Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 2

Ljósið - 15.03.1923, Blaðsíða 2
2 LJÓSIÐ Til biskups Jóns Helgasonar og almennings. Lýgin engan leiðir mann, lífs á veginn sanna. Enginn kenni andskotann, óvin guðs og manna. Jesú Kristi þjóna átt þú, þjófnum kasta linum. Þú dylur ei þína dauða trú með danska gullkrossinum. Það er lands og líða tjón, lífs með orða penna. Launaður biskup, lærður Jón, lýgi ertu’ að kenna! Drottinn vor ei dó á jörð; drengir allir vita. Eg þó bjóði orðin hörð, og sannleikann rita. Það öll vita þjóðin má, þar að bræður gáið, öllum líknar einn guð sá, er aldrei hefir dáið. Ljót er svikin lúterskan, logið Marteinn hefur. Óvitunum, algæzkan, öllum fyrirgefur. Víst auðskilið mitt er mál, menn Ijót hneiksli ala. Einn guð skapar enga sál, eilífra til kvala. Guð mér hefir vitið veitt, vitur orð mín standa. Sá hefir mína götu greitt, er gaf mér sannan anda. Syndugur eg sannleik finn, sízt menn þræta vogið. Herra lífsins, hirðir minn, hefir aldrei logið. Þorgeir goðí. Þorgeir goðum fleygði’ í foss, fornum breytti lögum. Einar Kvaran ærir oss, upp hann lýgur sögum.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.