, varð barnshafandi og átti Isak á níræðisaldri. Abraham ætlaði að deiða son sinn, en guð vildi ekki fórnina, þá brennir Abraham hrút, sem hékk í eik. Jakob, þriðji forfaðir Gyðinga, var slæg- vitur maður og mesti bragðarefur, er sagan sýnir. Kon- ungarnir þrír, Sál, Davíð og Salómon vóru hver á sinn máta glæpamenn, svifust einkis, ef þeirra hagur var að framkvæma níðingsverkin. Á þessum glæpamönnum byggja guðfræðingar kenningar sínar, mest á Davíð, er átti að vera maður eftir drottins hjarta.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.